Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 33
að landbúnaðurinn framleiði of mikið af því að sveitaflóttinn sé of lítill. Hitt er svo annað mál — og nú legg ég aftur mitt gildismat á hlutina — að ég er einn af þeim mönnum, sem álíta það verulegan skaða ef byggðin í dreifbýlinu dregst mikið saman frá því sem nú er. Bæði er það ómannúðlegt að rífa menn nauðuga viljuga uppúr sínu eðlilega um- hverfi, og svo hitt að ég tel þjóð mína einhæfari, mótstöðuminni og leiðinlegri ef byggð á vissum landssvæðum legðist niður og þær hefðir og venjur sem þar hafa orðið til glötuðust. En til að hindra þennan flótta, sem er óhjákvæmilegur svo lengi sem framleiðsl- an er svona mikil, verða að koma til að- gerðir, sem a. m. k. hafa ekki í för með sér sjálfkrafa framleiðsluaukningu. c) Uppbætur og niðurgreiðslur Með vaxandi iðnvæðingu og við nokk- uð fullkomna samkeppni á söluhliðinni er landbúnaðurinn afskiptur á tvöfaldan hátt. Það er því sjálft markaðsfyrirkomu- lag hagkerfisins sem er fyrst og fremst vandamál landbúnaðarins. Mótmæli gegn markaðinum (því í slíkri markaðsaðstöðu finnst bændunum vinna þeirra vera van- metin meðan neytendum finnst bændur vera baggi á þjóðfélaginu) og hagkerfinu í heild eru því ekki aðeins réttmæt heldur eina afstaðan sem er skynsamleg, því þar er orsökina að finna. Þessi von- lausa aðstaða bændanna verður aðeins yfirunnin með heildarskipulagi þjóðar- búskaparins, þar sem landbúnaðinum er gefin föst viðmiðun og nýtt hlutverk, og með því hindrað að annaðhvort komist fjöldi bænda á vonarvöl eða þeir flytjist búferlum úr sveitunum, með þeim eftir- köstum sem það hefur. Þessu óhagstæða markaðsfyrirkomu- lagi hefur verið mætt með ráðstöfunum eins og niðurgreiðslum á neyzluvöruverði og útflutningsuppbótum, sem eru tvenns- konar leiðir til að glíma við vandamál landbúnaðarins. Myndin sýnir mismunandi áhrif þess- ara tveggja leiða. Flöturinn piDKO sýnir heildarfram- leiðsluverðmæti landbúnaðarvara eins tímabils. Línan pi sýnir það verð sem bændum er tryggt samkvæmt lögum, en neytendur eru ekki reiðubúnir til að VERÐ D •.\\v.\\v.y//;//AV//.v/.Y.v//.Y.\\\\\\\\\ C B ||f ÉÉ H K kaupa nema magnið OH á því verði. Flöt- urinn piABp3 sýnir niðurgreiðslurnar, sem hafa í för með sér lækkað útsölu- verð. Svæðið sem afmarkast af ADHK gefur til kynna það magn sem rikið í reynd kaupir af bændum til endursölu erlendis. Því í reynd eru útflutningsupp- bætur ekkert annað. Offramleiðslan er svo mikil hjá okkur, að niðurgreiðslur nægja ekki til að ná jafnaðarverði, held- ur þurfa einnig að koma til útflutnings- uppbætur. Og jafnvel þetta nægir ekki. Afkoma hluta bændastéttarinnar er þar ótvíræðasta sönnunin, en innan hennar er að finna tekjulægstu einstaklinga þjóðfélagsins. Línuritið að neðan er vissulega einfald- að og sýnir t. d. ekki verðlagsmismun inn- an og utan lands, þótt í reynd sé hann töluverður. En myndin sýnir líka að útflutnings- uppbæturnar tryggja offramleiðsluna og ýta undir bændur að framleiða meira sjálfum sér til verulegrar skaðsemi. Nú fullyrða ýmsir að útflutningur sé skárri kostur en að ríkið kaupi alla um- framframleiðsluna og hendi henni svo á fárra ára fresti eins og tíðkast víða er- lendis, því vandamál landbúnaðarins er ekkert séríslenzkt fyrirbæri, og kann eitt- hvað að vera til í því, þótt vissulega hefði mátt sýna meiri sveigjanleika í verð- mynduninni. En við erum hér að ræða offramleiðslustefnuna sem slíka, en ekki mismunandi valkosti innan hennar. d) Offramleiðsla og ofbeit En þó að framleiðsluleiðin sé slark- andi úrræði erlendis, þar sem framleitt er af ræktuðu landi, þá er hún það ekki hér, því óræktuð beitilönd verða