Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 39
NjörSur P. Njarðvik: Varnarmál íslands og heimsyfirráð auðvaldsins Bandarísk orustuþota af gerðinni F-89 Scorpion á flugi yfir fslandi. Á það hefur verið lögð rík áherzla hér á landi að dvöl bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli og aðild fslands að Atlantshafsbandalaginu væru tvö aðskil- in mál. Þetta er að því leyti tæknilega rétt að kostur er að segja upp varnar- samningnum við Bandaríkin án þess að því fylgi úrsögn úr Nató og sömuleiðis er fræðilegur hugsanleiki að ísland gangi úr Nató án þess að segja upp varnarsamn- ingnum, — þótt varla hafi nokkrum í al- vöru dottið í hug að fara slíka leið. Hinu má ekki gleyma, að aðild íslands að Nató var samþykkt með 37 atkv. gegn 13 1949 með þeim ákveðna fyrirvara að hér dveld- ist ekki erlendur her á friðartímum. Tveimur árum síðar var kominn hingað erlendur her. Ég hygg það flestum ljóst að aðild íslands að Nató hefði verið felld ef grunur hefði vaknað um að svo skammt yrði í hersetu hérlendis. Hins vegar er sú hugsun þrálát í mínum huga að formæl- endur Natós hafi frá upphafi stefnt að erlendri hersetu en kosið að vinna málið í tveimur áföngum úr því ljóst var að ekki tækist að koma því í höfn í einni svipan. Þetta er algeng aðferð: að blekkja menn til hálfs og vinna síðan algeran sigur, og eru um það skýr dæmi úr íslandssögunni. Þegar kristni var lögfest á íslandi voru heiðingjar lokkaðir til málamiðlunar með því að lofa þeim að dýrka goð sín á laun, bera út börn og éta hrossakjöt. „En síðar fám vetrum var sú heiðni af numin sem önnur,“ segir Ari í íslendingabók. Þessi tæknilega tvískipting varnarmála íslands hefur sett svip sinn á alla umræðu um dvöl bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli. Má segja að síðan 1949 hafi hug- myndafræðilegur grundvöllur varnarmála íslands aldrei verið ræddur svo að nokkru nemi. Þess í stað hefur andstaða einkum beinzt gegn sjálfri dvöl bandaríska her- liðsins hér án þess það mál væri raun- verulega séð í víðara samhengi. Baráttan gegn herstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur auk þess verið háð að töluverðu leyti á þjóðernisgrundvelli. Það er eðli- legt. Engin þjóð getur til lengdar búið við erlenda hersetu án þess það komi við þjóðernistilfinningar hennar og sjálf- stæðiskennd. Sérstaklega er slíkt eðlilegt hér meðal smáþjóðar sem nýlega hafði unnið sér fullt frelsi eftir að hafa búið við erlenda áþján öldum saman. Og það er enn eðlilegra hér þar sem bandaríski her- inn hefur seilzt til áhrifa með rekstri öfl- ugustu fjölmiðla nútímans. En barátta gegn hersetunni á þjóðernisgrundvelli er þó þrátt fyrir allt blekkjandi að ýmsu leyti, einkum vegna þess að því fylgir ekki eða þarf ekki að fylgja nein afstaða til Atlantshafsbandalagsins. Og slíku af- stöðuleysi fylgir vanskilningur á eðli og tilgangi hernaðarbandalagsins og her- stöðvarinnar í Keflavík. Andstæðingar hersetunnar í Keflavík eru meðal kjósenda allra íslenzkra stjórn- málaflokka og þeir eru andvígir herset- unni af margvíslegum ástæðum. Ég held að þeir geti allir sammælzt um þá ein- földu staðreynd að það sé óeðlilegt hverri þjóð að una erlendum her í landi sínu. En sumir þessara manna, einnig sumir þeir sem teljast sósíalistar af einhverju tagi álíta eðlilegt, að ísland haldi áfram aðild sinni að Nató, þóttbandarískiherinn hverfi héðan, og er