Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 57
hinni heimspekilegu hugsun, sem miðar að því að gefa heiminum merkingu og ákvarða stöðu okkar innan hans, þótt í rauninni sé sú fyrrnefnda, hin vísinda- lega hugsun, byggð á ákveðinni heim- spekilegri afstöðu, sem verður ríkjandi á vissu tímabili og mótar vestræna menn- ingu seinni tíma. En þar sem vísindin eiga sér rót í þeirri þörf mannsins að gera sér náttúruna undirgefna, má segj a, að heimspekin byggist á þvi séreðli mannsins að hann hefur ekki fastan stað eða rás innan hlutanna, heldur þarf hann að gefa þeim merkingu, öðlast yfir- sýn og byggja sér hugmyndagrundvöll til að móta líf sitt eftir. Að vísu er þessi merking fyrir flesta fyrirfram fengin og talin sjálfsögð, við vöxum inn í veröld sem er mótuð af ákveðnum hugmyndum, siðum og venjum, og flestir tökum við við þeim án þess að þurfa að hafa fyrir því að brjóta þær undir okkur og gera að okkar eigin. Þannig geta menn yfirleitt farið eftir því sem almennt er talið gott, satt og rétt á hverjum tíma um sig, og talið sér trú um að það sé reist á ein- hvers konar „heilbrigðri skynsemi", sem sé innbyggð í menn eins og ratsjá í vissar vélar, þannig að við þykjumst ekki þurfa að leggja á okkur heimspekilegt grufl og getum raunar talið þá til hjárænulegra sérvitringa, sem við slíkt fást. En ef betur er að gáð, þá er hin svonefnda heilbrigða skynsemi ekki annað en hrærigrautur gamalla og útþynntra heimspekihug- mynda úr ýmsum áttum, sem eru settar saman af lítilli samkvæmni og yfirleitt aldrei hugsaðar til enda. Og enginn skyldi halda að það sem hann telur heilbrigða skynsemi í dag hafi verið talið það á miðöldum eða í fornöld né heldur að það verði talið það á ókomnum öldum, og það sem er „heilbrigð skynsemi" í Súdan þarf ekki endilega að vera það í Grímsnesinu. Ef við gerum okkur grein fyrir því, að hugmyndir þær sem móta líf okkar eru afurð langrar sögulegrar þróunar, sem er í stöðugu framhaldi, þá getur heimspeki- legt afstöðuleysi í rauninni ekki táknað það, að menn séu óháðir heimspekilegum Sókrates Platon Aristóteles Kristján Árnason: Inngangur að heimspeki Fyrri grein hugmyndum, heldur aðeins það, að menn falli að þeim hugmyndum sem eru ríkj- andi og fylgi blint þeirri stefnu, sem þjóðfélagið markar hverju sinni; þetta afstöðuleysi er i rauninni aðeins andlegt ósjálfstæði, og þegar það er tekið upp af heilli þjóð og hún telur sér nóg að taka upp ytri menningu stærri menningar- þjóða, án þess að tileinka sér eða kanna hugmyndalegan grundvöll þessarar menn- ingar, þá er hún í rauninni ekki sjálf- stæð, heldur heimsins eltandi skuggi. En þegar við freistum þess að rekja upp vef þeirra hugmynda sem umlykja okk- ur, og kynnum okkur sögu hugmyndanna, þá getum við ekki gert það eins og við séum að fara á markað eilífra sanninda til að velja úr hér og þar, heldur til að gera okkur grein fyrir eigin aðstöðu og finna okkur heimspeki nútímans í sam- hengi við þann veruleika sem við hrær- umst í, til að taka líf okkar í eigin hend- ur og verða höfundar að eigin tilveru, en horfa ekki á hana hlutlaust eins og við horfum á lélega bíómynd. Við veljum hinsvegar ekki heimspeki nútímans, af því að við séum svo trúaðir á framfarir og teljum að hið nýjasta hljóti að vera „réttara" þ. e. „sannara" en hið eldra, því í heimspeki er ekki um framfarir að ræða eins og í þekkingargreinum, sem safna fróðleik um ákveðið efni; heim- spekikenningar verða ekki afgreiddar með orðunum „rétt“ eða „rangt“ eins og stærðfræðilegir útreikningar, eða próf- aðar með tilraunum; eðli heimspekilegs