Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 54
„Ábendingarmenn" Nefndarmenn viðurkenndu þá alkunnu staðreynd, að þeir væru engir sérfræðing- ar í hinum ýmsu listgreinum og ættu sumir hverjir óhægt um vik að fylgjast með öllu sem gerðist í listaheiminum, t. d. tónleikum, málverkasýningum, leiksýn- ingum og þvíumliku, enda ekki víst að áhuginn sé svo ýkjamikill. Hinsvegar kváðust þeir hafa sér til fulltingis ráðu- nauta eða „ábendingarmenn" eða „hvísl- ara“ frá hinum ýmsu samtökum lista- manna í landinu, og var á þeim að skilja að þessir menn bæru beint eða óbeint ábyrgð á þeirri fáránlegu þríflokkun listamanna, sem nefndin skilar af sér á hverju ári. í umræðunum kom afturá- móti fram, að Tónskáldafélag íslands sendir nefndinni enga slíka hvíslara, heldur einfaldlega félagaskrá og verka- skrá tónskálda. Það kom einnig fram, þó reynt væri að þvæla það mál, að Rithöf- undasamband íslands hefur ekki tekið fyrir á fundi eða samþykkt formlega að senda nefndinni ábendingarmenn, en annað aðildarfélag Rithöfundasambands- ins, Félag íslenzkra rithöfunda, sendi mann í ár, þar sem Rithöfundafélag ís- lands neitaði að taka þátt í skrípaleikn- um. Málarar munu eiga sína föstu „hvísl- ara“ hjá nefndinni, og arkitektar sendu tvo menn á fund nefndarinnar einusinni, en fengu ekki áheyrn í annað sinn. Um aðrar listgreinar er mér ókunnugt. Hins- vegar kynnu ofangreindar upplýsingar um aðild tónskálda og rithöfunda að þessu máli að vera nokkur skýring á þeirri vægast sagt kynlegu staðreynd, að tvö af mikilvirkustu og þekktustu tón- skáldum þjóðarinnar utan lands sem inn- an, þeir Leifur Þórarinsson og Þorkell Sigurbjörnsson, voru ekki einusinni á skrá úthlutunarnefndar en Atli Heimir Sveins- son var settur í neðra flokk, og í annan stað að í efra flokki listamannalauna eru fleiri félagar úr Félagi íslenzkra rithöf- unda (þeirra á meðal allir stjórnarmenn) en í Rithöfundafélagi íslands, þó fyrr- nefnda félagið sé bæði yngra og fámenn- ara. Ekki sakar að geta þess, að Helgi Sæmundsson er félagsbundinn í Félagi íslenzkra rithöfunda, og gæti það siðleysi verið enn ein skýring á óskiljanlegu gengi þessa klofningsfélagsskapar hjá úthlut- unarnefnd. Það hefur verið ráðandi stefna í Rithöf- undafélagi íslands, að ósæmilegt sé að skikka listamenn til að setja starfsbræð- ur sína í gæðaflokka frammi fyrir úthlut- unarnefnd listamannalauna. Hitt er vita- skuld jafnfráleitt að sjö manna nefnd flokkshollra einstaklinga úr ýmsum átt- um öðrum en af vettvangi listanna sé þess umkomin að flokka listamenn þjóðarinn- ar í þrjá skýrt aðgreinda flokka: meira verðuga, minna verðuga og óverðuga. Það er þetta sem hefur verið að gerast í reyndinni, því hvíslararnir koma ekki á vettvang nema með höppum og glöppum og fá ekki einusinni áheyrn nema sam- kvæmt duttlungum nefndarmanna (sbr. arkitekta), og þarvið bætist að tillögur þeirra eru einatt hunzaðar, þótt nefndar- mönnum þyki þægilegt að geta borið þá fyrir sig þegar gerræðið og fáfræðin keyra úr hófi fram. Þeir sem verja kerfið, einsog það er nú, eru í rauninni að ljá samþykki sitt þeirri fjarstæðu, að sjömenningarnir séu starfi sínu vaxnir. Það er ekki þeirra sök, að svo er ekki, heldur sök kerfisins sem þeir starfa eftir, og hefur einn nefnd- armanna, Sverrir Hólmarsson, lýst yfir þeirri skoðun sinni opinberlega, að kerfið samrýmist ekki skynsamlegum vinnu- brögðum. „Viðurkenning“ Hitt atriðið, sem kom fram í fyrrnefnd- um sjónvarpsþætti og ástæða er til að staldra við, var sú yfirlýsing nefndarfor- manns, Halldórs Kristjánssonar, að frem- ur bæri að líta á listamannalaun sem við- urkenningu en sem fjárhagslegan stuðn- ing til listsköpunar. Þessi yfirlýsing er meðal annars athyglisverð í ljósi þess, að á skrá úthlutunarnefndar er ekki einn einasti arkitekt, einn listdansari, þrír söngvarar, fimm hljóðfæraleik- arar og fimm leikarar, og það sem er kannski ennþá merkilegra: Róbert Arn- finnsson er settur í lægra flokk á sama tíma og ýmsir jafnaldrar hans og yngri menn eru í efra flokki. Samkvæmt hvaða mati er Róbert Arnfinnsson annars flokks listamaður og þvi eftirbátur þeirra ellefu listamanna sem nefndin færði uppí efra flokk og gerði að opinberum fyrsta flokks listamönnum? Spyr sá sem ekki veit, en einhvernveginn minnir allt kerfið og framkvæmd þess óþægilega á sovézka fyrirkomulagið með þjóðlistamönnum, ríkislistamönnum og allskyns gráðum af flokkshollum