Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 46
Engar íramiarir án samfara. Þeir sem sáu Marat/Sade á sviði Þjóð- leikhússins á sínum tíma munu kannast við þessi athyglisverðu slagorð. Ég vona að sem fæstir séu svo þröngsýnir að halda, að þessi setning innihaldi bara klám og ekkert annað. Hvernig svo sem kynferðis- fræðslu kann að vera háttað almennt, býst ég við að flestir sem þetta lesa geri sér grein fyrir, að án þeirrar undirstöðu- athafnar, sem heitir samfarir, eru harla litlir möguleikar á viðhaldi kynstofnsins, dýrategundarinnar mannsins. (Ég tala ekki um tæknifrjóvganir). Og sé mann- kyninu ekki haldið við mun fljótlega taka fyrir allar framfarir eftir okkar mæli- kvarða. Engar framfarir án samfara. Ég vil mega barna þessa setningu — auka við hana orðum og segja: Engar framfarir án samfara dirfsku til að troða ófarnar slóðir og kjarks til að yfirgefa hið gamalkunna. Framúrstefnumenn hinna ýmsu list- greina eru meðal hinna hugrökku könn- uða, sem reyna að brjóta nýjar leiðir og kanna svæði, sem enginn hefur áður séð. Þegar við leitum okkur skýringar og skilnings á hinum ýmsu fyrirbærum í okkar andlega lífi, þá koma oft og tíðum upp i hugann myndir frá veraldlegri hlið- um tilverunnar. Það er auðveldara fyrir barnið, sem er á byrjunarstigi í tölvísind- um, að gera sér grein fyrir að 2+2 séu 4, þegar það hefur fyrir framan sig 4 epli, sem það getur horft á, þreifað á, og jafn- vel étið. Mér dettur í hug, að til að glöggva sig á stöðu og hlutverki framúrstefnumanna í listum megi líkja listþróun aldanna eða jafnvel allri menningarframvindunni við venjulegan veg, sem við göngum, hjólum eða ökum eftir. Listsköpuninni við vegar- gerð. Við erum öll stödd einhversstaðar á þessum vegi, og kannski eigum við öll einhvern þátt í að móta hann. En engin dæmi eru fullkomin eða al- gild; þá vegi sem við þekkjum bezt ökum við fram og til baka, en á vegi menningar og lista göngum við sífellt áfram, snúum ekki við nema í huganum, og þá til að nema af fortiðinni, en aðalumferðar- straumurinn liggur áfram veginn. Við viljum komast áfram, sífellt áfram, og við viljum ná sífellt lengra og lengra. Vegargerðinni er aldrei lokið — ef vegur- inn tæki enda, þá stöðvaðist öll umferðin, og algjör stöðnun er gagnstæð þeim lög- málum, sem við þekkjum. Hvar erum við stödd á þessum vegi? Ef við lifum í samtimanum, þá hljótum við að vera einhversstaðar í nánd við þann enda vegarins, sem er i uppbygg- ingu. Ef við lítum til baka, sjáum við það sem liðið er — við litum til fortíðar. Ef við lítum fram, þá sjáum við það sem fyrir framan okkur er. En hvað sjáum við; hvað er fyrir fram- an okkur? Það fer eftir stöðu okkar á Hallmundur Kristinsson: Samlíhing um frumúr- stefnulist 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.