Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 62
Soffía Guðmundsdóttir: MðDsncnn um Konunn Lokagrein Þá segir þar frá, þegar Betty Friedan er lögð af stað að leita að hinni glæsi- legu, lukkulegu húsmóður, hverrar ímynd getur að líta í skínandi myndum viku- blaðanna og sjónvarpsauglýsdnganna. Hún fer borg úr borg og leitar að hús- móður, sem hafi góða hæfileika og menntun til að bera og hafi einnig náð að aðlagast húsmóðurhlutverki sínu, fundið sig eiga þar heima, svo það hafi fullnægt persónulegum athafnalöngunum hennar. Rétt er að taka fram, að hún beinir rannsókn sinni mjög að tekju- hærri millistétt og skólagengnum konum, sem langflestar hafa útskrifazt úr fram- haldsskólum um og eftir 1950, og hún er iðulega stödd í nýtízkulegum einbýlishús- um í úthverfum borganna. Er skemmst frá að segja, að henni verður leit að húsmóðurinni alsælu, sem samkvæmt almennum upplýsingum átti að vera á hverju strái. Aftur á móti fer hún að velta því fyrir sér, hvort ekki sé nú eitthvað bogið við allan þennan tíma, sem í mörgum tilfellum fari i hússtörfin. Það geti tæpast verið einleikið með allri þess- ari tækni, hve þau séu umfangsmikil, einkum meðal húsmæðra sem enga aðra vinnu stundi. Hún tekur dæmi um sam- anburð sinn á nokkrum fjölskyldum, sem búa við sambærileg lífskjör, sömu íbúðar- og fjölskyldustærð og svipuð þægindi. Það ber allt að sama brunni: Ef húsmóðirin vann eingöngu heima, voru hússtörfin endalaus, annríkið var yfirgengilegt, og hún var á stöðugu spani að kaupa inn, stússa í garðinum, sjóða, baka, steikja, sauma, þvo, gera hreint, bóna, pússa og svo snúast í kringum allan hinn rafknúna vélakost heimilisins, og hann var í flest- um tilfellum engin smáræðisútgerð. Þar sem aftur á móti konan stundaði aðra vinnu samkvæmt eigin vali og áhuga- sviði eða hafði yfirleitt alvarleg áhuga- mál utan ramma heimilisins, þar sýndi sig, að hún hristi fram úr erminni það, sem gera þurfti, á ótrúlega skömmum tíma. Hún skipulagði betur vinnu sína og notfærði sér betur heimilistæki sín til tímasparnaðar. Hræðslan við tómleikann Þetta virðist höfundi benda til þess, að þvi eindregnar sem konunni sé bægt burt frá samfélagslegum verkefnum í sam- ræmi við getu hennar, þeim mun um- fangsmeiri verði heimilisstörfin hjá henni; hún streitist gegn því að sitja auðum höndum og forðist það tómarúm, sem kynni að myndast. M. ö. o.: sá tími, sem fer í hússtörfin, fer eftir öðrum kröf- um, sem fleiri athafnasvið kunna að leggja henni á herðar. Ef hún hefur eng- in áhugamál, verður henni að tæma alla orku sína í hin daglegu venjubundnu hús- störf. Hin einfalda meginregla, að eitt- hvert starf leggi smátt og smátt undir sig allan þann tíma, sem tiltækur getur verið, sbr. Parkinson og lögmál hans, á fyllilega við um starfsvenjur húsmæðr- anna i fyrrgreindum tilfellum, og þar gæti verið að finna nokkra skýringu þess, að þrátt fyrir öll hjálpartæki, sem í sjálfu sér ættu að spara tíma, fer meiri og meiri tími i hússtörfin. Betty Friedan hefur þegar komið inn á, að það var m. a. innihalds- og tilgangs- leysi húsmóðurhlutverksins, sem hratt af stað kvenfrelsishreyfingunni á sínum tíma og er á okkar dögurn orsök vonleysis