sannleika er annað en vísindalegs rétt- mætis; hann felst í innsýn í heildarsam- hengi, skilningi á afstöðu okkar og þeim takmörkunum, sem þekkingu okkar á hlutunum og heiminum er sett, fremur en áreiðanlegum upplýsingum um hann. Þar sem svið heimspekinnar er í raun- inni óendanlegt, stefnir hún ekki í á- kveðna beina átt frá gefnum upphafs- punkti, heldur verður hún að finna sér hann sjálf, og framþróun heimspeki verður með þeim hætti, að menn öðlast sýn á veruleikann frá sínýrri hlið við það að finna sér nýjan upphafspunkt, en Tið það kann aftur annað að týnast sem önnur tímabil hafa átt. Þannig má til dæmis benda á, að þótt sú heimspeki, sem nýja öldin hefst með, mætti að vissu leyti kallast framför eða ávinningur i saman- burði við þá heimspeki, sem hún leysti af hólmi, má einnig segja, að hún standi skólaspeki miðalda og heknspeki Forn- Grikkja að baki á mörgum öðrum sviðum. Það er í rauninni jafnvafasamt að tala um framfarir í heimspeki og að tala um framfarir í skáldskaparlist eða framfarir í tónlist, þótt vitaskuld megi tala um blómaskeið og hnignunarskeið í sögu hennar eins og sögu listanna. Við sjáum af þessu, að heimspekin er meira í ætt við skapandi listir en við akademísk fræði; hún á ekki að híma innan við múrvegginn í skúmaskotum háskólanna, heldur að leggja leið sína út á götuna, eins og Sókrates, og vaxa og eflast af því að takast á við það líf sem stendur andspænis henni. Og eins og list- irnar þróast hún í samhengi sögunnar, og hlutverk hennar er, eins og þeirra, mismunandi eftir þeim veruleika, sem hún er þáttur af. Áður en menn því snúa sér að þróun hugmyndanna sjálfra, er rétt að gera sér sögulega grein fyrir stöðu heimspekinnar á hverju tímabili um sig, innan þeirra þjóðfélaga, sem hún er sprottin af. Saga heimspekinnar verður því eingöngu skilin í sambandi við hina almennu sögu, og við getum þannig í samræmi við hana aðgreint þrjú megin- tímabil í hugmyndasögu Vesturlanda, þar sem heimspekin hefur mismunandi stöðu og innihald, en það væri þá fyrst heim- speki fornaldar, sem er eins konar tóm- stundaiðja í þjóðfélagi reistu á þræla- haldi, því næst heimspeki miðalda, sem er tengd valdi kirkjunnar, og loks heim- speki nýaldar, sem mótast af borgara- legri verkmenningu. Áður en við freistum þess að skýrgreina anda þessara tímabila hvers fyrir sig, þurfum við að gera grein fyrir því, hvað skilur þau öll frá því sem var á undan; fyrir því, hvernig heimspekin kemur fram, upp úr hverju eða sem andstæða hvers, því auðvitað sprettur hún ekki af hendingu upp úr grýttri jörð. Það sem einkennir hið forheimspekilega tímabil, sem kallast mætti hið goðsögulega, er að yfir því grúfir farg sögulegra hefða og arfsagna, sem heldur lífi manna í vissum skorðum og lætur þá falla inn í heildar- mynd, þar sem þeir verða ósjálfstæðir, og er engu líkara en örlög, ákvarðanir og til- finningar einstaklinga komi yfir þá utan frá, og þeir séu meira og minna leiks- oppar goðlegra afla, sem þeir megi sín einskis gegn. Maðurinn leitar ekki inn í brjóst sitt, er hann þarf að taka miklar ákvarðanir, heldur til hinna myrku svara véfregnanna; gæfa hans og gengi í stríði og ástum er háð himintunglum, fórnir eru honum leið til að öðlast velvilja hinna æðri afla, en ef hann bíður lægra hlut og er hnepptur í þrældóm, þá hefur hann um leið misst helming ágætis síns, eins og Hómer segir, enda eru hinir sterkari einatt menn sem á einhvern dularfullan hátt geta rakið ættir sínar til guðlegra vera, ef þeir eru ekki sjálfir guðir. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.