Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 41
skiptingunni í ríka og fátæka, þau skapa togstreitu milli þjóða. Þau standa í vegi fyrir þróun mannkyns í átt að mann- eskjulegra þjóðfélagi þar sem einstakling- ar vinna saman á jafnréttisgrundvelli að því að leysa vanda heildarinnar. Ódýrt vinnuafl Mönnum finnst ég kannski vera kominn dálítið frá varnarmálum íslands. En mig langar til að skýra þetta ofurlítið betur með dæmum og tengja þau síðan hug- myndafræðilegum grundvelli hermála ís- lands. Efnahagsbandalag Evrópu og EFTA miða að auðveldun þess að flytja fyrir- tæki milli landa, sömuleiðis vinnuafl þegar um Efnahagsbandalagið er að ræða. Það vakti allmikla athygli fyrir nokkrum árum þegar sænskar fataverk- smiðjur fóru að setja á stofn vefnaðar- framleiðslu og saumastofur í Portúgal. Ástæðan var augljós. Verkafólk í Portú- gal er svo til réttindalaust og vinnuafl þar því mjög ódýrt. Eftasamningurinn hafði dregið svo mjög úr sænskum inn- flutningstollum frá Portúgal að það margborgaði sig fyrir sænsk fyrirtæki að láta sauma skyrtu í Portúgal og selja hana svo í Svíþjóð. Það var meira að segja bent á að Svíar högnuðust á þessu þar sem skyrtan væri ódýrari fyrir bragð- ið. í þessu sambandi er rétt að hafa tvennt í huga. Við flutning framleiðslunn- ar frá Svíþjóð til Portúgals varð atvinnu- leysi meðal vefnaðariðnverkafólks i Sví- þjóð, sem reyndist sænska ríkinu dýrt spaug. Hins vegar er þessum fyrirtækjum augljóst hagsmunamál að verkafólk í Portúgal hafi ekki rétt til verkfalla eða aðra aðstöðu til að berjast fyrir bættum kjörum. Það er ekki ýkja langt síðan Henry Ford gekk fyrir Edward Heath til að kvarta undan eilífum verkföllum brezkra bilaiðnaðarmanna — og til að benda honum á að Fordverksmiðjurnar í Bretlandi yrði að færa eitthvað annað ef þessu og þvílíku ætti að halda áfram, „og hvar ætlarðu þá að útvega þessu fólki vinnu, góði minn?“ En fyrirtækin sænsku kæra sig auðvitað kollótt um atvinnuleysi í Sviþjóð eða bág kjör verkafólks í Portú- gal. Tilgangur þeirra er að skila eigend- um sínum arði. Þar með búið. Nýting auðlinda Nú ætti það að liggja sæmilega í augum uppi að hinum margþjóðlegu fyrirtækjum er það mikið hagsmunamál að ákveðið þjóðskipulag, þeim þóknanlegt, sé rikj- andi sem víðast um lönd. Slíkt hið sama gildir um þau lönd sem byggja efnahags- kerfi sitt á tilvist þessara fyrirtækja. Þetta gildir fyrst og fremst um nýtingu auðlinda en einnig um nýtingu vinnu- afls og markaðsöflun. Bandarísk fyrir- tæki og þar með Bandaríkin eru ekkert sérlega glöð yfir því uppátæki Allendes forseta að þjóðnýta koparnámurnar í Chile. Nýting bandarískra fyrirtækja á þessari meginnáttúruauðlind Chile þjón- ar alls ekki hagsmunum landsmanna. Verkafólkið fær sín daglaun, en arður námuvinnslunnar flyzt úr landi. Að þessu leyti hefur ríkt nýlenduástand í Chile. í þessu dæmi hafa Bandaríkin ekki beitt hervaldi til að tryggja hagsmuni einka- fyrirtækja sinna, en dæmi þess eru mörg. Ég nefni hér bara íhlutun þeirra í Guate- mala og Dominíska lýðveldinu — og Víetnam. í Víetnam hafa Bandaríkin viðhaldið gerspilltu stjórnarkerfi hægri- byltingarklíku og leggja við það sóma sinn, auðlegð sína og líf þegna sinna. Saga stríðsins í Indókína hefur lokið upp augum margra fyrir því hvers konar afl bandaríski herinn er. Ég tel ekki þörf á að rifja þá sögu upp hér. En sá her sem fer myrðandi og brennandi um Indókína, sá her sem engan greinarmun gerir á her- mönnum og saklausu fólki, sem gereyðir öllu lífi hvort heldur er manneskjur, dýr eða gróður, það er sá her sem við íslend- ingar höfum valið okkur að verndarvæng. Röklegt samhengi Ég tel brýnt að menn geri sér ljóst að bandaríski herinn, Atlantshafsbandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu eru ekki sín