Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 58
að draga þá ályktun, að ofbeldi og stríð séu eðlilegur og jafnvel nauðsynlegur þáttur í samskiptura manna, úr því að ekkert tímabil sögunnar skortir heimildir um slikt. En rök „nefndarinnar“ eru of einföld. Þau skella skollaeyrum við þeirri staðreynd, að þjóðir eins og Svisslending- ar og Svíar hafa aukið hagsæld sína stór- lega án þess að taka þátt í hernaðar- rekstri um langt skeið. Forsendur „skýrsl- unnar“ eru eingöngu pragmatískar og taka ekkert tillit til vilja almennings eða óska. Er maðurinn árásarhneigður? En þótt allar skepnur jarðarinnar ósk- uðu slíks friðar, sem lýst er að ofan, er þá kleift að koma honum i kring? Er maðurinn of árásarhneigður í eðli sínu eða eru það kringumstæður og umhverfi :sem valda þvi að hann gerir einhliða árásir á aðrar mannskepnur í þeim til- gangi að koma þeim fyrir kattarnef? Konrad Lorenz, hinn þekkti þýzki fræði- maður um atferli dýra, heldur því fram að bæði menn og dýr hafi meðfædda árásarlineigð, sem i dýrum þjóni þeim til- gangi að velja þá sterkustu til viðhalds kynstofninum (Freud skýrði árásar- hneigðina sem afleiðingu hinnar duldu dauðaóskar; aðrir, svo sem Dolland, skýra liana sem afleiðingu brostinna vona (frustration) í barnæsku). Lorenz heldur því fram, að meðan dýr hafi meðfædd vopn til baráttu (beittar tennur, klær, nef), sem þó eru aldrei notuð i átökum milli dýra af sama kynstofni, þá hafi maðurinn engin slík vopn, og þróunin í framleiðslu aflmikilla, tilbúinna vopna hafi verið svo hröð, að náttúrunni hafi ekki verið gefinn nærri þvi nægur tími til að þróa einhverja þá eiginleika sem kom- ið gætu í veg fyrir innbyrðis tortímingu. Prófessor Cohen bendir hins vegar á, að maðurinn hafi í rauninni slíkan eigin- leika þar sem er virðing hans fyrir lífi almennt og mannlegu lífi sérstaklega. Ef þetta kæmi ekki til, mætti gera ráð fyrir að manndráp væru miklu tíðari en til- fellið er. Með vestrænum þjóðum er tíðni manndrápa furðulega stöðug (um 3—4 af hverri milljón), og skiptir litlu hvort yfir höfði vofir dauðarefsing eða ekki. í öðru lagi er það misskilningur, eins og Morton Deutsch bendir á, að nútímastyrjaldir gefi meiri útrás fyrir mögulegar árásartil- hneigingar með mönnum en friðsamlegar athafnir gera. Nútímastyrjaldarrekstur er gífurlega flókin tæknileg og félagsleg at- burðarás, þar sem útrás tilfinninga getur einungis orðið óbein, táknræn og ótið fyrir flesta þátttakendur. T. Abel hefur og sýnt fram á að almenn árásartilhneiging er oftast afleiðing fremur en orsök styrj- aldarreksturs. Nútímastríð er því ekki hægt að réttlæta á þeim forsendum, að það gefi frumlægri árásarhneigð útrás. Raunar hefur engum tekizt að sanna, að mannskepnan sé árásarhneigð að eðlis- fari. Hins vegar er það alkunna, að sjálfs- varnartilhneiging mannsins er afar sterk, svo sterk að hver sá er ógnar stöðu hans eða tilveru er í lífshættu. Hvöt þessi er að sjálfsögðu ómissandi hverju dýri, og hefur hún því veriö viðurkennd í alþjóða- lögum frá upphafi sem sjálfsagðasta og á síðari árum einasta réttlæting vopna- framleiðslu og hernaðar. Engu að síður brýtur þessi réttlæting í bága við helztu undirstöðulögmál kristninnar, svo sem „. . . slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum,“ og „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður“. í upphafi kristninn- ar leysti Ágústínus (4. öld) þetta vanda- mál með þvi að lýsa því yfir, að ofbeldi væri réttlætanlegt ef það væri sýnilega eina leiðin til að ná réttlæti. Nú á dögum er sjálfsvarnarnauðsynin næg réttlæting kristnum mönnurn, þrátt fyrir þá stað- reynd að i millirikjastyrjöld eru hverju ríki yfirleitt aðrar leiðir opnar en þær tvær að drepa eða verða að öðrum kosti drepinn sjálfur. Sjálfsvarnarhvöt mannsins er að nokkru leyti haldið í skefjum af þeirri fé- lagslegu nauðsyn að hafa vinsamleg sam- skipti við annað fólk. En þegar þessi nauðsyn er ekki fyrir hendi, til dæmis þar sem fjarlægðir milli þjóða varna nán- um samskiptum, tekur sjálfbirgingshvöt- in auðveldlega yfirhöndina, og er þá oft réttlætt með tilfinningalegum fordómum byggðum á takmörkuðum upplýsingum. Er þá lausnin sú að reyna að auka nábýli mannanna við hvern annan? Þótt vara- samt geti oft verið að menn þekkist of vel, þá eru hin auknu viðskipti nútimans milli þjóða og auðveldari samgöngur vafalaust spor í rétta átt. Sumir halda því fram að árekstrar milli einstaklinga séu að mestu afleiðing innra jafnvægisleysis og því séu tilraunir til að gera menn