Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 3
Hrísdal, Miklaholtshreppi 26. febrúar 1972. Herra ritstjóri. í byrjun bréfs míns vil ég óska þér og ykkur Samvinn- unni góðs árs og þakka sam- veruna á liðnum árum. Nú eru tvö ár síðan ég gerðist áskrif- andi, og ég hefi oft gluggað í timariti áður; les ég það núna spjaldanna í milli. Þegar ég sá titilblað 6. blaðs- ins 1971, hlakkaði ég meir til lesturs en venjulega, því efnið er mér sérstaklega hugfólgið. Ekki var ég svikinn. Hring- borðsumræður þessar fannst mér vera góðar; þó saknaði ég leikmanns í „hringinn". Ég þykist vita, að þú sjálfur hafir haft það hlutverk með höndum, og var það vel af hendi leyst. Samt hefði mátt bæta við ein- um eða einni þeirra „efa- gjörnu". í hópi kirkjunnar manna fannst mér séra Sigurður Páls- son vera yngstur ykkar, eftir þátttöku og viðbrögðum að dæma, þó hann sé orðinn sjö- tugur að árum. Svona hugsa ég mér presta okkar tíma: gagn- menntaðir guðfræðingar sem eru ennþá glóandi heitir af trú og bera þennan trúareld með sér hvar sem þeir fara. Þeir standa sem klettar í hafi erfið- leikanna, sem steðja að úr öll- um áttum. Ég hef á tilfinning- unni, að margur guðfræðingur gleymi að hlúa að þessum eldi, svo hann slokkni í lokin og eft- ir verði bara bókstafurinn sem aðalviðfangsefni í námi og seinna í fræðimennsku. Mér finnst þetta dapur sannleikur. Það tíðkast nú á dögum alltof víða, að fagmenn eða sérfræð- ingar, eins og þeim er kærara að heita, eigi ekki til að bera nema faglærdóminn. Menn vilja oft ekki læra starf, nema það sem gefur mest í aðra hönd, hvað sem líður löngun eða köllun til þess, sem á að veita gleði og fullnægingu, góða lífsafkomu og verðleika í samfélaginu. En hvað verður þá um ábyrgð og samvizkusemi? Eru það einungis „hlutir“, sem fóru fyrir borð, þegar átökin í námi voru sem mest, eða hef- ur þeim verið kastað? En snúum aftur til umræðn- anna. Þær eru prýðilega lífleg- ar og víðtækar, en vantar eins og ég drap á í byrjun meiri leikmannaþátttöku, þar sem fyrirsögnin er „Kirkjan og samtiminn". Þar mætti heyra álit og tillögur úr hópi okkar, sem myndum í raun og veru „kirkjuna“, að mínu áliti þeirra sem gera sér far um að reyna að minnsta kosti að breyta sem systkin Krists. Trúin og pyngjan hafa um aldir verið á öndverðum meiði. í umræðunni um hippasiðgæði kemur i Ijós, að þær, trúin og pyngjan, hafa í rauninni kom- ið þessari ungmennabyltingu af stað. Trúin á pyngjuna var svo sterk, en pyngjan brást. Hún var nógu öflug til að reka stríð, en aftur á móti ekki nógu öflug til að byggja upp innri og ytri rústir, sem þetta stríð olli. En hugtakið „siðgæði" hefði mátt skýra betur. Að mínu áliti er þessi ung- mennabylting djúptækari en menn vilja viðurkenna. Við rekumst á áhrif hennar dags- daglega í okkar minnsta sam- félagi, fjölskyldunni. En er ekki lagt kapp á það að leiða hjá sér hugsanir um óþægilegar staðreyndir, sem við vitum (eldri kynslóðin) að við kynn- um að nokkru leyti að bera ábyrgð á? Það mætti eitthvað segja um hverja „umferð“, sem ég kalla hina ýmsu þætti í umræðun- um, en vildi bara bera fram þá tillögu, að taka þesskonar efni upp í námshringi í bréfa- skóla SÍS. Það mætti segja mér, að margur opni hug sinn þar betur en ella, og fengi betri Ný hjólbarðaþjónusta <$>HJÓLBARÐAR Höföatúni 8-Símar 86780 og 38900 Aðal sölustaður YOKOHAMA hjólbarða 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.