Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 19
Ingi Tryggvason: Um landvernd og landsnytjar Sunnudaginn 5. desember sl. var fluttur í útvarpi þáttur um þróun gróðurs á íslandi. Þáttur þessi var í umsjá Ingva Þor- steinssonar, magisters, og var hann um margt bæði fróðlegur og skemmtilegur. Töldu flytj- endur þáttarins, að höfuðorsök þeirrar gróðureyðingar, sem orðið hefur síðan á landnáms- öld, megi rekja til nytjunar landsins sem beitilands, þótt eldgos og illæri hafi þar einnig átt nokkurn hlut að. Málflutningur þeirra manna, sem töluðu í þætti Ingva, var yfirleitt hófsamlegur og rök- rænn. Full þörf er að vekja at- hygli á því, sem miður fer í samskiptum okkar við land og gróður. Slíkum ábendingum taka allir vel, ef þær eru fram settar af þekkingu og sann- girni. Einn flutningsmanna, Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, þótti mér þó fullyrðinga- gjarn úr hófi og því líkast, að málflutningur hans mótaðist af andúð og þekkingarskorti á ákveðinni atvinnugrein í land- inu. Um nokkurt skeið hefur misvitrum oflátungum, sem slitnað hafa úr tengslum við uppruna sinn, þótt hæfa að hafa íslenzkan landbúnað og landbúnaðarvöru að skotspæni. Er þess skemmst að minnast, að í Stúdentablaði 1. des. sl. kallar höfuðskáld þjóðarinnar íslenzkt dilkakjöt „horkjöt með fitulopa". Virðist þeim góða manni gleymast, að jafnvel skáld getur sagt svo lélega fyndni, að þjóðin hlæi — ekki að fyndninni sjálfri, heldur höfundi hennar. En Hákon Bjarnason reynir ekki að vera fyndinn. Hann flytur fullyrð- ingar sínar af hátíðlegri alvöru, og honum virðist ekki koma til hugar, að þörf sé að rökstyðja þær, hvorki fyrir sjálfum sér né áheyrendum sínum. Þannig verður honum á sú meginskyssa öfgafullra áróðursmanna að egna þá á móti sér, sem hann þyrfti þó öðrum fremur að hafa með sér. Að ólöstuðum hug- sjónamönnum og atvinnu- mönnum í skógrækt og land- græðslu, blasir sú staðreynd við öllum þeim, sem hafa augun opin, að það eru bændur lands- ins, sú kynslóð sem byggt hefur sveitirnar síðustu 3—4 áratugi, sem á meginhlut að þeirri landgræðslu og þeim landbót- um, sem hér á landi hafa fram farið. Þar komast engir aðrir nærri með tærnar, sem bænd- ur hafa hælana. Fyrsta fullyrðing Hákonar, sem hér verður gerð að umtals- efni, er sú, að „víða megi rækta margar tegundir trjáa með góðum hagnaði". Ekki vil ég þó deila við Hákon Bjarnason um arðsemi skógræktar, enda svo að heyra, að hann geri ráð fyrir, að orðum hans sé trúað gagnrýnislaust. Ég ber mikla virðingu fyrir skógræktar- mönnum og hef talið, að þeirra starf væri uppi borið af óeigin- gjarnari hvötum en starf flestra annarra í þjóðfélagi okkar nú. Hugsjón skógræktar- manna væri að fegra landið og bæta það, ekki sízt með tilliti til landbúnaðar. Skógrækt er í rauninni ekki til sem atvinnu- vegur á íslandi. Hvort beinn hagnaður verður hér af ræktun nytjaskóga, eiga komandi tím- ar eftir að leiða í ljós. í mínum augum eru greinar íslenzkra trjáa enn þaktar laufi og barri en ekki hundraðköllum. En al- menningur á íslandi hefur sýnt tilraunum Hákonar Bjarna- sonar bæði áhuga og velvilja og í því skjóli, sem almenningur hefur þannig veitt, hefur skóg- ræktin þrifizt. Margt hefur skógræktin mjög vel gert, en þó hygg ég, að finna megi veilur í starfi skógræktarmanna eins og annarra. Ég veit ekki, hvort nokkur nauðsyn er að draga þær veilur fram í dagsljósið hér. En úr því vermihúsi, sem þjóðin hefur byggt skógrækt sinni, ættu menn ekki að kasta grjóti. Þeim sem í slíku húsi búa færi vel hógværðin og lítil- lætið. Slíkt mun verða drýgst þeim málstað, sem skógræktar- menn vinna fyrir. Önnur fullyrðing Hákonar Bjarnasonar er sú, að „áhöfn á ófriðuðu landi hafi aldrei verið meiri en nú“, og „að ófriðuðu gróðurlendi væri nú stefnt í meiri voða en áður“. Ég vil leyfa mér að fullyrða, að þess- ar staðhæfingar eru rangar að því er afskipti mannsins af gróðurfari varðar. Um hitt get- um við ekki vitað, hvort harðn- andi árferði eða hugsanlegar náttúruhamfarir sverfa svo að gróðurríki landsins, að til auðn- ar horfi. Á undanförnum 30— 40 árum hefur íslenzkur land- búnaður verið að breytast úr frumstæðum búskaparháttum í ræktunarbúskap. Þessa sjást merki á gróðurfari víða um land, þótt