Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 28
Eysfeinn Jónsson: Um landvernd Um það þarf ekki að efast, að landið hefur goldið mikið afhroð í samskiptum sínum við þjóðina þau tæplega 1100 ár, sem það hefur verið byggt. Landiö hefur því goldið lif þjóðarinnar dýru verði. Ekki skulum við ásaka neinn, því hér var um lif eða dauða að tefla, og oftast ekki annarra kosta völ en þeirra, sem til var gripið, svo bjargað yrði þvi sem bjargað varð. Hæfir okkur hóg- værðin bezt þegar við minn- umst þess, sem orðið er í þessu, og mundi víst vefjast fyrir okk- ur að finna önnur ráð en þau, sem notuð voru, þótt nærri gengju þau landinu. Æði margir áratugir eru nú liðnir síðan verulegur áhugi vaknaði fyrir þvi að snúa við á þeirri braut, sem fyrritíðar- menn neyddust til að ganga í sambúð sinni við landið. Stórvirki hafa verið unnin. Hafa bændur verið fremstir í flokki með stórfellda ræktun. Þá sandgræðslumenn og skóg- ræktar, bæði áhugalið og svo sveitir rikisins. Loks hafa, og mest nú síðustu árin, flykkzt að flokkar áhugamanna úr öll- um áttum til þátttöku i land- græðslustarfi og gróðurvernd með margvíslegu móti. Fjöl- menn samtök hafa verið mynd- uð, sem teygja sig um gjörvallt landið og beita sér að land- vernd og náttúruvernd, og ung- mennafélögin hafa gengið i verkið af mikilli atorku. Nú er vitneskjan fyrir hendi Fyrritíðarmenn höfðu óhæga stöðu i þessu tilliti, því ofan á knýjandi lífsnauðsyn, sem þröngvaði þeim til þess að ganga freklega á landið, bætt- ust erfiðleikarnir á því að gera sér grein fyrir því, hvernig ástatt var — hvað raunveru- lega var að gerast. Satt að segja hefur vafizt fyrir mönnum fram undir þetta að komast eftir því, hvar þjóðin var á vegi stödd i sambúð sinni við landið. Nú vitum við á hinn bóginn, að þrátt fyrir stórsókn síðustu áratuga leikur enn vafi á því, að meira grói en eyðist, og við sjáum, að enn eyðist gróður á stórum svæðum, jafnvel sumum sem við enn köllum gróin, en eru í hraðri afturför. Visinda- menn okkar telja, að þjóðin hafi tapað a. m. k. helmingi af gróðurlendinu á þeim nálega 1100 árum, sem hún hefur búið á landinu. Það, sem mestu skiptir, er þó sú vitneskja, sem nú er fengin, að þetta land, sem tapazt hef- ur, er hægt að græða og halda því, sem eftir er, og bæta það, og menn vita, hvernig á að fara að því. Þar er þó ekki um neina eina aðferð að ræða, heldur mörg úrræði, sem verða að fara saman. Þó er hér einungis um eitt mál að fjalla, ef rétt er skoðað, þótt margþætt sé. Landgræðsla og hagnýting landsins, hagnýt- ing gróðursins verða hér sem sé að einu máli, ef vel á að farnast. Það er undirstaða alls, að okkur skiljist öllum þau grundvallarsannindi, að land- græðsla og skynsamleg og hóf- leg nýting gróðursins verða að fara saman, og verður þetta ekki sundur slitið. Gildir hér sem annarsstaðar hið gamla spakmæli, að öllu má ofbjóða. Mest veltur á bændum Enginn ágreiningur er um að stórefla verður sóknina í landgræðslu og gróðurverndar- málum, og er áhugi svo al- mennur um þau efni, að þjóð- arvakningu má kalla. Mest veltur hér á bændastétt- inni, sem fyrr, og kemur þá til í senn aukin ræktun búskapar- landsins og skynsamleg hag- nýting þeirrar vitneskju, sem nú er búið að afla og verið er að afla um hyggilega notkun gróðurlandsins. En bændur munu ekki standa einir í land- græðslumálunum, því til liðs koma heilir herskarar áhuga- fólks úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins, sem með margvíslegu móti leggja nú þegar hönd á plóginn og vilja gera meira. Falleg dæmi mætti greina um það, hvernig þessi áhugi kemur nú fram i verki, en hér verður eitt að nægja. Vel ég þá að rifja upp, að flugmenn bjóðast til að fljúga landgræðsluflugvél- um í sjálfboðavinnu, en þeir sjá manna bezt, úr loftinu, hve landið er sorglega leikið. Sækja verður fram á mörg- um vígstöðvum. Það er almenn ræktun, sandgræðsla, skógrækt, friðun, fyrirhleðslur vatna, skynsamleg notkun beitilands og ræktun þess, svo nokkuð sé nefnt. Verkefnin eru sannar- lega fjölþætt. Keppikeflið er að sækja fram og endurheimta tapað gróður- land og jafnframt og ekki síð- ur, að landi fari hvergi aftur — þar sem í mannlegu valdi get- ur staðið að halda gróðri við — því hvergi má hopa. Úttekt á einstökum héruSum Landbúnaðarráðherra hefur skipað sjö manna nefnd, m. a. til þess að íhuga þéssi mál og gera tillögur um aukna sókn, og þá ekki sízt hvaða vinnuað- ferðir muni vænlegastar til þess að koma á þau auknum skriði. Nefndin er að byrja starf sitt, sem er æði margþætt, og mun verða lögð rík áherzla á náið samstarf við þá, sem í fylkingarbrjósti hafa staðið í ræktunarmálum allskonar og gróðurvernd og bezt þekkja til þeirra, og þá í fremstu röð bændastéttina, sem nánust samskipti hefur við landið. Höfuðáherzluna ber að leggja á að samstilla krafta þeirra mörgu einstaklinga, félagssam- taka og stofnana, sem hér koma til. Skipta verkunum og leggja niður fyrir sér, hvað að- hafast þarf af þjóðfélagsins hálfu, svo veruleg stefnuhvörf megi verða. Aldrei má svo missa sjónar af því, að mestu skiptir þegar til kemur, að sem flestir leggi hönd á plóginn, hver eftir sinni aðstöðu og getu. Hér verður engu stórvirki hrundið í framkvæmd nema með samstilltu átaki fjöldans. Farsælt mundi það reynast, ef menn tækju sig nú til í öll- um héruðum landsins og gerðu sér grein fyrir því með ráði beztu manna og hjálp þeirrar vitneskju, sem vísindamenn okkar hafa aflað, hvernig þeir eru á vegi staddir í þessum efnum i sínu eigin héraði og hvað þeir teldu vænlegast til úrbóta í því héraði. Gæti slíkt með öðru góðu verið leiðarvísir í því starfi, sem framundan er, og orðið til þess að auka enn afl þeirrar áhugaöldu, sem ris- in er í þessum mikilsverðu mál- um. Væri vafalaust heppilegast, að búnaðarsamböndin og gróð- urverndarnefndirnar í héruð- unum hefðu náið samstarf sín í milli og sameiginlega forustu um þetta, og mundi það áreið- anlega reynast þessu málefni mikill styrkur. Eysteinn Jónsson. Þessar auðnir íslands þarf að grœða sem skjátast. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.