á milli einangruð fyrirbæri heldur er á milli þeirra röklegt samhengi. Tilgangur- inn er sá að tryggja rétt hinna fáu auð- ugu á kostnað hinna mörgu fátæku. Við höfum lifandi dæmi fyrir augum okkar nú þegar íslenzka þjóðin reynir að ná eign- arrétti á náttúruauðæfum sínum. Bretar vitna í langa hefð, sem er ekkert annað en hefð nýlenduveldis til að nýta auð- lindir annarra. Bretar eru meðal auð- ugustu þjóða heims. Efnahagsbandalagið vill ekki gera verzlunarsamning við okk- ur nema við föllum frá kröfunni um 50 mílna landhelgi. Hér er verið að tryggja rétt hinna auðugu á okkar kostnað. Jafn- framt vinnum við með Bretum að því inn- an vébanda Atlantshafsbandalagsins að viðhalda því óréttláta skipulagi sem ríkir í veröldinni á okkar dögum. Ég vil undirstrika að það er órökrétt að vera á móti setu bandaríkjahers í Keflavik en aðhyllast jafnframt aðild að Atlantshafsbandalaginu. Slík afstaða byggist á þjóðernisástæðum en ekki á hugmyndafræðilegum grundvelli. Okkar staður er ekki við hlið auðugustu þjóða heims sem reist hafa velmegun sína á kúgun annarra þjóða og viðhalda auð- legð sinni með nýlendustefnu í nýrri mynd. Okkar staður er við hlið hinna ný- frjálsu ríkja sem berjast örvæntingar- fullri baráttu fyrir eigin nýtingu eigin náttúruauðæfa. En staða okkar nú er raunverulega sú að við erum að vinna gegn okkar eigin hagsmunum og leggjum lið þeim þjóðum, sem viðhalda því órétt- læti að fáum leyfist að hagnast á því að mörgum líði illa. Aðeins helmingur þeirra barna sem fæðast í þennan heim nær fjög- urra ára aldri, hinum er fórnað á altari ranglátrar skiptingar auðlegðar heimsins. Við verðum að læra að horfast í augu við það hvers konar öfl bandaríkjaher og Atl- antshafsbandalagið í raun og veru eru. Það afl sem við höfum valið til að verja okkur er það afl sem fyrst og fremst stendur í vegi fyrir sköpun nýs þjóðfé- lags sem getur veitt mannkyni öllu mann- sæmandi og réttlát lifskjör, þjóðfélags sem gætir hagsmuna allra þegna sinna en ekki fárra útvaldra. Undir verndar- væng slíks afls vil ég ekki búa. 4 William Wantling: LJÓÐAGERÐ í hreinskilni sagt. Ljóð mín hljóma oft ansi fallega og ég er lipur við rímið og get raðað orðum saman fólki til ánægju jafnvel hneykslað það af og til en þetta verður einhvern veginn alltaf dálítið óekta. Rím hálfrím og innrím fá ekki dulið þá staðreynd ,að ég.get ekki komið orðum að hinu raunverulega eða sanna í lífinu. Eins og um daginn. Um daginn var ég á gangi á öðrum æfingavellinum hér í San Quentin og þessi náungi kallaður Turk kom til vinar míns og sagði Ernie, mér er sagt að þú sért með eitthvert kjaftæði um mig strákur. Og Ernie svaraði: hvað með það, ræfillinn? og Turk tók upp hníf sinn og stakk Ernie í magann en Ernie var með járndisk undir skyrtunni. Stunga Turks hrökk bara af honum og Ernie tók upp sinn hníf og auðvita var Turk með engan disk og fékk það beint í brjóstið, slæma stungu og blóðið sem kom fram á varir hans var Ijósbleikt lungnablóð en hann lagðist aðeins í grasið og sagði: djöfullinn sjálfur, fari það í helvíti djöfullinn sjálfur. Og síðan hló hann lengi hljóðlega þar til hann dó. Og til hvers væri nú að reyna að ríma svona nokkuð? Ólafur Gunnarsson þýddi William Wantling er bandaríkjamaður. Hann gegndi her- þjónustu í Kóreu og varð andvígur þeirri hugmynd ráða- manna, að stríð fengi leyst mannlegan vanda. Árið 1958 var hann sökum eiturlyfjaneyzlu dæmdur til fimm ára fangelsisvistar í hinu illræmda ríkisfangelsi Kaliforníu, San Quentin. Þarvistardagar Wantlings urðu honum kveikja þess Ijóðs, sem hér birtist þýtt. Þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér frekar Ijóð þessa skálds, skal bent á tólftu kilju flokksins Penguin Modern Poets. Þýð. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.