Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 42
Albert Einstein: Hvers vegna sósíalisma? Er það ráðlegt fyrir mann, sem ekki er sérfræðingur í lögmálum efnahags- og þjóðfélagsmála, að láta í ljós skoðanir á viðfangsefni sem sósíalisma? Af mörgum ástæðum tel ég að svo sé. Við skulum fyrst athuga spurninguna frá sjónarmiði vísindalegrar þekkingar. Það kann að virðast sem enginn megin- munur sé á starfsaðferðum í geimfræðum og hagfræði. Vísindamenn i báðum grein- um leitast við að uppgötva lögmál, er gildi fyrir ákveðinn hóp af fyrirbærum, í þeim tilgangi að gera samband þessara fyrirbæra eins auðskilið og unnt er. — En í rauninni er þarna um mun á vinnuað- ferðum að ræða. Uppgötvun algildra lög- mála á sviði hagfræðinnar er erfiðleikum háð, sökum þess að sýnileg hagfræðileg fyrirbæri eru oft undir áhrifum frá mörgum þáttum, sem afar erfitt er að kanna sérstaklega hvern fyrir sig. Þar að auki hefur sú reynsla, sem safnazt hefur frá upphafi hins svokallaða sið- menningarskeiðs í sögu mannkynsins, eins og allir vita, verið undir áhrifum og mótazt af orsökum sem alls ekki eru ein- vörðungu hagfræðilegs eðlis. Til dæmis byggðist tilvera flestra helztu ríkja mann- kynssögunnar á hernaðarsigrum. Sigurvegararnir gerðust stjórnarfarsleg og efnahagsleg forréttindastétt í hinum sigruðu löndum. Þeir slógu eign sinni á landið og skipuðu í prestastétt úr sínum eigin röðum. Með stjórn menningarmála í sínum höndum gerðu klerkarnir stétta- skiptingu þjóðfélagsins að varanlegu stjórnarfarslegu fyrirkomulagi og sköp- uðu gildiskerfi, sem að miklu leyti ómeð- vitað ákvarðaði þjóðfélagslega hegðun fólksins upp frá því. Það má segja, að erfðavenjur sögunnar heyri liðinni tíð. Raunverulega höfum við hvergi sigrazt á því sem Thorstein Veblen kallar „ráns- stigið“ í þróun mannkynsins. Þær hag- fræðilegu staðreyndir, sem unnt er að rannsaka, tilheyra þessu stigi, og jafnvel þau lögmál, sem af þeim eru dregin, hæfa ekki öðrum stigum. Þar sem raunveru- legur tilgangur sósíalisma er einmitt sá að sigrast á og komast frá „ránsstiginu" í þróun mannfélagsins, geta hagfræðivís- indi nútímans litlu ljósi varpað á sósíal- istaþjóðfélag framtíðarinnar. í öðru lagi stefnir sósíalisminn að sið- fræðilegu markmiði í þjóðfélagsmálum. Hinsvegar geta vísindi aldrei skapað markmið og enn síður gróðursett þau í mannleg hjörtu. Vísindi geta í hæsta lagi vísað leið að ákveðnum markmiðum. En markmiðin sjálf eru mótuð af mönnum með háleitar siðgæðishugsjónir, og séu þessi markmið ekki andvana fædd, held- ur lifandi og máttug, eru hugsjónirnar fóstraðar og fram bornar af þeim mörgu einstaklingum, sem að mestu ómeðvitað ráða þróun þjóðfélagsins þótt hægt fari. Af þessum ástæðum ættum við að gæta þess að ofmeta ekki vísindi og vísinda- aðferðir, þegar um er að ræða mannleg vandamál. Og við skulum ekki ganga út frá því sem vísu, að sérfræðingar séu þeir einu, sem hafi rétt til að láta í ljós skoð- anir sínar á vandamálum, sem varða skipulag þjóðfélagsins. Óteljandi raddir hafa nú um nokkurn tíma fullyrt, að mannlegt samfélag sé á hættulegum tímamótum og alvarlegir brestir séu komnir í máttarviði þess. Það er einkenni sliks ástands að menn hafa afskiptalausa eða