Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 23
nægilegt þéttbýli og fjölmenni. En vandamál smærri staða útá landi er geigvænlegt. Það má heita útilokað að reka verzlun á smærri stöðum núorðið. Að- stöðumunurinn er svo mikill. Og svo eru settar þær reglur, að Friðrik: Þessi stórmarkaður mundi náttúrlega skapa geysi- legan mismun á verðlagi í land- inu. Það kom fram, að verð- mismunur yrði 5—8% hér á Reykjavíkursvæðinu ogkannski allt uppí 10—12% einsog er sumsstaðar í Svíþjóð. Raun- verulega þýðir þetta mun hærri prósentutölu, því að til þess að geta eytt 100 krónum þarf hlut- aðeigandi maður að hafa aflað sér 150—200 króna. Björn: Ég held að þessi að- stöðumunur verði aldrei jafn- aður með verzluninni einni. Þar verða einnig að koma til bein- ar aðgerðir stjórnvalda, bæði í þessu og öðru, sérstaklega varð- andi flutningskostnað. í raun og veru er þvi svo háttað nú, að fólkið útá landsbyggðinni verður að borga hærri skatta af neyzlu heldur en Reykvik- ingar. Við höfum allt uppi 28% hærra verð á sumum vörum útá landi heldur en er i Reykjavik. Og af þessum mismun verðum við að greiða söluskatt. Friðrik: Mér finnst tilraunin sem KRON hefur gert með af- sláttarmiðunum merkileg, þvi raunverulegur sparnaður fyrir neytandann er meiri en þessi 10% sem afslátturinn hljóðar uppá. Það er enginn smáræðis- sparnaður fyrir mannmörg heimili. Þetta hlýtur því að laða Benedikt Gröndal eitt skuli yfir alla ganga; það sem hæfi i þéttbýlinu við Faxa- flóa sé líka við hæfi á Vopna- firði. Halldór fær ekki einu- sinni að leggja á flutnings- gjaldið til Vopnafjarðar. Þetta er geigvænlegt vandamál. fólk ákaflega mikið að félög- unum. Adda Bára: Við höfum orðið þess áþreifanlega vör, að þetta hefur verið mjög vinsælt. Jakob: Það gæti til dæmis leitt til þess að þið fengjuð það sem eftir er af landsbyggðarfólkinu til Reykjavíkur, og að því yrði mikill sparnaður! Adda Bára: Við getum nú tæp- lega notað þær röksemdir, að við eigum ekki að standa okkur eins vel og okkur er unnt fyrir fólkið í Reykjavík, vegna þess að þá vilji allir flytjast hingað. Það verður að finna aðrar leið- ir til að leysa vanda lands- byggðarinnar, sem vissulega er mikill. Halldór: Ég held að tilgangur- inn með því að setja upp svona stórverzlun i Reykjavík hljóti fyrst og fremst að vera sá að ná aukinni hlutdeild í þessum stóra markaði, og þá sé ekki rétt að vera að hugsa um það í sömu andrá, hvernig leysa beri vandamál okkar útá lands- byggðinni. Benedikt: Heldurðu, Erlendur, að þetta yrði tiltölulega miklu stærra átak en þegar Sam- bandið setti upp fyrstu kjör- búðina? Erlendur: Já, þetta er miklu stærra fyrirtæki. 0 Halldór Halldórsson Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði Kf. Berufjarðar, Djúpavogi Adda Bára: Ég held við ættum ekki að blanda saman þessum tveimur fyrirtækjum. Benedikt: Þau eiga þó það sameiginlegt, að kjörbúð SÍS í Austurstræti var gríðarlega mikið og merkilegt átak til að breyta verzlunartækninni hér á landi. Þetta var fyrsta kjörbúð- in í landinu. Adda Bára: Það er nú ekki al- veg rétt. KRON byrj aði á horn- inu á Garðastræti fyrir löngu síðan. Benedikt: Jú, það er rétt; það var löngu áður. Adda Bára: Hitt er ljóst, að þó að KRON hafi gengið allvel á síðasta ári, þá fer þvi víðs fjarri að það eigi fjármagn til að leggja útí fyrirtæki á borð við þennan fyrirhugaða stór- markað. Þessvegna verðum við að velta því fyrir okkur, hvað- an við getum fengið þetta fjár- magn, og hvort við getum leit- að til okkar eigin meðlima. Er- lendur kom fram með vissar hugmyndir í viðtali í HLYNI í sambandi við afmælið í febrú- ar. Ég held við verðum að skoða allar leiðir og velta fyrir okkur öllum hugsanlegum möguieik- um öðrum en þeim að fara beint í stórfjármagnseigend- urna. Ef við fáum peninga frá okkar eigin fólki, þá er það gott, og ef við fáum opinbera aðila til að styðja okkur og fá- um lán, þá er það líka gott. Benedikt: Framkvæmdasjóður hefur lánað til verzlunarinnar. Erlendur: Já, beint og óbeint. En í sambandi við það sem þú sagðir um afkomuna, Adda Bára, þá er ég ekki þeirrar Kf. Stöðfirðinga, Stöðvarfirði Kf. Austur-Skaftfellinga, Hornafirði skoðunar, að afkoman hafi ver- ið góð i KRON, þó mér þyki gott að vita að verzlunin stendur undir sér. Ég er að horfa á það, að KRON geti raunverulega byggt sig upp í Reykjavík og lagt úti stórar framkvæmdir. Til slíkra hluta er útilokað að taka alla peninga að láni. Það verður einhver hluti að koma úr rekstrinum. Þetta er vanda- málið. Adda Bára: Þessar 250 milljón- ir koma aldrei útúr rekstrinum. Erlendur: Vitanlega ekki, en eigið fé verður að koma að hluta. Björn: En ef stórmarkaður get- ur lækkað vöruverð um 5—10%, þá er af talsverðu að taka til að standa undir fjármagns- kostnaði. Ólafur: Menn leggja peningana sína í banka fremur en inn- lánsdeildir, vegna þess að þeir leggja þá inn með það fyrir augum að geta fengið lán, þeg- ar þeir þurfa þess seinnameir. Vitanlega er lægra vöruverð í stórmarkaðinum algert skilyrði þess að hann fái staðizt. Trú- lega verður hann á einum stað, og menn þurfa að aka þó- nokkrar vegalengdir til að komast þangað, eða er ekki svo? Erlendur: Það er nú annað mál, sem ekki er farið að athuga ennþá, en Svíarnir höfðu á- kveðnar hugmyndir um það, hvar ætti að staðsetja hann. Þeir hafa mikla reynslu í þess- um efnum. Þá kemur nú það atriði, hvort borgaryfirvöldin fást til að veita KRON æski- Aðstöðumunur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.