undantekningar séu þar frá. Kólnandi veðurfar síð- asta áratuginn hefur lika haft áhrif á þróun gróðurfars og aukið hættu á gróðureyðingu. En mestu skiptir, að bændur hafa breytt stórum flæmum uppskerulítilla fúamýra, hálf- naktra móa og gróðurlausra sanda í frjósöm tún. Uppþurrk- un raklendis hefur stóraukið beitarþol þess og sama gerir áburðardreifing á úthaga. Þess vegna er óhætt að fullyrða, að ágangur búfjár á óræktað land, ekki sízt í óbyggðum, hefur stórminnkað á undanförnum árum. Vil ég reyna að finna þessum orðum nokkurn stað, en ekki láta nægja fullyrðing- una eina. Rétt er þó að geta þess, að verulegt gróðurlendi hefur farið undir tún, og eins hefur Skógrækt ríkisins girt af stór flæmi til sinna þarfa. Á árunum upp úr 1930 gaf ræktað land aðeins af sér sem svaraði vetrarfóðri þeirra naut- gripa, sem til voru í landinu. Allt sauðfé og hross fengu fóð- ur sitt vetur og sumar af ó- ræktuðu landi og nautgripir yfir sumarmánuðina. Kjarn- fóðurgjöf var tiltölulega mjög lítil og engin vor- og haustbeit á ræktuðu landi. Sauðfé var almennt rekið á fjall seinni hluta júnímánaðar og heima- hagar notaðir fyrir nautgripi og brúkunarhross, og engjar heyjaðar svo sem veður og snjóalag leyfði og fóður sparað við brúkunarhross. Þessir bú- skaparhættir tíðkuðust alls staðar á landinu og var lítill munur þar á eftir landshlut- um. Nú hefur þetta allt breytzt. Nautgripir fá ekki aðeins vetr- arfóður af ræktuðu landi, held- ur nær allt sumarfóðrið líka. Sauðfé er fóðrað á töðu á vetr- um og beitt á ræktað land vor og haust. Aðeins nokkur hluti bænda rekur fé sitt á fjall, en margt gengur í heimahögum, þar sem áður var heyjað, eða kýr og brúkunarhross gengu á beit. Víðast hvar er vetrarbeit- in að mestu úr sögunni, þótt þar sé mikill munur á eftir sveitum og landshlutum. Að vísu hefur búfé fjölgað nokkuð og er rétt að gera þar saman- burð á. Eru hér borin saman árin 1935 og 1970, en árið 1934 er fyrsta árið, sem til eru full- komnar upplýsingar um fjár- fjölda í sumarhögum. Haustið 1935 voru 35.608 nautgripir settir á vetur. Eins og áður segir, var þessum naut- gripum beitt á úthaga á sumrin í ca. 4 mánuði. Svarar þetta til þess, að allt að 12 þús. naut- gripir hafi tekið allt fóður sitt af óræktuðu landi á þessum árum. Haustið 1970 voru settir á vetur 51.673 nautgripir. Eins og fyrr segir, gengur megin- hluti nautgripa nú á ræktuðu landi allt sumarið. Sums stað- ar er þó enn beitt að einhverju leyti á úthaga, þar sem hag- lendi er sérstaklega gott. Óhætt er þó að fullyrða, að beit naut- gripa á óræktað land hefur mjög dregizt saman á þessu tímabili. Ólíklega er hún nú meiri en þriðjungur þess, sem var milli 1930 og 1940. Hrossum hefur fækkað úr 44.970 árið 1935 í 32.582 árið 1970. Breytingar á hrossaeign hafa orðið mismunandi eftir landshlutum. Hross eru nær horfin úr mörgum sveitum, annars staðar hefur þeim fjölg- að, ekki sízt i þéttbýli. Enn taka mörg hross nær allt fóður sitt af óræktuðu landi, en þó mun óhætt að fullyrða, að ágangur hrossa á óræktað land hafi minnkað til muna meira en nemur fækkun hrossanna. í vissum héruðum hafa skapazt skilyrði til hrossaeldis í sam- bandi við þurrkun og græðslu lands, og þar hefur hrossum fjölgað. Einnig tíðkast nokkuð beit reiðhesta þéttbýlisbúa á ræktað land og vetrarfóður þeirra er undantekningarlaust taða og kjarnfóður. Haustið 1935 voru 656 þúsund fjár sett á vetur og afurðir voru þá rúmlega 10 kg. kjöts eftir hverja vetrarfóðraða kind. Tal- ið er, að hver vetrarfóðruð kind hafi þurft til viðhalds og af- urða ca. 310 fóðureiningar og þar af hafi fóðurbætir og taða ekki numið yfir 10 fóðureining- um. Svara þessar tölur til þess, að úthagi hafi þá skilað sauð- fjárstofni okkar 196,8 miiljón- um fóðureininga í beit og út- heyi. Haustið 1970 var tala ásetn- ingsfjár 735 þúsund og afurðir eftir vetrarfóðraða kind 16 kg. kjöts. Hver vetrarfóðruð kind hefur þá þurft ca. 360 fóður- einingar til viðhalds og afurða. Mjög varlega áætlað hefur meðalfóðureyðsla í kjarnfóðri, töðu og túnbeit verið 120 fóður- einingar á hverja vetrarfóðraða kind síðustu árin. Sé þessi tala rétt, hefur úthaginn skilað sauðfjárstofni okkar 76,4 millj- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.