Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 13
Þorleifur Einarsson: Um gróður og jarðveg á forsögulegum tíma ViSbrögð landsmanna Undirtektir landsmanna við stofnun þessara samtaka — Landverndar — voru með ein- dæmum góðar. Yfir 50 félög eiga nú aðild að þeim, og fjöl- rnargir einstaklingar og stofn- anir styrkja þau með fjárfram- lögum. Markmið Landverndar eru margþætt, bæði nátúruvernd og varnir gegn hverskonar mengun, en á vettvangi gróður- farsins, sem hér er til umræðu, er stefnumarkið að stuðla að heftingu gróður- og jarðvegs- eyðingar og styðja að hvers- konar landgræðslu með virkri þátttöku almennings. Hér er um stórt og mikið viðfangsefni að ræða, og það varpar ef til vill nokkru ljósi á umfang þess og inntak, að enn virðast menn ekki á einu máli um það, hvort náðst hafi, þrátt fyrir áratuga starf, jöfn- uður milli þess lands, sem eyð- ist, og hins, sem upp er grætt. En hvernig sem þeim reikn- ingsskilum er farið, verður ekki um það deilt, að jöfnuður í þessum efnum er aðeins áfangi á langri leið. Eftir er þá sóknin yfir jafnaðarlínuna inn á auðn- ina, í byggð og afréttum, eftir því sem skynsamleg vinnu- brögð standa til. Þessa sókn verður að byggja á þekkingu á orsökum þeirrar gróðurfarseyðingar, sem orðið hefur hér á landi. Og þegar þær eru að fullu kunnar, beitum við svo öllum tiltækum ráðum til alhliða gróðurverndar og end- urgræðslu þess lands, sem upp hefur blásið. Mennt er máttur, segir mál- tækið. Fræðsla í þessum efnum er því mikilvæg. Hún á að vekja skilning alþjóðar á viðfangs- efninu. Af skilningnum sprett- ur svo áhuginn og viljinn til þátttöku í landverndarstarf- inu. Af þessum sökum öllum er það fagnaðarefni, að land- græðslumálin hafa verið tekin til umræðu og athugunar á þessum vettvangi. Gróðureyðing og uppblástur hafa verið mjög til umræðu að undanförnu. Reynt hefur verið að gera tölulega grein fyrir jarðvegs- og gróðureyðingunni og helztu orsökum hennar. Til viðmiðunar um gang gróður- og jarðvegseyðingar er vita- skuld nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvern- ig landið hefur iitið út, áður en maðurinn og búpeningur hans kom til sögunnar hérlend- is fyrir 11 öldum. Heimildir um landshætti — gróður og jarð- veg — eru auðvitað gloppóttar og að heita má eingöngu jarð- fræðilegar. Verður vikið nokk- uð að þeim gögnum, sem vitn- eskju veita, og dregnar af þeim ályktanir um sögu gróðurs og jarðvegs frá ísaldarlokum og fram að landnámi. JarSvegur Jarðvegs- og gróðurþekja hvers lands er, auk loftslags og veðurfars, mjög háð gerð berg- grunns þess, enda eru m. a. afrennslishættir háðir berg- gerðinni. Hér á landi má skipta berg- eða jarðvegsgrunninum í tvo meginflokka. Annars vegar er hinn þétti berggrunnur blá- grýtissvæðanna, þar sem vatn rennur af á yfirborði og mynd- ar dragár, og hins vegar mó- bergs-, grágrýtis- og hrauna- svæði landsins, þar sem úrkom- an hripar niður og vatnið kem- ur síðan fram í lægðum og dældum sem lindavatn. Þessu er og svipað farið, þar sem laus jarðlög svo sem möl, sandur og vikur mynda jarðvegsgrunn. Af þessum sökum veldur vatns- rof jafnan meiri eyðileggingu á jarðvegi á blágrýtissvæðun- um en á svæðum, þar sem lek jarðlög eru undir. Á síðast- nefndu svæðunum þornar jarð- vegur fremur fljótt, svo að þar er hættara við jarðvegseyðingu af völdum vinds, þ. e. upp- blæstri. fslenzkum jarðvegi er skipt í tvo meginflokka, annars veg- ar þurrlendis- eða móajarðveg, sem oft er í daglegu tali nefnd- ur mold, og hins vegar í vot- lendisjarðveg, sem við könn- umst mætavel við sem mó eða torf í mýrum. Þurrlendisjarðvegurinn er einkum gerður úr smágerðri bergmylsnu, sem vindur hefur feykt af áreyrum, melum og söndum, svo og úr gosösku, sem dreifzt hefur yfir landið í eldgosum eða fokið úr ösku- flákum í nágrenni eldfjalla. Með tímanum hefur á þennan hátt orðið til misþykk jarðvegs- hula. Votlendisjarðvegurinn hefur hins vegar einkum orðið til þar sem blautt er, en hann er einkum myndaður úr plöntu- leifum, sem ekki hafa náð að rotna sökum vatnsaga. Á þenn- an hátt hafa víða orðið til þykk lög af mó. Mýrar eru hér á landi tiltölulega víðáttumiklar sökum lágs lofthita og mikillar úrkomu. Gróðurfarssaga Á myndunarskeiði blágrýtis- ins á tertíer uxu hér á landi bæði lauf- og barrskógar, svip- aðir þeim skógum, sem nú vaxa um sunnanverða Evrópu og í austanverðum Bandaríkjunum, enda var loftslag þá heittempr- að. f fimbulkuldum á ísöld, sem hófst fyrir þrem milljónum ára, huldu jöklar nær allt land- ið. Þá dó út allur hinn kulvísi gróður en eftir hjörðu einungis harðgerðustu plöntur. Sumar þeirra hurfu reyndar aðeins um stundarsakir úr flóru lands- ins á jökulskeiðum en námu land á ný á hlýskeiðum á milli jökulskeiða. Af þessum sökum varð íslenzka gróðurríkið svo tegundasnautt sem raun ber vitni. Þetta bendir til þess að íslandsálar hafi á ísöld verið orðnir svo breiðir, að flestar hinna kulvísu plantna áttu ekki afturkvæmt, þótt vaxtar- skilyrði myndu hafa verið nægjanlega góð til þess að þær gætu þrifizt. Síðasti fimbulvetur eða jök- ulskeið ísaldarinnar gekk í garð fyrir u. þ. b. 70.000 árum og stóð þar til fyrir um 10.000 árum. Jökulskjöldur huldi þá nær allt landið, nema einstaka fjallsrana og dalahlíðar norð- anlands. Á þessum jökullausu svæðum er af sumum talið, að nær helmingur íslenzku flór- unnar hafi hjarað af. Þegar jökla tók að leysa fyrir tæpum 20.000 árum og landið losnaði Hákon Guðmundsson. Hvað ungur nemur gamall temur. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.