Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 5
Lamb starfaði á árunum 1792—1825 sem ritari hjá Austur-Asíufélaginu. Hinn reglubundni skrifstofutími átti í rauninni mjög illa við lundar- far hans, og honum veitti erfitt að vera stundvís. Dag nokkurn sagði yfirboðari hans við hann: — Ég hef fyrr látið þess get- ið við yður, að þér komið of seint á skrifstofuna á hverjum degi. — Já, herra, svaraði Lamb, en þá verðið þér líka að hafa hugfast, að ég yfirgef hana snemma. Kristin (1627—1689), Svía- drottning 1632—54, dvaldist í París þegar blævængirnir kom- ust í tízku þar. Margar af hirðmeyjum hennar spurðu hana þá, hvort þær mættu ekki líka nota þá. — Þess gerist ekki þörf, svaraði drottningin. Þið eruð alveg nógu rembilátar! Samuel Johnson (1709— 1784), enska skáldið, gagnrýn- andinn og fagurkerinn, varð eitt sinn fyrir því, að við fasta- borð hans í kránni settist held- ur vitgrannur maður, sem hafði heyrt mikið látið af fyndni Johnsons, og tók hann hverri setningu hans með hvellum hlátri. Smámsaman varð þetta Johnson nálega óþolandi, og hann muldraði við einn vina sinna við borðið: — Ég er greinilega ekki í essinu mínu í kvöld, úrþví þessi fáráðlingur virðist skilja allt sem ég segi. Eitt sinn kvartaði Oliver Goldsmith við Johnson yfir vinsældunum sem ritsmíð Beatis, „Tilraun um sannleik- ann“, hefði hlotið. — Furðulegt, sagði Gold- smith, — að láta svona mikið með mann sem hefur ekki skrifað nema eina einustu bók — Guð útskúfi yður? Hann getur útskúfað hertoganum af Marlborough og eftilvill Sir Godfrey Kneller, en fyrir alla muni ímyndið yður ekki, að hann fari að gera sér það ómak að útskúfa yður! Konstantín mikli (288—337), rómverskur keisari frá 306, var eitt sinn hvattur til að láta hefja leit að þeim sem höfðu skemmt andlitið á styttu af honum. Konstantín þuklaði á sér andlitið og sagði: — Já, en þeir hafa ekki unnið mér neitt tjón! Charles Lamh (1775—1834), enskur ritgerðasmiður og gagn- rýnandi, sat einhverju sinni yfir spilum og veitti því þá eftirtekt að spilanautur hans hafði allt annað en vel hirtar hendur. Eftir að hann hafði um stund virt fyrir sér skítuga hrammana sagði Lamb: — Martin, ef skítur væri tromp, hvílíka hönd hefðirðu þá ekki! Rafritarinn BROTHER fer sigurför um landið - Verð aðeins kr. 23.756,00. SPJALDSKRÁR- KASSAR í öllum DIN-stærðum. Borgarfell Skólavörðustíg 23 Sími 11372 Hangikjöt er hátíðamatur Fjölskyldan byrjar dnœgð hdtíðina með hangikjöti frd okkur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.