og leiða fjölmargra húsmæðra, hvað svo sem hjalað er til vegsömunar þessari stöðu. Hefðu konurnar haldið fast við það að stunda ákveðið starf utan heimilisins og nota kunnáttu sína, hefðu hússtörfin varla lagt meira undir sig en dundið í garðinum eða hverskonar tómstundá- vinna hjá eiginmanninum að sínu leyti. Móðurhlutverkið og heimilisskyldurnar hefðu þá einungis aukið við einum mikil- vægum þætti i líf hennar, gefið þvi meiri fyllingu og gert hennar hlutskipti sam- bærilegt við hlut eiginmannsins. T. d. leynir sér ekki, segir höfundur, að með styttum vinnutíma og auknum frístund- um fá hinir amerísku feður svo augljós- lega aukna gleði af samvistum við börn sín, og þessi ánægja þeirra ber ekki þann keim af áreynslu og áhyggjum, sem móð- irin aftur á móti er seld undir, þegar börnin og uppeldisskyldurnar hvíla mest á henni, eru hennar svið og hennar vinna. Tilgangslaust annríki Annað atriði leggur höfundur áherzlu á, sem hafi verið viðmælendum hennar, húsmæðrum samkvæmt þjóðsögunni, sameiginlegt, hve þær voru öldungis frá- bitnar því að taka að sér nokkur verk- efni félagslegs eðlis utan heimilisins; í hæsta lagi fengust þær til að koma nærri foreldrafélögum, þó án ábyrgðarstarfa, halda basar eða taka þátt í einhvers kon- ar fjársöfnunum. Ekkert þýddi að tala um neitt, sem gerði kröfur til vitsmuna eða sjálfstæðs framlags. Afsökunin var ævin- lega sú sama: þær höfðu ekki tíma, þær máttu ekki missa sig frá heimilinu. Hún ber þetta viðhorf saman við að- stæður í öðrum löndum, t. d. ísrael og Sovétríkjunum, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir, að konurnar séu ekki eingöngu húsmæður, og hún kemst að þeirri nið- urstöðu, að ekkert bendi til þess, að heim- ilin riði til falls vegna annarra starfa kvennanna, né heldur að börnin eða fjöl- skyldulífið sé vanrækt af þeim sökum. Hún segir, að kjarni vandamáls amer- ísku húsmæðranna sé fólginn í því, að þær sóa orku sinni í óþarfa tilgangslaust annríki í stað þess að nota hana í þágu almennra samfélagslegra markmiða, en hún segir líka, að konurnar séu að byrja að átta sig á því, að þær verði ekki í rónni fyrr en þær hafi tekið að nota hæfileika sína; og hún heldur áfram: Vitanlega krefjast vissar hliðar húsmóð- urstarfanna góðra hæfileika og vitrænna hæfileika, svo sem uppeldi barna og unglinga, allt skipulag og rekstur heim- ilishaldsins, fjármálaáætlanir, eftirlit með námi og áætlanir varðandi mennt- un og skólagöngu unglinganna, svo nokk- uð sé nefnt. En það eru einmitt hin ein- hæfu daglegu störf, sem svo til hver og einn getur af hendi leyst, sem taka mest- an tíma og ná að yfirskyggja aðrar og mikilvægari hliðar heimilishaldsins. Kona, sem ljær heimili sínu siðmennt- að yfirbragð, gerir það í krafti eigin per- sónuleika; notalegt andrúmsioft á heim- ilinu skapast vegna góðra eiginleika hennar, en ekki vegna hins tæknilega út- búnaðar, sem hún hefur yfir að ráða, þótt góður sé. Hún þarf ekki einlægt að vera að pússa og pípóla til þess að láta fólki sinu líða vel. Húsmóðir, sem telur sér trú um, að hún hafi tæmt alla skapandi orku sina með einhæfum hússtörfum, hugsar 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.