jafnvel fjandsamlega afstöðu til heildarinnar, sem þeir heyra til, hvort heldur hún er stór eða smá. Til að skýra hvað ég á við vil ég nefna hér persónulega reynslu. Ég átti nýlega tal við gáfaðan og velmetinn borgara um ógnun enn einnar heimsstyrjaldar, sem að mínu áliti mundi tefla tilveru mann- kynsins í alvarlega hættu, og ég taldi að aðeins alþjóðaskipulag gæti skapað vörn við slíkri hættu. Þessu svaraði gestur minn rólega og kuldalega: „Af hverju ert þú svona ákaflega mótfallinn eyðingu mannkynsins?" Ég er viss um að aðeins fyrir einni öld hefði enginn látið sér svo gálauslega at- hugasemd um munn fara. Þetta er at- hugasemd manns, sem árangurslaust hefur reynt að ná innra jafnvægi með sjálfum sér, en að meira eða minna leyti gefizt upp. Þetta er athugasemd, sem er sprottin af sársaukafullum einmanaleika og einangrun, sem svo margir þjást af nú á dögum. Hver er orsökin? Er kannski til einhver lausn? Það er auðvelt að setja fram slíkar spurningar, en erfitt að svara þeim af nokkurri sannfæringu. Ég verð þó að reyna hvað ég get, þó að mér sé sú stað- reynd ljós, að tilfinningar okkar og við- leitni eru oft mótsagnakenndar og óljós- ar og verða ekki settar fram með auð- veldum formúlum. Maðurinn er jöfnum höndum einstakl- ingur og félagsvera. Sem einstaklingur reynir hann að vernda sína eigin tilveru og þeirra sem honum standa næstir, full- nægja sínum persónulegu þörfum og þróa meðfædda hæfileika. Sem félagsvera reynir hann að ná viðurkenningu og hylli meðbræðra sinna, deila með þeim gleði, létta þeim sorgir og bæta lífsskilyrði þeirra. Aðeins tilvist þessara ólíku, oft andstæðu tilhneiginga myndar hina sér- stöku lyndiseinkunn mannsins, og sam- setning þeirra takmarkar að hve miklu leyti einstaklingurinn getur náð innra jafnvægi og stuðlað að velferð þjóðfélags- ins. Vera má, að styrkur þessara tveggja aðalhneigða sé að mestu fenginn að erfð- um, en sú lyndiseinkunn, sem maðurinn að lokum fær, er að mestu mótuð af því umhverfi, sem hann elzt upp í, af gerð þjóðfélagsins sem hann vex upp í, af erfðavenjum þess og mati á einstökum athöfnum hans. Hið óhlutlæga hugtak „þjóðfélag“ merkir í augum einstaklings- ins bein og óbein sambönd hans við sam- tímamenn og fólk fyrri kynslóða. Ein- staklingurinn getur hugsað, fundið til, barizt og unnið einn sér, en hann er svo háður þjóðfélaginu i líkamlegri, andlegri og tilfinningalegri tilveru sinni, að það er útilokað að hugsa sér hann eða skilja utan marka þjóðfélagsins. Það er „þjóð- félagið", sem aflar manninum fæðis, klæða, heimilis, vinnutækja, tungumáls, ramma hugsunarinnar og flestra við- fangsefna hennar. Tilvera hans hefur skapazt af vinnu og starfi hinna mörgu milljóna lífs og liðinna, sem felast bak við þetta litla orð „þjóðfélag“. Það er því augljóst, að nauðsyn þjóð- félagsins fyrir einstaklinginn er eðlislæg staðreynd, sem ekki er unnt að afnema, ekkert frekar en hjá maurum og býflug- um. Þar sem allt lífkerfi maura og bý- flugna er samt sem áður skipulagt niður í smæstu atriði af strangri arfgengri eðlishvöt, þá er þjóðfélagsleg skipan og samskipti manna afar margvisleg og breytingum háð. Minnið, hæfileikinn til 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.