Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 26
Árni Reynisson: Áhugastarf frá aldamótum og áhrif þess á gróðurvernd og landgræðslu Vetrarskógur á íslandi. fjallahéruðum víða um heim. Við tilflutning fræs og plantna milli landa skiptir öllu máli, að veðurfar sé sem líkast. Að ganga á svig við þetta er brot á lögmálum náttúrunnar, enda hefnir það sín fyrr en síðar. Tala þeirra trjátegunda, sem fluttar hafa verið til landsins, nálgast nú fimmta tuginn, en að auki hefur verið aflað margra víðitegunda og runna og einnig jurta, sem álitnar eru heppilegar til ræktunar. En það er ekki tegundafjöldinn, sem mestu máli skiptir. Hitt er meira um vert, að vanda sem allra bezt val innan hverrar tegundar. Til fróðleiks skal þess getið, að alls hefur verið sótt fræ og plöntur til um 300 staða víðsvegar um heim. Árangurinn af þessu starfi Skógræktarinnar er að nokkru þegar kominn í ljós, en mun verða margfalt meiri áður en langt um liður. Víða má nú líta vöxtulega nýskóga á Hall- ormsstað, í Skorradal, Hauka- dal og Þjórsárdal, svo að dæmi séu nefnd. í þessu sambandi er rétt að taka það fram, að veru- legur skriður kemst ekki á plöntun trjáa fyrr en um og eftir 1950, svo að engan skal undra, þó ekki sjáist þessa starfs víðar merki, þar sem megnið af þeim plöntum, sem gróðursettar hafa verið, eru enn ungar að aldri. En það sem höfuðmáli skiptir í þessu sambandi er, að vissa og reynsla er nú fyrir því feng- in, að ýmsar erlendar trjáteg- undir geta náð eðlilegum þroska hérlendis, og sumar hverjar með þeim ágætum, að þær geta orðið til margskonar nytja, bæði beinna og óbeinna, er fram líða stundir. í þessu sambandi má taka fram, að það var mikill sigur og viðurkenning fyrir Skógrækt- ina, þegar hið opinbera sam- þykkti áætlun um nytjaskóg- rækt á jörðum bænda í Fljóts- dal. Eflaust fylgja önnur hér- uð á eftir i þessu, þegar nægi- leg reynsla er fengin. Til fróðleiks skal þess getið, að á friðuðum svæðum Skóg- ræktarinnar eru nú röskir 30 þúsund hektarar lands. Af þessu landi er búið að gróður- setja í um þrjú þúsund hektara eða 1/10 hluta. Skortur harSgerra tegunda Þeir þættir skóggræðslu, sem hér hefur verið um fjallað, eru hvor á sinn hátt tengdir gróð- urvernd og landgræðslu. Með þeim er komið i veg fyrir skemmdir á gróðri og jarðvegi, jafnframt því sem þeir stuðla að fjölbreyttara og ákjósan- legra gróðurfari. Þegar rætt er um endurgræðslu lands, verður flestum hugsað til þeirra að- ferða, sem beitt er við hana, og sitt getur hverjum sýnzt í þeim efnum. En aðalatriði þessa máls er þetta: Skortur á harðgerum tegundum plantna er einn mesti fjötur um fót í endur- græðslu landsins. Þess vegna er brýn nauðsyn á að stór- auka innflutning á hverskonar gróðri, gróðri sem getur lifað og aukið kyn sitt af sjálfsdáð- um við hin erfiðu vaxtarskil- yrði, sem hér eru. Án slíks gróðurs mun endurgræðslan sækjast bæði seint og illa. Eins og sakir standa verðum við enn að notast við þann gróður, sem til er, grös, jurtir og tré, en endurgræðslan verður í mörg- um tilvikum vart örugg, nema tré og runnar hlífi gróðri og gróðurmold. Að lokum aðeins þetta: End- urgræðsla landsins verður að meira eða minna leyti unnin fyrir gýg, nema búskaparlagi verði breytt á þann veg, að gróðurlendur séu ekki nýttar úr hófi fram. Snorri Sigurðsson. Þegar á fyrstu öldum eftir norrænt landnám