Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 36
Veitt drjúgan hluta af húmanistiskum arfi Vesturlanda, og gerir enn. Algengt er að gera greinarmun á a) róttækum húmanisma, sem annað hvort lætur ósvar- að spurningum um hinztu rök eða afneit- ar tilveru guðs, og b) trúrænum eða bein- línis kristnum húmanisma, er leitar já- kvæðra svara við sömu spurningum. Ég er ekki öldungis viss um, að þessi aðgrein- ing sé raunhæf. Mörkin eru óljós. En lát- um við þau sitja. Samkvæmt þessari skiptingu er arfleifð kirkjunnar að finna í þeim hugmyndaflokki, er síðar var nefndur. Rétt er að fara fáeinum orðum um þann þátt. Allvíða gætir þess álits, að í fórum kirkjunnar sé ekki annað að finna en fáar hugmyndir og einfaldar — enda séu þær ætlaðar einfeldningum. Meiri von, að við, sem kirkjunni þjónum, berum að verulegu leyti ábyrgð á tilkomu þessa hleypidóms. Ekkert er þó fjær sanni. Kirkjan hefur með einum eða öðrum hætti safnað í hlöður sínar flestu því, sem skrifað hef- ur verið og skrafað á Vesturlöndum í meira en tvö þúsund ár — um manninn — í heiminum — andspænis ráðgátum tilverunnar. Arfur Hebrea, Hellena og Rómverja er grundvöllur þessa auðs; innileg — og umfram allt margslungin — trú ísraels; heilabrot Forn-Grikkja um hinztu rök, skýrari og miskunnarlausari en flest það, sem fram hefur komið um þau efni fyrr og síðar; og að lokum einbeitt viðleitni Rómverjans til að sam- ræma andstæðar hugmyndir og gera þær aðgengilegar venjulegu fólki, nothæfar Líkan af jyrirhuguðum lýðskóla í Skálholti. í viðleitni okkar hversdagsmanna til auk- ins skilnings og þroska. Heilagar ritningar ísraelsmanna og hinna fyrstu kristnu safnaða eru ekki eini arfur kirkjunnar, og væri sá þó ær- inn. Platon og Aristóteles eru svo snar þáttur þessa arfs, að hann verður varla skilinn, ef ekki er tekið tillit til þeirra. Ágústinus tekur við knettinum og sendir hann fram á við til Tómasar frá Aquino og Lúthers. Og þó eru hér ekki nefndir aðrir en þeir, sem hvert mannsbarn kann- ast við. Enda var það ekki ætlunin að skrifa neina heimspeki- eða trúarsögu á þessi blöð. Hitt væri mér kært, ef mér i fáum orðum tækist að benda á hugmyndaauð kirkjunnar og þátt hennar i þróun húm- anisma á Vesturlöndum. aÞnn þráð má auðveldlega lengja. Húmanistar endur- reisnartímabilsins eru flestir hverjir tengdir kirkjunni beint eða óbeint, og allir hafa þeir auðgað hana, hver með sínum hætti. Sama máli gegnir um fram- vindu á siðari öldum. Enginn hugsuður, sem nokkuð kvað að, lét kirkjuna ó- snortna. Öllu hélt hún til haga, stuðningi, efasemdum og beinum árásum. Það gerir kirkjan enn. Hugsuðir tuttugustu aldar, existentialistar, marxistar og allir hinir, hafa hver um sig borið nokkuð í sjóð hennar. Mér er stórlega til efs, að nokkur stofnun önnur i þessum hluta heims búi yfir svo margbreytilegri erfð, svo fjöl- þættu safni úrræða hverjum þeim til handa, er ganga vill á hólm við óræðari rök eigin tilveru. Ég leyfi mér að fullyrða, að óvíða sé svo mikið að hámenningu Vesturlanda saman komlð undir einu merki sem í fórum kirkjunnar. Enginn skyldi þó ætla, að í þessu safni ríki ringulreiðin ein. Kirkjan hefur á öllum öldum kostað kapps um að gæta tiltekinna grundvallarsjónarmiða, sem stofn hennar forðum spratt af. Tiltekn- ar hugmyndir um upptök mannlegrar til- veru og stefnumörk eru meðal þessara snöru þátta, tilgangur lífsins og fylling þess, Jákvæð svör við mörgum þeim spurningum, sem tómhyggja 20. aldar svarar neitandi, eru eðli kirkjunnar og þess kristna húmanisma, sem hún hefur alið — ekki einföld svör eða auðráðin, ekki þess konar svör, sem finna má með því að stinga höfði í sand og látast ekki sjá vandann, en allt að einu svör sem hjálpað geta manninum til að ganga upp- réttur á jörðinni, í stað þess að níða hann niður undir fargi lífsfyrirlitningar og til- gangsleysis. — Með skírskotun til þeirra tilboða, sem kristinn húmanismi gerir mönnum, er rétt að endurtaka framanritaða spurn- ingu: Hvers höfum við þörf ? Hvaða leiða eigum við völ út úr þeirri andlegu átta- villu, sem ríður samtíð okkar eins og mara? Mundi það fjarri öllu lagi, að krist- in mannrækt gæti komið að notum ein- hverjum þeim, sem hrakið hefur úr leið? Er það allsendis útilokað, að kristin hug- hyggja fái gefið þeim, sem hugsa vilja, eitthvað að fást við, hjálpað þeim til að verða að mönnum? Líf án heilabrota er ekki líf, hefur einhver sagt, og mér er nær að halda, að það sé satt. Hugsun, sem tekst á við óleystar gátur, leiðir til 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.