stjórnarsáttmálinn glöggur vitnisburður um þetta atriði. Fyrir þessa menn einkanlega langar mig að leggja þá spurningu hvort þeir hafi reynt að brjóta til mergjar hvers konar afl bandaríski herinn sé og hvert sé eðli og tilgangur Atlantshafsbandalagsins. Þetta atriði langar mig til að gera að aðalumtalsefni mínu hér. Dæmi Grikklands Okkur hefur þráfaldlega verið sagt að Atlantshafsbandalagið hafi verið stofnað til að verjast yfirgangi Sovétríkjanna og til að tryggja stjórnarkerfi hinna lýð- frjálsu ríkja Evrópu. Fyrra atriðið er ugglaust rétt en hið síðara er nokkru flóknara. Það þarf mikla trúgirni til þess að fallast á það nú að tilgangur Atlants- hafsbandalagsins sé sá að tryggja frelsi og lýðræði. Undarlegt er það til að mynda, svo ekki sé meira sagt, að kalla Portúgal til liðs til að standa vörð um frelsi og lýð- ræði. Þó hefur ekki verið svo að sjá sem íslenzkum valdhöfum hafi þótt það til muna óþægilegt þótt þeir dr. Salazar og Caetano væru látnir heita vopnabræður þeirra og samvörzlumenn hins dýrmæta frelsis. Og svo ber það við einn góðan veðurdag að nokkrir röggsamir og á- hyggjufullir herforingjar í Aþenu frelsa grísku þjóðina frá sjálfri sér, enda kunni hún ekki fótum sínum forráð. Grikkland var og er aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins. Þegar allt frelsi og lýðræði er af- numið þar á einum degi, þá eiga framá- menn Natós flestir ekkert tiltakanlega erfitt með að skýra það fyrir sjálfum sér og öðrum: þetta er blátt áfram innan- ríkismál aðildarríkis. Þannig þvo nató- menn hendur sínar fegnir og segja: stjórnarfar grikkja er að sjálfsögðu þeirra einkamál, og vitaskuld standa þeir áfram við hlið okkar staðfastir í hinni eilífu varðstöðu um frelsi og lýðræði vestrænna manna. Það er bara sá galli á þessum handaþvotti að valdið sem beitt var til að ræna grísku þjóðina frelsi sínu er nató- vald, sá her sem Papadopoulos notaði til valdaráns síns var hluti af her Atlants- hafsbandalagsins. Og það er hann ennþá. Bandaríkjastjórn lætur grikklandsher í té vopn og stuðlar þannig að áframhald- andi valdaaðstöðu herforingjaklíkunnar í Aþenu. Þá vaknar ef til vill í hugum sumra manna sú spurning hvort valdarán vinstri afla í Grikklandi hefði verið talið „innan- ríkismál aðildarrikis" í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Briissel. Við höf- um dæmi þess að Atlantshafsbandalagið lætur valdarán öfgasinnaðra hægri manna, svo ekki sé sagt fasista, afskipta- laust með öllu. Illar tungur hafa meira að segja haldið því fram að CIA — Leyniþjónustan bandaríska — hafi fylgzt með öllum undirbúningi, og látið sér vel líka. En látum spurninguna snúast um valdarán marxista í Frakklandi eða ítalíu, til dæmis að taka. Ætli það krefj- ist mikilla heilabrota að ráða í viðbrögð þeirra manna sem sitja í Brussel og hafa áhyggjur af frelsi og lýðræði? Ég fyrir mitt leyti hef tilhneigingu til að efast um að slíkt yrði kallað „innanríkismál aðild- arríkis." Ég held að þetta ætti að nægja til að vekja réttmætan efa um frelsisþrá og lýðræðisást Atlantshafsbandalagsins. Hinni spurningunni er aftur á móti ósvar- að, hvaða eðlismunur sé á valdaráni hægri afla og vinstri afla frá sjónarhóli valdamanna Natós. Eða réttara sagt: Hverjir eru þeir sameiginlegu þættir í þjóðskipulagi einræðisríkja eins og Portú- gals og Grikklands annars vegar og hinna 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.