Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 56
Kristján Árnason: ÞRJÚ LJÓÐ FORNU VÆTTIR .... Fornu vættir, vfðáttur mins lands, vindar, gnauðandi við jökulburstir, fjallakyrrð, ofin eyðifljóta gný, haf, er brýzt í fangi fjörusands, iðandi bjartur brunnur veglauss fjarska yfir mig hvelfist, hvenær mun á ný opnast falinn, innst i hug mín sjálfs, uppsprettubrunnur gleði, trega, máls ... í KVIKMYNDAHÚSI Ég kom víst of snemma og keypti almenn sæti, því kannski er þetta aukamyndin: menn við borð, starandl inn í holrúm ferhyrnds flatar, í flökti Ijóssins stíga þeirra orð mót oss, er sitjum, huldir myrkri og hljóðir, hósti af fremsta bekk er eina svar þess lífs, er sjálft sig flýr og finnur athvarf við fætur þeirrar blekkingar, er var. Á PELÓPSSKAGA Það er hér enn, ég finn: það er hér allt enn sem flæddi úr dagsins tæra auga og yfir þögn og þyrping manna rann, er átekta biðu, brátt í banamekki úr glampa ótal sverða huldir sjónum . .. hljótt sem kliður vatns, er hófst á loft sem geisli kristaltær og aftur féll í opna brunnsins greip ... ... það er og eyrum ferðalangsins nær, á sveim’ yfir hnappi svartklædde fólks og lagt að bökum asna, er bera sveittir heim í bjölluhljómi kvöldsins þunga farg. Sú fræðigrein, sem nær yfir það svið að fjalla um sjálfan grundvöll þekkingar okkar á heiminum, hin almennustu hug- tök, sem ekki eru gefin í neinni ákveð- inni reynslu, heldur eru forsenda allrar reynslu, svo sem heimur, vitund, orsök, hlutur, breyting, vera, ekki-vera, verðandi o. s. frv., og beinist um leið að rannsókn á stöðu okkar sjálfra innan þess heildar- samhengis, sem við köllum heim, og á því, sem er mælikvarði athafna okkar sem sjálfsábyrgra vera, hin svonefnda heim- speki eða philosophia virðist hafa orðið nokkuð útundan í hinu almenna þróunar- kapphlaupi seinni tíma, þvi meðan aðrar greinar, hin svonefndu vísindi sem miða að rannsókn afmarkaðs þáttar veruleik- ans og könnun orsakasamhengis milli á- kveðinna staðreynda, hafa belgzt út eins og aligrísir, þá kann að virðast sem ofan- nefnd þekkingargrein hafi fremur skropp- ið saman eða sætt svipuðum örlögum og kartöflumóðir, því hafi hún áður fyrr verið talin drottning allra þekkingar- greina, þar sem hún væri í senn grund- völlur þeirra og tilgangur, er engu líkara en að hún hafi nú orðið fyrir því sama og sum heimsveldi á seinni tímum, að það sem áður voru ósjálfstæðar nýlendur hafi brotizt undan veldi hennar og þykist ekki þurfa að hlýða öðrum sjónarmiðum en sínum eigin, og búist jafnvel til að reka móðurlandið úr sr.mveldi mannlegr- ar þekkingar, því nú cr svo komið, að talað er um, að heimspekin hafi lokið hlutverki sínu eða öllu heldur að hin einstöku reynsluvísindi hafi tekið við þessu hlutverki, þar sem þau geti nú með ströngum aðferðum skýrt hluti, sem heimspekin varð áður að iáta sér nægja að leiða getum að, enda virðist hlutverk hennar innan fræðslukerfis vors víðast bundið við að vera eins konar undirbún- ingsgrein eða andleg liðkun undir önnur og strangari fræði og vísindi, enda ekki laust við þeim, sem einungis hefur lagt sig eftir heimspekilegri þekkingu, finnist hann vera í áþekkri aðstöðu og hómópati, sem stendur andspænis hópi af sér- menntuðum nútímalæknum, sem kunna meðal annars þá list að skrifa tilvísanir hver til annars. En sé það haft í huga, að aðalsmerki téðra reynsluvísinda er einmitt það að halda sem fastast við svið reynslu og staðreynda og forðast að fjalla um hug- tök, sem ná út fyrir það svið, samkvæmt reglunni hypotheses non fingo, þá er vandséð, hvernig hægt sé að ætla téðum greinum að fjalla um þau hugtök, sem minnzt var á hér áðan og þarf aðrar að- ferðir við. Því í rauninni getum við ekki komizt að því með sjónaukum, hvað heimur sé, ekki með tilraunum, hvað or- sök sé, ekki með gáfnaprófum, hvað vit- und sé, ekki með heimildakönnun, hvað hið góða sé, og svo mætti lengi telja. Við getum heldur ekki krafizt þess af þeim vísindum, sem veita okkur upplýsingar um afmarkaða þætti veruleikans, að við getum sett lífi okkar markmið eftir þeim eða þau geri okkur ábyrg á einhvern hátt siðferðilega eða félagslega, því í rauninni eru þau algerlega hlutlaus gagnvart því, hvernig þau eru notuð og til hvers, og geta tengzt aðila með hvaða hugmyndagrund- völl sem er, svo fremi hann hafi fjárhags- legt bolmagn til að standa undir þeim rannsóknum, sem nútímavísindi krefjast. Þannig geta tvö andstæð valdakerfi not- að sömu eðlisvísindin til að tortíma hvort öðru, og sama þekkingin á sálarlegum við- brögðum getur komið í góðar þarfir jafnt fyrir stórframleiðanda í peningaþjóðfé- lagi til að auglýsa varning sinn og koma honum út og fyrir valdsherra í sameign- arríki til að innprenta mönnum hinn eina sanna málstað. Og þannig hendir það oft á vorum dögum að valdamenn leggi kapp á að kaupa eða ræna mönnum með vís- indalega sérþekkingu, en mönnum með heimspekilega þekkingu eða hugarfar hafa slikir valdamenn yfirleitt engan á- huga á, nema þá helzt því, hvernig eigi að þagga niðri í þeim. Það er því nauðsynlegt, að gerð sé grein fyrir mismuninum á vísindalegri og heim- spekilegri hugsun; á hugsun sem miðar að því að ná valdi á hlutveruleikanum með því að kanna ákveðið samhengi orsaka, og 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.