Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 27
Björn Jónsson Benedikt Gröndal KRON hafi tapað á síðastliðnu ári. Adda Bára: Nei, síður en svo. Jakob: Nei, en það er líka fyrst og fremst árið 1972 sem við er- um hræddir við. Þessar gífur- legu hækkanir á kaupi og öll- um tilkostnaði eiga eftir að segja til sín á þessu ári. Björn: Sannleikurinn er sá, að árið 1970 var mjög vel gert við verzlunina i sambandi við verð- lagsmál, þvi hún fékk rúmlega 12% hækkun. Jakob: Já, já, það var stórkost- legur munur. Halldór: Já, en þessi árangur náðist nú líka með mikilli aukningu í verzluninni. Björn: Maður gæti jafnvel lát- ið sér detta í hug, að hækkunin 1970 hafi verið talsvert meiri en nauðsynlegt var. Adda Bára: Með þeirri miklu atvinnu og þenslu, sem nú er í landinu, eykst verzlunin það mikið, að hún getur gengið með tiltölulega minni tilkostnaði en áður. Jakob: Spurningin er bara, hvort aukningin verður nægi- lega mikil 1972. Halldór: Það er til dæmis reynsla hjá okkur austur á Vopnafirði, að það sem af er þessu ári hefur orðið mjög litil aukning á verzluninni, og það er nátengt því, að atvinna hef- ur verið lítil. Björn: Þetta er auðvitað allt annað útí smáu plássunum, þar sem atvinnuástandið hefur á- hrif á það, að kaupgetan vex Erlendur Einarsson ekki á sama hátt og hér sunn- anlands. Jakob: Það er kannski gott hér i Reykjavík, þó allt sé á heljar- þröm víða annarsstaðar í land- inu. Adda Bára: Þá er það ekki verzlunarálagningin útaf fyrir sig sem er frumorsökin, heldur atvinnuástand byggðarlag- anna. Ólafur: Við getum nú ekki af- greitt þetta með svo einföldum hætti. Það er staðreynd, að mikið af þeim verðlagsákvæð- um, sem sett eru, taka gildi án nokkurs tillits til flutnings- kostnaðar eða annars slíks. Kannski má leggja á flutnings- kostnað, en ekki uppskipunar- kostnað, svo dæmi sé tekið. Erlendur: Ekki á flutnings- kostnað innanlands, en það má leggja á flutningskostnað frá útlöndum. Ólafur: Ég held að það sé stað- reynd, að það sé að sumu leyti vantraust á samvinnuhreyfing- una, hve strangar reglur eru í gildi um álagningu, því víst á hún að vera þess megnug að selja vörur á sannvirði og halda verðlagi niðri. Hitt er annað mál, að vel má vera að hreyf- ingin geti ekki sannað gildi sitt, ef slakað yrði á; um það þori ég ekki að dæma. Björn: Hér á höf uðborgarsvæð- inu býr nú meira en helming- ur þjóðarinnar, og hér hefur samvinnuhreyfingin 6% af verzluninni, svo við sjáum hvernig ástatt er. Ólafur: Þarna komum við að stóru atriði. í augum okkar allra útá landsbyggðinni hefur KRON ekki verið þeim vanda vaxið að keppa við kaupmanna- valdið í Reykjavík, en ég skal játa að mínir dómar milduðust eftir að ég frétti hvílíkri and- stöðu félagið hefur átt að mæta hjá borgaryfirvöldum, til dæm- is í sambandi við lóðaúthlutan- ir. Vitanlega er ekki hægt að Ólafur: Ég vildi gjarna víkja nánar að því, hvernig eigi að færa lýðræði inni fyrirtækin, því það er prófsteinninn á raunverulega afstöðu okkar. Það er til dæmis spurning, hvort starfsfólk Sambands- verksmiðjanna á Akureyri ætti ekki að hafa félagsskap sín á milli sem ætti aðild að stjórnun