Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 18
Mynd af girðingunni um Hallormsstaðaskóg, sem tekin var 1906, árið eftir að hún var reist. Hún sýnir að lítill eða enginn munur var á gróður- fari utan og innan girðingarinnar. Myndina tók C. E. Flensborg, en sá sem við girðinguna stendur er eftirmaður hans á íslandi, A. F. Kofoed- Hansen skógrœktarstjóri. Skógargirðingin á Hallormsstað var reist 1905. Landið innan hennar fékk allgóða friðun fram til 1940, en fram að þeim tíma var ávallt nokkur beit í skóginum. Eftir 1940 má telja að landið hafi verið alfriðað. Myndin sýnir hvaða möguleikar bárust landsmönnum í hendur, er þeir gátu fengið ódýrt efni til girðinga. Gróðurfarsbreytingin er miklu meiri en myndin sýnir, því að undirgróður skógarins er blómlendi, graslendi og lyngmói, en utan girðingar eru þursaskeggsmóar með eintómum sultargróðri. (Landmœlingar íslands). þess að hefta gróðureyðingu, og voru svo þessi störf undir ein- um hatti í svo sem áratug unz þessar greinir voru aðskildar. Þess ber og að geta, að norðan- lands hófu þeir Páll amtmaður Briem, Stefán Stefánsson kenn- ari og Sigurður Sigurðsson síð- ar búnaðarmálastjóri störf í svipaða átt og þeir Ryder, en þeirra störf fóru fljótt meira á dreif og urðu því ekki að sama gagni. Nú hefur verið unnið að skógrækt og landgræðslumál- um yfirleitt í 70 ár rösk, og á sama tíma hefur mikil túnrækt farið fram. Mætti því ætla, að ástandið í gróðurmálum íslend- inga væri orðið harla gott og að landið væri að gróa upp hröð- um skrefum. Því miður er slíkt víðs fjarri. Við höfum að vísu aflað okk- ur þekkingar á ýmsum sviðum og vitum miklu meira um gróðurskilyrðin en þeir, sem uppi voru um aldamótin, og nú kunna þúsundir manna að gróðursetja tré, en á þeim tíma voru slíkir menn varla fleiri á öllu landinu en telja mátti á fingrum beggja handa. Reynslan hefur kennt okkur, að hér má víða rækta margar tegundir trjáa með góðum hagnaði, og auk þess hafa ver- ið fluttar til landsins aðrar teg- Síberíulerki í Mörkinni á Hall- ormsstað. Lerkið var gróðursett 1922 og er hœð þess nú röskir 12,7 metrar. Ljósm.:H.B. 1971. undir plantna, sem gefa meiri uppskeru en innlendur gróður. Um þetta atriði ræðir Snorri Sigurðsson hér á eftir. Aldrei stærri áhöfn en nú Alls höfum við tekið til ræktunar og friðunar eitthvað um 300 þúsund hektara lands, og er þá allt tínt til sem rækt- un nefnist: Tún, skógrækt og almenn landgræðsla. — 300.000 hektarar eru þrátt fyrir allt ekki nema 3 hundraðshlutar af flatarmáli landsins alls og um 6% af því landi sem gróið var á landnámsöld. Ef miðað er við stærð gróðurlendisins í dag, þá höfum við tekið milli 1/6 og 1/7 af landinu undir okkar umsjón og hlynnum að því eftir föng- um. 5/7 til 6/7 af öllu gróðurlendi íslands í dag er hinsvegar nytj - að á sama hátt og forfeður okk- ar hafa gert í 30 ættliði. Sakir aukinnar ræktunar og ódýrs, innflutts fóðurbætis hefur á- höfnin á landinu aldrei verið meiri en nú. Þrátt fyrir nokkru betri meðferð búpenings en áð- ur tiðkaðist, þá er það alveg víst, að hinu ófriðaða gróður- lendi íslands hefur aldrei ver- ið hættara en nú, en um það mun Ingvi Þorsteinsson ræða hér á eftir. Ég vil aðeins benda á, að ítala í allt land er orðin yfirþyrmandi nauðsyn, enda eina ráðið til skjótra bóta, en það er ömurlegt að hugsa til þess, að sum undanfarin ár hefur verið varið 10 sinnum meira fé til útflutningsuppbóta á landbúnaðarafurðir en varið var samanlagt til skógræktar og landgræðslu. f raun og veru var því þannig háttað, að við höfum varið 10 sinnum meira fé til landeyðingar en land- bóta. Mál er að linni. Eftirmáli Ingi Tryggvason, sem ráðinn hefur verið sem blaðafullrúi Stéttarsambands bænda, fann sig knúinn til að gera athuga- semdir við þetta erindi mitt, eftir að það var lesið í útvarpið. Ég hef ekki nennt að elta ólar við hann út af því, en ég vil biðja þá lesendur, sem lesið hafa eða heyrt athugasemdir Inga, að reyna að finna ein- hverja skynsamlega ástæðu til þess, að hann skuli hafa verið með ýmisskonar getsakir í sambandi við erindið. Hér er ekki skýrt frá öðru en því sem er satt og rétt, og er miðað við meðaltal nokkurra undanfar- inna ára. Því hlýtur eitthvað annað að liggja til grundvallar en ást á sannleikanum. Mér datt aðeins í hug gamli máls- hátturinn: Hann nefndi lamb og leit á mig. Hákon Bjarnason. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.