sáttari við sjálfa sig (t. d. geðlækningar) árangursríkasta lausnin. Með orðum Jóhannesar XXIII páfa: „Friður mun ekki komast á með mönn- um fyrr en friður rikir í huga hvers og eins þeirra“. Á sama hátt er því haldið fram, að misklið með þjóðum spegli oft misklíð þeirra einstaklinga, sem þjóðirn- ar mynda, og sé því æskilegt að gefa al- menningi þjálfun i lausn persónulegra árekstra (conflict resolution). Þannig mætti hver maður gera það að reglu sinni að láta ekki eigin skoðanir í ljós i rökræðum fyrr en hann hefur lýst skoð- unum andstæðingsins svo hinum líki (role reversal). Ófriður lýtur eigin lögmálum Prófessor Johan Galtung er þó á ólikri skoðun. Hann telur að milliríkjaófriður stjórnist af eigin lögmálum, sem rann- saka þurfi og ráða á bót á alþjóðlegum grundvelli. Hann stingur upp á nokkrum leiðum, sem fært gætu þjóðir heims nær jákvæðum lifrænum friði. í fyrsta lagi mætti byggja frið á deilingu valds. Annað hvort yrði valdið þá í höndum eins aðila (einnar þjóðar eða stjórnar þjóðasam- steypu) eða þá að því yrði deilt jafnt milli allra þjóða, þannig að engin ein eining væri nógu sterk til að yfirbuga aðra. Nú- tímaútgáfa þess konar jafnvægis er jöfn deiling ótta. Þannig má ein þjóð yfirbuga aðra, en einungis með þeirri áhættu að verða sjálfri útrýmt að fullu. Á hinn bóg- inn mætti minnka vald hverrar þjóðar- heildar eða gera það að engu með skipu- lagðri afvopnunaráætlun. Friðarsinnar (pacifistar) halda því hins vegar fram, að hægt sé að koma á friði með einhliða af- vopnun, þar eð vopn hafi enga þýðingu nema þau hitti fyrir önnur álika vopn. í öðru lagi telur Johan Galtung að flókið kerfi samstöðu og andstöðu þjóða gæti styrkt alþjóðasamband. Þannig eru t. d. Venezúela og Bandaríkin annars vegar og Kína og Sovétrikin hins vegar andstæð stjórnmálalega, en tengd á tvo vegu að því er varðar þjóðarauð (Venezúela og Kína bæði fáæk, Bandarikin og Sovétrik- in bæði auðug). Að áliti Galtungs gæti slíkt kerfi þolað því meiri árekstra, því flóknara sem það yrði. í þriðja lagi gæti álika kerfi samstæðna og andstæðna þróazt á persónulegu sviði. Þannig mundu margflókin sambönd, sem myndazt gætu með hjónaböndum fólks af ólíkum kyn- flokkum, skiptiheimsóknum, upplýsingum og starfsemi alþjóðlegra stofnana, mynd- að alþjóðlegt samfélag, sem staðizt gæti árekstra vegna innbyrðis hollustu. Fjórða mögulega lausnin byggist á sameiginleg- um þáttum í félagslegu og pólitísku skipulagi þjóða. Ef þjóðir eru rnjög frá- brugðnar að þessu leyti, er ólíklegt að þær keppi um sama kefli, og geta þá unn- ið hver annarri gagn með viðskiptum. Á hinn bóginn eru félagsleg samskipti auð- veldari með ríkjum, sem lík eru að menn- ingu. í siðasta lagi skal líta á sjálfstæði sem þátt i mögulegu friðarástandi. Ef all- ar þjóðir væru fullkomlega sjálfum sér nægar, þyrftu engin samskipti að fara fram. Slíkt væri þó ekki jákvætt, lífrænt friðarástand og því óraunhæft til lengd- ar. Ef allar þjóðir væru hins vegar svo ósjálfstæðar að mikilli og stöðugri sam- vinnu þyrfti að halda uppi við fjölda annarra þjóða, gæti slíkt net sambanda e. t. v. komið í veg fyrir meiri háttar árekstra. Hér skal þó slá varnagla, sem tæpt var á að ofan. Sýnt er að U-mynduð fylgni á sér stað milli fjölbreytni og dýpt- ar sambands einstaklinga eða hópa ann- ars vegar og styrkleika átaka milli þess- ara eininga hins vegar. Þannig eru átök líklegust og sterkust með einstaklingum eða hópum sem annað hvort þekkjast ekkert eða hafa margflókin og djúpstæð samskipti (t. d. ástvinir), en óliklegust og máttlausust með þeim, sem þekkjast að nokkru marki og hafa einungis hóf- samleg samskipti. Mórallinn er augljós: Vingastu vel við náunga þinn og hugsa hlýtt til hans, en sýn honum ekki hug þinn allan, því þar er margt sem mis- skilið verður. NOKKRAR HEIMILDtR: John Cohen (1968): War and Aggression. A Critical Com- ment on Ethological Reductionism (óútgefin grein). M. Deutsch (1962): A Psychological Basis for Peace. Grein í „Preventing World War III" eftir Q. Wright, W. M. Evan og M. Deutsch (Simon and Schuster, New York). J. Galtung (1968): Peace. Grein í „International Ency- clopaedia of the Social Sciences". D. L. Sill ritstjóri. (Macmillan, New York). L. C. Lewin (1967): Report from Iron Mountain on the Possíbility and Desirability of Peace (Macmillan, London). K. Lorenz (1966): On Aggression (Methuen, London). G. Schwarzenberger (1967): A Manual of International Law (Stevens, London). 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.