Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 63
álíka skýrt og ef verkamanninum við færibandið, sem kemur fyrir einni skrúfu, fyndist hann hafa búið til heilan bíl. Þær konur, sem lifa lífi sínu eftir boði þjóðsögunnar um konuna, skortir nægi- lega skýr persónuleg markmið, sem bendi fram á við, inn í framtíðina. Það er eins og visst samband við umhverfið og rás viðburðanna utan heimilisins rofni; líf þeirra skortir markvissan tilgang og innihald. Þessi eyðileggjandi þróun er einmitt innbyggð í þjóðsöguna og gæti túlkazt á þessa leið: Stúlkur fá að skjóta sér undan alvarlegum viðfangsefnum, sem krefjast íhygli og einbeitingar. Þetta gildir bæði innan skólans og í daglega lífinu. Aftur á móti er ætlazt til þess af drengjum, að þeir geti strax á barnsaldri tekizt á við örðugleika daglega lífsins, og það er reynt að glæða þá eiginleika, sem væntanlega geri þá hæfa til þess. Stúlk- unum leyfist að flýja allt slíkt inn í heim dagdrauma og óraunveruleika. Hvar endar þetta? spyr höfundur. Hvert leiðir sú þróun, að þjóðsagan nær annars vegar að hylja tómleika húsmóð- urhlutverksins og hins vegar að örva stúlkur til þess að víkjast undan eigin persónulegum vexti, en lifa heldur gegn- um aðra, fríaðar allri ábyrgð? Ekki á prinsa að treysta Samfélagið gerir það sem í þess valdi stendur, til þess að piltarnir taki út sinn vöxt og þoli þá örðugleika, sem því fylgja. Það ætlast til þess að þeir verði fullorðnir og hæfir til að taka við af fyrri kynslóð. Hvers vegna eru stúlkurnar ekki hvattar og studdar til slíks hins sama, svo að einnig þær megi öðlast nægilega skýra sjálfsvitund, sem geti vikkað starfssvið þeirra og losað þær frá hinu rangtúlk- aða vali milli svokallaðs kvenleika og persónulegrar mótunar? Það er kominn tími til, og þótt fyrr hefði verið, að fara nú að vekja allar þessar steinsofandi Þyrnirósir upp til nýs lífs, nýs vaxtar. Það er ekki á neina prinsa treystandi í þeim efnum, heldur er hér á ferð samfélagslegt verkefni, og síðast en ekki sízt kemur mest til kasta hverrar einstakrar konu, að hún afneiti hinu óvirka síbernska ó- sjálfstæði og þeim vanþroska, sem hefur verið talinn merkja það sama og kven- leiki. Það eru engar ýkjur að segja, að sú stöðnun, sem milljónir amerískra kvenna eru seldar undir, jaðri við sjúk- legt ástand; og Betty Priedan spyr: Hve hæfir uppalendur eru þessar konur, þó aldrei nema þær séu yfir börnum sínum alla daga, sem ekki hafa sjálfar náð ákveðinni mótun á eigin persónuleika, né heldur náð að þroska með sér sjálfstæð viðhorf, sem þær megni svo að hafa að leiðarljósi við uppeldi barna sinna? Þetta á sér stað einmitt á sama tíma og hið ópersónulega ómennska yfirbragð fjöldamenningarinnar færist sífellt í aukana. Mannleg ímynd verður æ meir steypt í sama mót, og nauðsyn þess bæði fyrir karla og konur að öðlast sterka, skýrt mótaða sjálfsvitund verður æ meir knýjandi, beinlínis til þess að fá staðizt þennan sívaxandi þunga frá áhrifum fjöldamenningarinnar. Það er mjög nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hvernig staða konunnar sem húsmóður getur skapað kennd tóm- leika og firringar með henni. Vissar hlið- ar húsmóðurstarfanna gera það svo til ómögulegt fyrir konu með meðalþróaða greind að byggja upp á þeim grundvelli eða varðveita með sér vitundina um á- kveðna sjálfsimynd, þann kjarna sjálfs- vitundar, sem enginn einstaklingur, karl eða kona, getur komizt af án. Það hefur löngum verið sagt, að mennt- unin hafi ruglað kvenfólk í ríminu og gert því örðugt að aðlagast húsmóðurhlut- verkinu. Menntunin örvar hinn andlega, vitsmunalega vöxt; hún miðlar því, sem mannsandinn hefur uppgötvað og skapað í tímanna rás; hún gerir manninum mögulegt að móta örlög sín, skapa sína eigin framtíð. Hafi menntunin gert það að verkum, að fleiri og fleiri konum finnst þær vera innilokaðar, að húsmóðurhlut- verkið þrengi að þeim, þá er vissulega rétt að líta á það sem eindregið merki þess, að konan hafi vaxið upp úr hefð- bundnu hlutverki húsmóðurinnar. Spurningin um það, hvernig manninum geti hlotnazt á sem fullkomnastan máta að þjálfa og nýta hæfileika sína og þar með öðlazt skýra sjálfsímynd, er vanda- mál, sem menn hafa löngum velt fyrir sér. Þeir, sem um þjóðfélagsleg og sálfræðileg málefni fjalla, fást æ meir við þessa spurningu. Þetta hefur sínar góðu og gildu ástæður. Fyrri tíma fræðimenn settu fram þá hugmynd, að persóna mannsins ákvarðist af þeirri vinnu, sem hann