munu menn hafa gert sér ljósa þá eyðingu skóga, sem átt hefur sér stað frá upphafi byggðar, eins og fram kemur í grein Sigurðar Þórarinssonar hér á undan. Löngunin til að snúa þeirri öf- ugþróun við hefur vafalaust einnig verið vakandi með ís- lendingum í margar aldir, en lengst af hefur þá skort félags- lega samstöðu til athafna. Þegar Ungmennafélagshreyf- ingin barst hingað til lands skömmu eftir síðustu aldamót, varð á þessu mikil breyting. Að klæða landið aftur skógi milli fjalls og fjöru var ein af meg- inhugsjónum aldamótamanna, eins og fram kemur í kjörorð- inu „Ræktun lands og lýðs“ og eins í hvatningarljóði þeirra, sem lýsir í upphafi eyðiflákum, heiðalöndum, berum skriðum og sendinni strönd, sem þurfi að skrýðast grænum skógi. Árlegir ræktunardagar Á öðru sambandsþingi UMFÍ árið 1908 var „skorað á öll ung- mennafélög í sambandinu að vinna að skógrækt á íslandi, t. d. með því að halda ræktunar- dag einu sinni á ári.“ Þremur árum síðar keypti Tryggvi Gunnarsson skóglendi það í Öndverðarnesi í Árnessýslu, sem nú heitir Þrastaskógur, og gaf félaginu. Á þessum árum voru skógræktardagar haldnir í félögunum víða um land. Ræktunardagur Umf. Reykja- víkur, 8. júní 1911, gefur nokkra mynd af þeim anda, sem ríkti á þessum fyrstu árum áhuga- starfs, en honum er þannig lýst: „Að morgni dags kl. 9.30 komu allir þátttakendur saman í fundarsal félagsins. Þar voru haldnar ræður um störf og ætl- unarverk skógræktardaga, en síðan lesin upp ritgerð um trjá- vöxt og gróðursetningarreglur. Sungin voru ættjarðarljóð á undan og eftir. Loks gengu all- ir í einni fylking, með íslenzka fánann í fararbroddi, suður í Skíðabraut. Þar var mönnum skipað niður í flokka, sumir gróðursettu trjáplöntur, aðrir grófu holur o. s. frv. Flokkarnir skiptust á að gróðursetja. Unn- ið var til kl. 5 e. h. Gróðursettar voru 600 fjallafurur og 400 birkiplöntur. Að vinnu lokinni voru sungin ættjarðarljóð. Síð- an gengu menn í einni fylking til bæjar, og hver heim til sín. Um kvöldið kl. 8.30 komu menn aftur saman í fundarsal fé- lagsins. Þar var haldinn fyrir- lestur um skógrækt." Á þessum árum ríkti bjart- sýni um, að takast mætti að klæða landið aftur, og þegar vitað var að flestöll ungmenna- félög stunduðu skógrækt af miklum krafti, og að eitt árið voru gróðursettar 40.000 trjá- plöntur, er engin furða, þótt mörgum fyndist hið mikla tak- mark þokast nær veruleikan- um. En skógrækt krefst meiri ná- kvæmni og þolinmæði en allur þorri manna hefur yfir að ráða. Þegar árangurinn varð sein- séðari en ætlað var í fyrstu, dvínaði eldmóðurinn. Sjálf- stæðismálin og ýmis önnur þjóðnytjamál voru einnig á dagskrá félaganna og kröfðust síns tíma, sem takmarkaði um leið þá ástundun, sem hægt var að leggja á hvert þeirra. Þá mun fjárskortur einnig hafa gert vart við sig. Skógræktarhreyfingin Ekki er þó að efa, að þessi fyrsta félagslega áhugabylgja, sem gekk yfir landið, hafi vakið áhuga og þekkingu, sem dugði til að skapa skógrækt, land- græðslu allri og gróðurvernd varanlega festu í þjóðlífinu. Af áhugameiði Ungmennahreyf- ingarinnar eru sprottin ýmis sérsamtök um málefni hennar, þar á meðal Skógræktarfélag íslands, sem var stofnað 1930 til að hefja nýja sókn. Fyrsta áratuginn var vöxt- ur skógræktarhreyfingarinnar hægur. En síðan 1940 hafa ver- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.