verksmiðjanna, og eins er spurning hvort viss eignaraðild kæmi ekki líka til greina. Þetta væri vissulega tilraun til að fara inná nýjar brautir. Mér er tjáð af fróðum mönnum, að þróunin í hlutafélögunum sé sú, að sjálfir hluthafarnir ráði æ minna yfir fyrirtækjunum, þó þeir hafi hið formlega og endanlega vald. Þeir þora ekki að beita þessu valdi, vegna þess að þeir vita að starfsmenn fyr- irtækjanna, einkanlega þeir sem hæst eru settir, vita miklu betur hvað fyrirtækinu kemur vel og skilar mestum arði. Þess- vegna láta hluthafarnir sér í vaxandi mæli nægja að eiga hlutabréf, ánþess að nota at- kvæðisrétt sinn til að hafa á- hrif á reksturinn. Spurningin er hvort form samvinnufélags- ins býður ekki uppá ákveðna möguleika í þessu sambandi. Samyrkjubú á ekki við í þessu samhengi, en kannski eitthvað skylt, einhverskonar sameigin- leg eignaraðild. Mætti ekki koma þessu á með því að breyta vinnumálalöggjöfinni? Við skulum segja, að fyrirtæki lýsi því yfir, að það muni halda áfram sinni starfsemi, hjá því verði engin verkföll í fimm ár; starfsfólk og eigendur hafi komið sér saman um það. Ættu bankarnir ekki að veita slíku fyrirtæki meiri fyrirgreiðslu en til dæmis fyrirtæki sem stend- ur i járnhörðum deilum við sína starfsmenn? SAM: Hvernig lízt þér á þetta, Björn? Björn: Ég er sammála Ólafi um það, að í stórum hlutafélögum verzia án eðlilegrar uppbygg- ingar. Jakob: Og það má bæta þvi við, að KRON hefur ekki heldur átt aðgang að fjármagni til jafns við keppinauta sína. i Evrópu, þar sem hlutabréf ganga kaupum og sölum, ráða venjulegir hluthafar bókstaf- lega engu. Þetta er viðurkennt af öllum. Ég minnist þess sér- staklega þegar ég heimsótti Swiss Aluminium, meðan verið var að semja um álverksmiðj- una í Straumsvík, að við spurð- um, hverjir raunverulega stjórnuðu fyrirtækinu, og feng- um þau svör að það gerði auð- vitað stjórnin. Hverjir kjósa stjórnina og endurnýja hana? spurðum við. Það gerir stjórnin, var okkur sagt. Hvað þá um hlutabréfin? spurðum við. Þau eru látin i banka, og bankarnir skipta sér ekkert af okkur, með- an við getum skilað að minnsta kosti 12% arði. Jakob: En þú ert nú ekki búinn að svara spurningunni, sem fram kom, um að starfsfólkið heimti ekki hærra kaup og skuldbindi sig til að gera ekki verkfall. Ólafur: Ég orðaði það nú ekki þannig, að það færi ekki framá hærra kaup, heldur að það færi ekki í verkfall vegna þess að það ætti beina hlutdeild í fyrir- tækinu. Björn: f mínum augum er veigamesti þátturinn í því, sem við köllum atvinnulýðræði og öðrum slíkum nöfnum, einmitt eignaraðildin. Vitanlega hlýtur það að breyta hugarfari fólks- ins, ef það á sjálft fyrirtækið. Hvort það getur hinsvegar skuldbundið sig til fimm ára að gera ekki verkfall, það er önnur saga sem ég vil ekki að óhugsuðu máli taka afstöðu til. Jakob: Nú þekkjum við æði- mörg fyrirtæki, sem hafa verið byggð upp þannig, að það eru nokkuð margir eigendur sem vinna við þau, starfsmennirnir eiga kannski raunverulega 60— 80%. Á Akureyri er það svo, að ég held að flestöll slík fyrirtæki hafi flosnað upp. Eignaraðild 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.