Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 37
Jón Bjarnason, Garðsvík: Laxárdeilan i Ijóðstöfum Virkjunarstjórn Þar sem urðu þingeysk kot þjóðmæringa frægðarslot, ættlerar og glæpagot gamna sér við stíflubrot. Þar sem skáldin ástaróð ortu fyrir land og þjóð, heilavana strákastóð steðjar um I djöfulmóð. Þar sem félagshyggjan heit hljómgrunn fann í hverri sveit, óbilgirnin undirleit öllu snýr í þrætureit. Þar sem manndóm bænda bar bjart við loft — sem frægast var — gerast óðir afglapar eitursýrubyrlarar. Næðir kalt um Norðurverk. Nóttin klæðist dökkum serk. Glæpaþý úr gilsins kverk gjóar sjón á tækin sterk. Þá er hlíf og hettu svipt, höfð á öllu fljótaskrift; eiturbrúsa upp svo lyft, öllu milli tveggja skipt. Svo úr háska gljúfragins greidd er för, en mánaskins Ijóma slær á lukkuprins Landeigendafélagsins. Hitlers ríki hafið er. Hulið enn hver glæpinn ber. Marga gruna marga fer. Mál að biðja fyrir sér. Menn sem ávallt fundu fyrr faðmlög heit og opnar dyr hörfa nú sem hundarnir holdsveikir og lúsugir. Fyrir sunnan gengur glatt. Glæstar borgir rísa hratt. Norðurland mun fara flatt. Fólkið brátt í myrkri statt. Því eins völdin þurfa að fá þeir sem ennþá heyra og sjá, keyra bændur Kleppinn á, koma viti fyrir þá. Ljót er sagan, maður minn; mætti setja Hermóð inn, forsprakkana hinn og hinn hýða þar til hverfur skinn. Landeigendafélagið Lá við brjáli bænda stétt. Barst um sveitir voðafrétt. Laxárvirkjun lúmskuþétt leika vildi nýjan prett. Til að gera öllum illt öræfunum skyldi bylt. Síðan gæti Svartá tryllt sullast norður áttavillt. Þar sem kísilstöðin stæk strókum spúir himintæk, nýjan skyldi kenna kæk Krákánni og Grænalæk. Þarna margur löngum leit landsins mesta undrareit. Enginn þekkir, enginn veit allt sem prýðir Mývatnssveit. Þar er líka mýið mest; mönnum þykir reiðin bezt, sölt og reykt hún gleður gest, glæný oft á borðum sést. Heimasætur hýreygar, hefðarfrússur kýreygar, skáldkonurnar skýreygar skammta hana píreygar. Þarna ótal andakyn eiga sína friðarvin. Álftahjón við aftanskin una sæl að hvönn og hlyn. Akureyrar gaular görn. Grugga vill hún hverja tjörn. Seinna mundu mývetnsk börn meta hennar Gróttakvörn. Afturámóti er augljóst, að aukið vatns- magn Laxár með gruggugu vatni Suður- ár, víðáttumikið uppistöðulón í Laxárdal og stórkostleg mannvirkjagerð spilla Laxá sem veiðiá og reyndar öllu svæðinu sem ferðamannaparadís. C. Gljúfurversvirkjun hefði í för með sér, að neðri hluti Laxárdals yrði nánast óbyggilegur, vegna þess að bezta land dalsins til ræktunar hyrfi undir vatn. Og á sama hátt færu bæjar- og útihús víða á kaf. Þetta tjón mætti að vísu bæta að nokkru með þvi að staðsetja mannvirki ofar og rækta brúnir dalsins og heiðarn- ar, sem liggja að honum beggja vegna. Eigi að síður er grasspretta óvissari eftir því sem ofar dregur. Loks má spyrja, hvort taka eigi tillit til byggðaþáttarins, þar sem dalurinn sé á góðum vegi með að fara i eyði nú þegar. Svarið verður á þessa leið: í heimi, þar sem fólksfjölgun er vandamál, gengur glæpi næst að breyta landssvæðum þannig vegna virkjunar, að þau séu óhæf til búsetu og landsnytja, þegar nóg er af virkjanlegu vatnsafli annarsstaðar án teljandi spjalla. Eins má