innir af hendi. Sjálfsímynd hvers og eins ákvarðaðist af starfi því, sem hann vann sér til lífsfram- færis og til þess að ná valdi yfir aðstæð- unum hverju sinni. í þessum skilningi var sjálfsímyndin mjög bundin við likams- orku og styrk meðan menn hlutu að líta á vinnuna sem tæki til að halda lífinu áfram. Nú á dögum er vandamál sjálfs- ímyndar mannsins allt annars eðlis. Vinnan, sem hefur ákvarðað stað manns- ins í samfélaginu og sjálfsvitund hans, hefur einnig náð að breyta umhverfinu. Framþróun þekkingarinnar hefur gert manninn sífellt óháðari umhverfi sínu. Likamsorka og sú vinna, sem nauðsynleg er til lífsins uppihalds í þrengsta skiln- ingi, er ekki lengur nægileg til að ákvarða sjálfsímynd hvers og eins. Það sést glöggt i bandarísku nægtaþjóðfélagi nú- tímans, þar sem menn þurfa ekki lengur að vinna allan daginn sér til lífsframfær- is. Menn hafa áður óþekkta möguleika á að velja sér starf, og þegar daglegri vinnu sleppir, hafa þeir til eigin umráða tíma, frístundir, sem fyrr á tímum var einnig lítt þekkt fyrirbæri. Mikilvægi vinnunnar Þá kemur skýrt í ljós, hvert hið eigin- lega inntak vandamálsins um sjálfs- imyndina er á okkar dögum, bæði hvað konunum viðkemur og í vaxandi mæli gagnvart körlum. Mikilvægi vinnunnar fyrir manninn verður augljóst, ekki bara sem tækis til þess að tryggja afkomu hans, uppfylla efnislegar þarfir, heldur sem lykils að persónuleika mannsins. Það er fyrst og fremst vinnan, sem færir hverjum og einum þá kennd, að hann til- heyri samfélaginu. Vinnan er uppspretta og skapandi hinnar mannlegu Efálfs- ímyndar og hreyfiafl mannlegrar per- sónulegrar þróunar. Vandamál sjálfs- ímyndar mannsins í nútíma bandarísku þjóðfélagi virðist eiga upptök sín i þeirri staðreynd, að með aukinni tækni og vél- væðingu hefur vinnan náð að skapa kennd firringar með mönnum. Þau nánu tengsl við verkefnin og markmiðin með vinnunni, sem megna að vekja starfs- áhuga, viljann til að leggja sitt fram, hafa fjarlægzt. Margir eru þeir, sem aldrei munu finna lífi sínu neinn slíkan tilgang. Innantómt annríki og span leiðir ekki til neins. Það er ekki heldur nóg í sjálfu sér einungis að tryggja afkomu sína, maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mergurinn málsins er sá, að áliti ýmissa félags- og sálfræðinga, að sjálfs- ímynd mannsins mótast fyrst og fremst gegnum störf, sem krefjast sjálfstæðs, skapandi framlags og hafa samfélagsleg- an, sammannlegan tilgang. Frumherjar og baráttukonur kven- réttindahreyfingarinnar sáu glöggt, að menntunin og rétturinn til slíks framlags á þjóðfélagslegan mælikvarða var brýn- asta þörf kvennanna. Þær börðust fyrir rétti kvenna til að ávinna sér skýra sjálfs- ímynd, og þær unnu sigur. En það er einungis lítill minnihluti afkomendanna, sem hefur kosið að beina menntun sinni og hæfileikum að markmiðum, sem krefjast skapandi framlags og sjálfstæð- is. Hve margar skyldu þær vera, sem kusu að skjóta sér bak við titilinn hús- móðir, með kvenleikann að yfirvarpi? Það er ekkert smáræði að hafa valið rangt. Við vitum öll ofurvel, að hæfileik- ar kvenna eru öldungis eins margbreyti- legir og víðtækir og hæfileikar karl- manna. Um konur gildir nákvæmlega það sama og karla, að sjálfsímynd þeirra getur einungis náð að mótast með starfi, sem fær knúið fram þá hæfileika, sem hver og ein hefur yfir að ráða. Kona get- ur ekki náð persónulegri mótun, skýrri sjálfsímynd gegnum aðra, eiginmann eða börnin sín, né heldur með hinum slæv- andi, einhæfu hússtörfum. Síðan segir á þessa leið: Ef konurnar fara nú ekki að taka líf sitt nægilega al- varlega til þess að þær noti þá möguleika, sem þeim standa opnir, og þjálfa hæfi- leika sína eftir því sem efni standa til, þá eru þær þar með að sólunda lífi sínu. Það er sóun að lifa án markmiða, án tilgangs og innihalds i lifi sínu, án framtiðaráætl- ana, sem ná út fyrir það tiltölulega stutta skeið ævinnar, þegar konan er að upp- fylla hið kvenlega liffræðilega hlutverk sitt. Konur nú á dögum mega ekki gleyma því, að með hækkandi meðalaldri, sem er staðreynd í þróuðum löndum, geta þær búizt við að lifa 30—40 ár eftir að þær hafa lokið barneignum, jafnvel lengur, því að mæðurnar eru eins og fyrr hefur verið greint yngri og yngri. Þær mega ekki heldur gleyma þvi, að atburðarásin í heiminum gengur sinn gang, lifið renn- ur framhjá þeim, ef þær ætla einungis að sitja í stofu sinni og horfa á. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.