að halda uppi offramleiðslu okkar. Margvíslegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að um veru- lega ofbeit er að ræða í mörgum byggðar- lögum hérlendis. Á þessum landsvæðum á gróður í vök að verjast og er jafnvel allvíða á undanhaldi, sem er alltof hættu- legt og skaðlegt til þess að við getum lok- að augunum fyrir þvi eða reynt að gera lítið úr gildi rannsóknanna. Land okkar er nógu nakið og bert, þótt við gerum ekki meira að því en orðið er fyrir sakir óskynsamlegrar landbúnaðarstefnu. Nú- verandi offramleiðslustefna getur ekki samrýmzt fyrirheiti um aukna landvernd og uppgræðslu. Land okkar, þótt ekki væri annað, neyðir okkur til að fara nýjar leiðir. Sú leið sem fara verður er takmörk- un framleiðslu án þess að bændastéttinni fækki að marki. Þetta þýddi algjöra stefnubreytingu frá því sem nú er. FRAMLEIÐSLUVERÐ UTSÖLUVERÐ INNAN-OG UTANLANDS -þ> MAGN Framleiðslu landbúnaðarvara bæri að takmarka við innanlandsneyzlu og þann útflutning sem ekki þyrfti að greiða nið- ur nema mjög óverulega. Þetta þýddi verulega fækkun á sauðfé, en mun minni á nautgripum. Með mismunandi verði eftir landshlutum mætti hafa mikil áhrif á, hvaða afurðir yrðu framleiddar á hverjum stað. Um leið þyrfti að styrkja hverskonar nýjar framleiðslugreinar, en þó einkum leggja áherzlu á varðveizlubúskap. Með varðveizlubúskap á ég við þann búskap, sem hefur það hlutverk að halda við byggð á þeim stöðum sem einhverra hluta vegna er talið æskilegt að viðhalda byggð á. Vinna við uppgræðslu landsins og varðveizlu hverskyns gróðurs og margs- konar verndun kæmi þá að mestu leyti í stað hefðbundinna bústarfa, sem hafa framleiðslu búvara að takmarki. í stað þess að borga fyrir offramleiðslu og of- beit tvö til þrjú hundruð milljónir árlega, og orsaka með því bæði örbirgð hjá bændum og megna óánægju hjá neytend- um, ættum við að reyna leið, sem gæti litið einhvernveginn þannig út. Þetta er að vísu ein hugmynd af mörgum mögu- legum, en eitt er víst, að núverandi á- stand er skaðsamlegt fyrir alla aðila, bændur, neytendur, ríkiskassann og land- ið okkar. Það geta hundruð manna lifað góðu lífi af útflutningsuppbótunum, sem nú eru greiddar, þannig að fjármunir eru þegar fyrir hendi. Þessi grein ætlar sér ekki þá dul að leysa öll vandamál íslenzkrar bænda- stéttar, heldur einungis að skýra vanda- málin og benda á leið sem er eingöngu óútfærð hugmynd. Vissulega er mér og ljóst, að orsökum flóttans úr sveitunum er enganveginn fyllilega lýst með hag- fræðilegum bollaleggingum einum. Niðurstöður þessara hugleiðinga eru þessar: 1) Bóndinn selur afurðir sínar á mark- aði þar sem hann getur engin áhrif haft á verðlag vöru sinnar (nema í heildarsamningum eins og verkalýðs- hreyfingin), en kaupir til búsins á markaði, sem er einokunarkenndur, og eru því vörur þar á upphækkuðu verði, þ. e. verði sem inniheldur svo- kallað einokunararðrán. 2) Við vaxandi rauntekjur þjóðarinnar minnkar hlutfallsleg eftirspurn eftir landbúnaðarvörum. 3) Framleiðsluaukning (afkastaaukning) í landbúnaði er bændum til óhagræð- is og eykur sveitaflóttann í stað þess að draga úr honum. 4) Rannsóknir hafa leitt í ljós að gróður er víða á undanhaldi hérlendis, og er m. a. ofbeit kennt um. 5) Útflutningsuppbætur á landbúnaðar- vörur eru ósvinna. Annarsvegar styrkja þær ekki stöðu bændastéttar- innar, en ergja mjög neytendur og eru stór baggi á ríkiskassanum. Hinsvegar tryggja þær áframhaldandi offram- leiðslu, uppblástur og gróðureyðingu. 6) Þess vegna verður ný stefna að taka við, án þess að komi til „niðurskurð- ar“ bændastéttarinnar, eins og margir hafa prédikað. 4 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.