sá litli hluti af landinu, sem byggilegur er, trauðlega við að minnka. Og þó að Laxárdalur fari úr byggð um stundarsakir, er fátt því til fyrirstöðu, að þar verði seinna fjölskrúðugt mannlíf, er grundvallist á landbúskap, ferðamanna- þjónustu og fiskirækt. En til þess að svo megi verða er höfuðnauðsyn að leggja upphleyptan veg um dalinn allan uppí Mývatnssveit. í málefnum byggðanna nægir skammt að víðsýni manna miðist við tugi ára; þar dugir ekkert minna en aldir. D. Bragðgæði þess fisks, sem rækta ætti í lóni Gljúfurversvirkjunar, væru fremur lítil. Ástæðan er sú, að vatnið yrði nokkuð djúpt og geislar sólar næðu ekki að hita það allt. Fyrir þá sök gæti lónið orðið gróðurlítið og átusnautt. Af því má vera ljóst, að lónmyndun spillir ákjósanlegum fiskræktarmöguleikum, sem fyrir eru. E. Farvegur Laxár í Aðaldal liggur um hriplekt hraun og er því mjög viðkvæmur. Kunnugt mun, að farvegurinn getur ein- vörðungu flutt ákveðið vatnsmagn. Fari vatnið framúr því marki, hripar viðbótin útí hraunið, en þar myndast stöðuvötn. Vatnsaukning framyfir meðalrennsli í Laxá samfara miðlun ylli þessvegna því, að ræktanleg svæði ásamt beitilöndum hyrfu undir vatn, bæði meðfram ánni og lengra í burtu. í annan stað má ætla, að Suðurárveita stórskemmdi Laxá í Aðaldal sem veiðiá. Þaraðauki kynni að hljótast manntjón og stórfelld eyðilegging af því, ef stífla sú, er myndar uppistöðulónið, brysti. Það gæti hæglega átt sér stað, þótt vel yrði um hnúta búið, þar sem um mikið landskjálftasvæði er að ræða. F. Undirbúningsaðgerðir til fram- kvæmdar Gljúfurversvirkjunar og ann- arra virkjana í Laxá eru og verða sízt til eftirbreytni um samskipti manna einsog að þeim hefur verið staðið af hálfu virkj- unarstjórnar. Furðu sætir, þá er aðilar, sem ekki eiga rætur í héraði, hyggjast alltaðþvi flæma landeigendur af jörðum sínum svotil formálalaust; bætir engu þarum, þó að hóflegt gjald komi í stað- inn. Að svo búnu ætla stórvirkjunarmenn að sökkva og spilla byggðum án frjálsra samninga við bændur þá, er í þeim búa. Hvað er hér á ferð annað en lögleysa og yfirgangur, þegar mögulegt er að fá nóg rafmagn á annan hátt án þess að valda miklu tjóni á landkostum heils byggðar- lags, og þar með rýra tekjuöflun þess fólks, sem byggir það, að ekki sé minnzt á hrein náttúruspjöll, er af slíku bram- bolti munu hljótast? Ljóst má vera, að hættulegt fordæmi hefur skapazt, ef menn blindir á annað en reiknistokk fá vald til þess að hleypa vatni á sum landsvæði, en veita fljótum burt frá öðrum. Stefna af þessu tagi getur haft eyðandi áhrif á bú- setu í landinu utan örfárra kjarna. Og þegar dæmið er gert upp að fullu, verkar hún einnig lamandi á þessa kjarna, því að byggðirnar styðja hver aðra, ef svo má segja. Nægir í því sambandi að minna á innbyrðis verkaskiptingu og þjónustu milli svæða. Af framanskráðu hlýtur að skiljast, að þau rök, er hníga gegn Gljúfurversvirkj- un, eru þyngri á metum en hin, sem mæla með henni. III. Nú þegar horfið er frá Gljúfurvers- virkjun vaknar sú spurning, hvernig eigi að leysa raforkumál Norðurlands eystra án þess að ganga um of á búsetuskilyrði einstakra byggða. Til lausnar þessa vanda 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.