Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 5
ur um neina röðun á sínum mönnum. Þá segir enn: „Arkitektar sendu tvo menn á fund nefndarinnar einusinni, en fengu ekki áheyrn í annað sinn“. Sannleikurinn er sá, að full- trúar arktitekta hafa alltaf mætt til viðræðu við nefndina. Hafi einhver tekið svo til orða, að þeir hafi ekki fengið áheyrn, mun hann hafa átt við að nefndin hafi ekki tekið tillögur þeirra til greina og þetta orða- lag síðan valdið þeim heila- spuna ritstjórans að fulltrúarn- ir, sem hann kallar hvíslara, „fá ekki einusinni áheyrn, nema samkvæmt duttlungum nefndarmanna". Ég biðst ekki undan gagnrýni og kveinka mér ekki undan skömmum, en mér finnst það þarflaus flumbruskapur að láta svona fjarstæðukenndan heila- spuna verða grundvöll stóryrtr- ar ádeilu. Ég mun ekki gera mikið að því að ræða hér einstaka lista- menn, sem ritstjórinn nefnir, Þó vil ég spyrja í sambandi við tónskáldin, hvort óeðlilegt sé, að þau skiptist á um að þiggja laun, úr því að félag þeirra gerir á þeim engan mun og ekki þykir rúm fyrir þau öll í út- hlutun í einu. Um Svövu Jakobsdóttur vil ég benda á það, að hún hefur valið sér annað göfugt verkefni en ritstörf að aðalstarfi þetta kjörtímabil, og á vonandi eftir að vinna gott verk á því sviði, en þar er svo mikið starf fyrir höndum, að ekki er hægt að ætlast til sérstakra stórvirkja á sviði skáldskapar frá hennar hendi á meðan. Hitt er svo annað mál, að ég veit ekki nema val bóka í Norð- urlandakeppni kunni lika að orka tvímælis, enda hygg ég, að fámennur sé sá hópur, sem ráðið hefur því vali. Haft er eftir mér í greininni, „að fremur bæri að líta á lista- mannalaun sem viðurkenningu en stuðning til listsköpunar". Ég hef lengi litið svo á, að víst væru launin hugsuð sem viður- kenning, en ættu þau bara að vera viðurkenning væru þau höfð í öðru formi, svo sem nafnbót eða heiðursmerki. Þau væru höfð fjárstyrkur í því skyni, að þeim sem þægi væri þar með gert hóti auðveldara að helga sig list. Það er missögn, að listamenn hafi aldrei afþakkað laun fyrr en nú. Einstakir menn hafa gert það kurteislega á hljóðlát- an hátt, svo sem Barbara Árna- son og Helgi Hálfdanarson. Aðrir hafa gert það með áber- andi auglýsingum í mótmæla- skyni við eitthvað, sem þeim hefur misfallið, líkt og nú var gert. Þeir sem þekkja til mál- anna vita það. Ég neita því ekki, að fram hafi komið ýmsar hugmyndir og tillögur um breytta tilhögun listamannalauna, og ég er eng- inn sérstakur talsmaður þess kerfis sem nú er. Hins vegar sé ég ekki, að neinar þær tillögur, sem ég hef heyrt um, leysi frá þeim viðkvæma vanda að gera upp á milli manna og leggja mat á þá. Það gera starfsstyrk- irnir ekki. Þegar þetta er skrifað llggur fyrir að veita starfsstyrki. Heimilt er að styrkur sé 12 mánaðalaun, 6 mánaðalaun eða þriggja mánaðalaun. Hvern- ig er hægt að veita þessa starfsstyrki án þess að meta menn og gera upp á milli þeirra? Og er þá ekki verið að flokka menn í meira verðuga, minna verðuga, enn minna verðuga og alls óverðuga? Og ef sú flokkun er í sjálfu sér til skammar, þá sé ég ekki að það breyti neinu um eðli málsins, hvort það fé, sem útbýtt er, verður kallað starfsstyrkur eða listamannalaun. Það verður ekki hjá því kom- izt að gera upp á milli manna og setja suma hjá, meðan um fjárveitingar í einhverju formi er að ræða, og ekki fá allir það, sem þeir vilja, sem seint mun verða. Ritstjóri Samvinnunnar kall- ar mig pólitískan varðhund. Mér finnst það litlu máli skipta. Góður varðhundur þiggur ekki mútur og gleypir ekki við neinu úr hendi vafasamra manna. Og ég hugsa helzt, að venjulegur varðhundur hafi varla svo mik- ið við að fitja upp á trýnið, þó að kjölturakki úr einhverju fínu tízkuhúsi gelti að honum. Hálfnað er verk þá haf ið er ^ I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Akranesi - Grundarfirði - Króksfjarðamesi - Patreksfirði - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Vopnafirði - Stöðvarfirði - Vík í Mýrdal - Keflavík - Hafnarfirði og Reykjavik. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.