Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 33
Fræðslumálin um alla hluti í þessu landi, bæði beint og óbeint. Adda Bára: Þessvegna þarf samvinnuhreyfingin að styðj- ast við alla þessa undirstöðu- aðila. Jakob: Ég er alveg sannfærð- ur um það, að sameinist allir vinstriflokkarnir og hér komi upp sterkur sósialdemókratísk- ur flokkur, þá verður hann ör- ugglega fremstur í samvinnu- hreyfingunni. Adda Bára: Það eina raunhæfa nú er að tala um að allir vinstri- flokkar vinni saman að verk- efnum, en útiloki ekki hver annan þar sem þeir hafa tæki- færi til. Friðrik: Samvinnuhreyfingin getur auðvitað aldrei orðið annað en pólitísk, en hún þarf ekki að vera flokkspólitísk. Hún hlýtur að láta sig varða öll þau verkefni, sem koma megi þjóð- inni að gagni, utan við flokks- pólitísk mörk. Adda Bára: Já, við megum aldrei gleyma því, að sam- vinnuhreyfingin er tæki alþýð- unnar gegn þeim, sem ráða yfir fjármagninu, og það er hún jafnt nú og hún var í öndverðu. Og allar þessar pólitísku ein- ingar verða að standa að henni, bæði stórar og smáar, þær sem hafa þennan grundvöll félags- hyggjunnar. Friðiik: Ég held það sé nauð- synlegt að losa samvinnuhreyf- inguna við flokkspólitíska liti. Erlendur: Til þess að breyting- in geti orðið, verður hún að eiga sér stað í félögunum. Það er þar sem kosnir eru fulltrúar á aðalfund Sambandsins, og það eru þessir fulltrúar sem kjósa stjórn Sambandsins. Benedikt: En þetta verður líka að gerast í stjórnmálaflokkun- um. Þeir verða að fylgjast með þessum hlutum og sýna ein- hvern vilja, sem verður að koma fram í því til dæmis, að þeir beiti sér gegn því að sterk- ir einstaklingar, sem eru að brjótast til valda í einhverju ákveðnu byggðarlagi, noti kaupfélagið sér til framdráttar, komist þangað inn, nái kannski meirihlutanum á sitt band og beiti honum síðan til að bola mönnum úr öðrum vinstri- flokkum úr stjórn o. s. frv. Þarna þurfa stjórnmálaflokk- arnir að ala upp sína menn og benda þeim á, að þeir megi ekki fórna jafnvægi og friði, sem kannski hefur ríkt í kaupfélagi áratugum saman, til að koma ár sinni fyrir borð í byggðar- laginu. Þetta eru hlutir sem hafa gerzt og við vitum öll um. Halldór: Ég vil að það komi hér skýrt fram, að ég tel alls ekki sjálfsagt, að það séu bara menn úr vinstriflokkunum sem standi að samvinnufélögunum, heldur tel ég að menn úr öllum flokk- um geti verið samvinnumenn, enda er það svo í reynd. Friðrik: Mér finnst varla hægt að ljúka þessu spjalli ánþess að drepa nánar á fræðslumálin. Þó Samvinnuskólinn sé ágætur á sinn hátt, þá kemur hann hreyfingunni að takmörkuðu gagni. Það er of kostnaðarsamt að reka slíkan skóla, þegar litið er á það, að mikill meirihluti nemenda hverfur til starfa hjá öðrum heldur en samvinnu- hreyfingunni. Það er alltof lítil breidd í náminu. Langflestir þeirra, sem ráðast til sam- vinnufélaga úr skólanum, setj- ast inná skrifstofur, en það eru bara ekki allir starfsmenn hreyfingarinnar skrifstofu- menn. Mér finnst við hafa van- rækt stórlega aðrar greinar, svosem sjómennsku, iðnað og verzlun. Ég hygg að grundvall- arbreytingar sé þörf. Það er skoðun mín, að færa mætti saman nám og starf. Það mætti nota bréfaskóla meira, til dæm- is þannig að starfsmaður, sem hygði á frekari menntun í sinni grein, gæti tekið bréfaskóla fyrst og síðan ætti hann kost á því að sækja námskeið hjá hreyfingunni svona einn til tvo mánuði, þar sem hann kynnt- ist nýjungum. Síðan héldi hann heim og færi strax að vinna úr því sem hann hefði lært, og bæði hann og fyrirtækið mundu fyrr njóta námsins. Svo væri hægt að byggja ofaná þessa menntun, þ. e. a. s. hafa hana í fleiri þrepum. Þetta hefur ýmsa kosti. Starfandi fólki gefst tækifæri til áfram- haldandi menntunar. Auðveld- ara ætti að vera að sníða styttri námskeið að kröfu tímans en löng prógrömm. Svo má nefna það, að margir starfsmenn hreyfingarinnar eru fjölskyldu- menn og eiga þess ekki kost að vera að heiman um lengri tíma, þó þeir geti komið því við að stunda bréfaskóla og sækja tiltölulega stutt nám- skeið, fyrir utan það að miklu fleiri ættu þess kost að hljóta menntunina. Við vitum að allir þurfa á endurhæfingu og end- urmenntun að halda í öllum störfum, og þessi leið virðist mjög heppileg til sliks. Erlendur: Þessi mál eru mjög í deiglunni, og nú er unnið að því að endurskoða löggjöf um verzlunarfræðslu í landinu, og þar kemur þetta auðvitað til álita. Það má halda því fram, að við hefðum átt að fara að dæmi Svía í „Vár Gárd“, þ. e. a. s. halda námskeið til að sér- hæfa menn, en Samvinnuskól- inn hefur lent í því að verða hluti hins almenna sk.ólakerfis. Það eru semsé einkum tveir skólar, Verzlunarskólinn og Samvinnuskólinn, sem hafa haft það hlutverk að mennta 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.