Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 17
Hákon Bjarnason: Úrræði til landbóta fyrr og síðar Hér að framan hefur verið rakið, hvaða orsakir prófessor Sigurður Þórarinsson telur að valdið hafi gróður- og jarð- vegsskemmdum á íslandi, enda leikur það ekki lengur á tveim tungum, að hin upphaflega or- sök landskemmdanna er búset- an á þessu harðbýla landi, hin þrákelknislega barátta manns- ins við náttúruna til þess að halda lífi í sér og sinni ætt. Á tveim síðustu áratugum aldarinnar sem leið vöktu ýms- ir máls á því, að í hreint óefni væri komið sakir þrotlausrar rányrkju. Meðal þeirra má nefna Þorvald Thoroddsen, séra Jón Bjarnason í Winnipeg og Sæmund Eyjólfsson, sem allir voru mikilhæfir menn hver á sínu sviði, þótt þeir séu nú flestum íslendingum gleymdir nema kannski Þorvaldur Thor- oddsen. Ég var beðinn um að lýsa því, hvaða kosti menn höfðu til að bæta það, sem úr- skeiðis hafði farið fram til síð- ustu aldamóta, en þá hafði landið verið byggt í þúsund ár. Hér var úr vöndu að ráða, og í raun og veru var þá ekkert unnt að gera gróðri og landi til bjargar, þótt menn vissu að nauðsyn bæri til. Að vísu hefði ef til vill verið unnt að hlífa gróðri við beit og traðki á ýms- um svæðum, en þess var lítill kostur, þegar allir urðu að bjarga sér sem bezt gat orðið. Á þessum tíma þekktu menn ekki girðingar um lönd, þegar frá eru tekin smágerði um einstaka tún og garðlönd úr grjóti eða snyddu. Girðingarefni fer ekki að flytjast til landsins að marki fyrr en á fyrsta og öðrum ára- tug þessarar aldar. Af þeim sök- um höfðu menn engin úrræði til að spyrna við fótum og hefta gróðureyðinguna fyrr en kemur fram á þessa öld. Að vísu höfðu einstöku menn í Landsveit og víðar reynt að hefta sandfok með grjótgörðum, en slíkt kom auðvitað að litlu haldi meðan allt land var ófriðað. Sú aðferð hefur eflaust tíðkazt hér um langt skeið á örfáum stöðum, eins og þegar séra Björn i Sauðlauksdal lét hlaða sand- varnargarðinn Ranglát um miðja 18. öld, en Björn var fæddur í Selvogi, þar sem verið hefur sandágangur frá sjó frá elztu tímum, og má vera að hér sé samband á milli. Þá höfðu og ýmsir menn reynt að hlífa skógum sínum eftir megni á ýmsum tímum eins og Jón- atan á Þórðarstöðum og séra Sigurður á Hallormsstað. En slíkir menn voru alltof fáir. Óskapleg eyðing Við megum því hafa það fyr- ir satt, að í þann mund sem ísland hafði verið byggt í 1000 ár hafði ekkert að gagni verið gert til að sporna við eyðingu gróðurs og jarðvegs, og eyðing- in var orðin óskapleg. Við get- um farið mjög nærri um, að um síðustu aldamót hafi að minnsta kosti helmingur hins upphaflega gróðurlendis á ís- landi verið farinn veg allrar veraldar. Þetta er ekki einber ágizkun; þetta er unnt að mæla með nokkurri nákvæmni. Nú vitum við líka, að Ari fróði sagði satt og rétt frá, að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, er það fannst. Skógur, birkikjarr og kræða munu hafa þakið um eða yfir 40.000 ferkílómetra lands á þeirri tíð. En með þessu er ekki nema hálfsögð sagan um síðustu aldamót. Skógur og kjarr þakti þá ekki nema um fertugasta hluta þess, sem áður var, og það land, sem enn var gróið, var orðið svo ófrjósamt og úr sér gengið, að mér er óhætt að fullyrða, að hávaðinn af ís- lenzkum gróðri stóð þá í svelti. Hvernig — hvenær? Þegar við virðum fyrir okkur hið ömurlega ástand um alda- mótin, vakna strax tvær spurn- ingar: Hvernig mátti þetta verða, og hvenær varð þessi mikla gróður- og landeyðing? Af ýmsum heimildum má ráða, að gróðureyðingin fer hægt af stað framan af öldum, en fer sívaxandi er tímar líða. Skógar hverfa víða eftir tveggja, þriggja og fjögurra alda búsetu, og svo fer öðrum gróðri að verða hætt. Jarðvegseyðingin kemur á eftir, og eftir því sem ég hef komizt næst, hefst hún ekki að marki fyrr en um og Unnið að grisjun Síberíulerkis á Hallormsstað. Lerkinu var plantað áriö 1938 og er árlegur viðarvöxtur þess nú 7,2 teningsmetrar á ha. Ljósm.: Sig. Bl. 1970. eftir aldamótin 1700. En þá magnast hún óðfluga um land allt, og víða keyrir um þverbak á 19. öldinni. Við vitum að um 1700 breyt- ast búskaparhættir hér á landi, sauðfé fjölgar til muna, en nautgripum fækkar; og þrátt fyrir mikil felliár inn á milli, leggja menn ávallt meir og meir upp úr fjárbúskap vegna ullarinnar, sem var orðin betri markaðsvara en áður, og síðar kom svo sauðasalan til Skot- lands. Sauðirnir voru hræði- legur skaðvaldur á öllum gróðri, og þótt þeir hafi gefiö gull í hönd um nokkurt skeið, þá hefur tjónið af völdum þeirra á gróðri og jarðvegi ver- ið mörgum sinnum meira en gullinu nam. Þetta mætti sýna með ótal dæmum, ef tími væri til. Þá hefur kolabrennslan haft feikn mikla þýðingu í sambandi við skógaskemmdir. Þórarinn Þórarinsson skólastjóri hefur reiknað út, að árlega hafi bændur landsins þurft skóg af allt að 500 hektara landi til þess að dengja við ljái sína. Því varð það íslenzku skóg- lendi til hins mesta happs, þeg- ar Torfi Bjarnason í Ólafsdal kenndi mönnum að nota skozka ljái í stað gömlu ein- járnunganna seint á öldinni sem leið. Og þá var það ekki síður öllum gróðri happ, að sauðasalan til Skotlands lagð- ist niður. Ef svo hefði haldið áfram eins og horfði fyrir síð- ustu aldamót, er hætt við að nú væri auðn ein víða þar sem gróðurinn heldur enn velli. En fyrir þetta tvennt, að kolagerð leggst niður og sauðasala hætt- ir, þá varð svolítið hlé á álaginu á gróðurinn um stundarsakir. 70 ára viðleitni Þótt íslendingar hefðu skrif- að og skeggrætt um eyðingu lands og gróðurskemmdir i eina tvo áratugi fyrir síðustu alda- mót, varð þeim skotaskuld úr því að hefja framkvæmdir. Það var danskur maður, sem hratt þessum málum af stað, Carl Ryder að nafni og sjó- liðsforingi að mennt. Að vísu lagði Ryder allt kapp á að rækta skóga, en þeir, sem með honum völdust til starfa, Prytz og Flensborg, komu fljótt auga á nauðsyn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.