þjónum listanna. Og enn gæti maður haldið áfram að spyrja. Nokkrir ungir íslenzkir rithöfund- ar hafa vakið athygli erlendis og verið þýddir á erlendar tungur — einn þeirra jafnvel tvívegis verið í framboði af íslands hálfu í bókmenntasamkeppni Norður- landaráðs: Svava Jakobsdóttir. Nafn hennar er hvergi að finna á skrá úthlut- unarnefndar. Ekki heldur nafn Njarðar P. Njarðvík, þó skáldsaga hans hafi verið þýdd á þrjár þjóðtungur, Er viðurkenn- ing óhlutdrægra erlendra bókmennta- manna marklaus í augum hinna póli- tísku varðhunda í úthlutunarnefnd lista- mannalauna á íslandi? Óþarft er að vera hér með langar upp- talningar, en það segir vissulega sína öm- urlegu sögu, að af 109 listamönnum, sem fundu náð fyrir augum nefndarmanna, eru einungis tveir innanvið þrítugsaldur og tólf innanvið fertugt. Hér er því óum- deilanlega á ferðinni einhverskonar van- hugsað ellilaunakerfi, sem er í reynd hvorki viðurkenning né styrkur né laun né yfirleitt neitt annað en handahófssóun á almannafé. Þarvið bætast 11 menn í heiðurslaunaflokki Alþingis, sem allir eru á áttræðisaldri. Að setja alla listamenn undir einn hatt er ekki einungis fráleitt af þeim ástæð- um, sem fyrr voru nefndar, vanþekkingu nefndarmanna á fjölmörgum listgreinum, heldur einnig af þeirri augljósu ástæðu, að tekjuöfiunarmöguleikar þeirra eru svo geipilega ójafnir. Svo tekið sé aðeins eitt dæmi, þá eru lágmarksárstekjur arkitekta áreiðanlega sjaldan undir einni milljón króna á sama tíma og hámarkstekjur rit- höfunda geta ekki farið uppfyrir 100.000 krónur, og eru slíkar tekjur raunar hrein undantekning nema á margra ára fresti. Hvernig er hægt að setja þessar tvær stéttir undir einn hatt og úthluta þeim listamannalaunum eftir sama mæli- kvarða? Margir kostir Því hefur verið slegið fram af allra- handa bögubósum í slúðurdálkum og rit- stjórnargreinum sumra dagblaðanna og öðrum ámóta ritsmíðum, að þeir sem gagnrýni ríkjandi kerfi hafi ekki á tak- teinum nýtar tillögur um skynsamlegri skipan þessara mála. Þetta er vitaskuld enn eitt dæmi um vanþekkingu og sinnu- leysi téðra skriffinna um að kynna sér málin sem þeir eru að bögglast við að fjalla um. Fyrir átta árum skrifaði ég til dæmis langa grein í Lesbók Morgunblaðs- ins (18. tbl. 1964) þar sem ég bar fram tillögur um breytingar á tilhögun lista- mannalauna. Þar vakti ég m. a. athygli á mjög svo misjöfnum tekjuöflunarmögu- leikum hinna ýmsu listgreina og færði að því rök, að rithöfundar væru í langsam- lega erfiðastri aðstöðu að þessu leyti. Ég benti ennfremur á, að ein leið til að kom- ast útúr þeim ógöngum, sem pólitísk nefndarkosning hefur leitt útí, væri sú að fela tilteknum stofnunum að hafa um- sjón með úthlutun listamannafjár og nefndi í því sambandi heimspekideild Há- skóla íslands, Listasafn ríkisins, Tónlist- arskólann, Landsbókasafn og Hugvísinda- sjóð, en stakk uppá að oddamaður úthlut- unarnefndar væri fulltrúi menntamála- ráðherra. Þetta er ein hugsanleg leið. Á aðra leið benti Elísabet Gunnarsdóttir í ýtarlegri grein um listamannalaun í 3. hefti Samvinnunnar 1970, sem var end- urprentuð í Þjóðviljanum 5. marz sl. Hún lagði til að listamannafé yrði skipt í tvo staði, heiðurslaun handa 3—4 listamönn- um og starfsstyrki handa skapandi lista- mönnum, og ætti þriggja manna nefnd að úthluta þeim: fulltrúi menntamálaráð- herra, formaður Bandalags íslenzkra listamanna og einn fulltrúi kjörinn sam- eiginlega af Arkitektafélagi íslands, Fé- lagi íslenzkra myndlistarmanna, Rithöf- undasambandi íslands og Tónskáldafélagi íslands. Loks lagði ég á það áherzlu í fyrrnefndri grein í 5. hefti Samvinnunn- ar 1971, að endurskoða þyrfti frá rótum lög um listamannalaun, fella launin niður í núverandi mynd, en taka upp starfs- styrki til yngri og heiðurslaun til eldri listamanna. Við þá breytingu gæti ég vel hugsað mér, að þeir, sem nú eru í efra flokki og því komnir á ríkisjötuna ævi- langt, fengju að velja milli þess að vera áfram á föstum árslaunum og að þiggja tímabundna starfsstyrki, sem yrðu mun ríflegri en árslaunin, enda ættu þeir einir kost á starfsstyrkjum sem ekki nytu árs- launa. Hér er um ýmsa kosti að velja til bóta á því ófremdarástandi sem nú rikir, og er þá ógetið þess ranglætis sem rithöf- undum einum listamanna er gert með söluskatti á bókum sem fer beint í rikis- kassann (skemmtanaskattur af tónleikum, 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.