Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 41
ins í Reykjavík muna eflaust þessi lífi þrungnu hjón sem sungu og léku í Pinn- lands nafni. Kai fylgdi okkur í leikhúsið með sitt stóra skegg logandi í sólinni sízt minna heldur en skeggið sem hafði hinn sæli Karl Marx húsguð hans, og brátt hófst lokaæfingin í virkinu gamla þar sem var kringbyggt utan um opið svæði: háir veggir með skotraufum og svölum, og gengt eftir virkisveggjum í skjóli; áhorfendasæti miðsvæðis; iðulega færð- ist leikurinn frá hinu hófsamlega leik- sviði út um virkið, og uppi og niðri birt- ust leikarar með allskonar erindismálum eða hlupu með írafári um áhorfenda- svæðið, 9 leikarar fóru með 52 hlutverk; fyndinn ádeiluleikur og pólitísk hugvekja byggð á efni úr Finnlandssögu þegar líkt var komið með þeim og okkur, því báðir urðu frjálsir 1918; en margir Finnar mis- skildu það einsog bændurnir Lúther forð- um þegar þeir héldu að hann ætti við að alþýðan ætti loksins að öðlast sinn rétt 4. Svo var komið til Lahti stundarakstur frá Helsinki i gistibústaðinn Mukkula þar sem rithöfundarnir voru fyrstu gestirnir i nýju húsi, og næstu dagana var farið að hætti Einherja með Óðni forðum i Val- höll: því nú vógust menn á um daga með orðum að vísu fyrir bitvopn; að kvöldi íisu fallnir úr valnum og gengu til fagn- aðar þar sem allt fór fram með setningi og margvíslegum trúnaði sem er kannski helzti ávinningur slíkra funda með frjó- um kynnum sem takast stundum. Rithöfundunum hafði verið sett fyrir að fjalla á fundunum um efni sem mætti færa undir fyrirsögnina: Hlutverk rit- höfundarins í heimi vaxandi átaka. Það er kannski vandséð hvað rithöfundur gæti borið fram sem ekki kæmist undir lög- gildingu slíkrar yfirskriftar. Strax fyrsta daginn tóku að gerast greinir með mönn- um á fundum, og fyrstur til að stofna til deilu var enska leikritaskáldið og upp- arins að láta ekki stjórnmálamenn eða skrifstofufólk valdsins hefta sig. Hvað er þetta Padilla-mál sem hafði svo mikil áhrif á Lahti-fundina? Aðal- persóna leiksins skáldið Padilla hlaut verðlaun Rithöfundasambands Kúbu fyr- ir fjórum árum fyrir bók sem nefndist Fuera del Juego, Utan við leikinn. Síðan gerðist það að hernaðartímarit landsins tók að deila hart á þessa bók og vændi höfund um þá kórvillu að hann væri gin- keyptur fyrir fríhyggju Vestur-Evrópu. Svo var haldið áfram að deila á Padilla af opinberri hálfu: hann átti að vera of torræður og óaðgengilegur fyrir aiþýðu manna, og þess vegna þjóðniðingur eða svikari við málstað sósíalismans á Kúbu og of gagnrýninn og þó hálfvolgur og tví- stígandi i henni og ekki nógu klár i kenn- ingunni. Hann var viðurkenndur sem skáld engu að síður, og þvi verri villa hans. Síðan gerist það að hann er fang- elsaður í fyrravor og haldið þrjár vikur Solsjenitsin Pasternak Osip Mandelstam Julio Cortazar og hinir snauðu og smáðu skyldu hljóta uppreisn. Fína fólkið áleit það bara frat- frelsi ef það fengi ekki kóng, og sendi tild- ursmenn út að leita um lönd að konungs- efni svo Finnland gæti orðið fínt einsog aðrir; Svínhöfuð og Fagerholm fóru að finna Vilhjálm Þýzkalandskeisara og biðja unr að fá systurson hans fyrir kóng, prinsroiu af Hessen sem barðist um og kveinaði og bað um að fá að vera kyrr heima í pilsum og púðum konu sinnar, en Mannerheim sótti Breta heim, og allir misskildu alla sem betur fór. Þetta var blessunarlega auðskilið því að látbragðs- leikur var mikill og leiktaktar ýktir og söngvar eftir Chydeníus, og sólin skein á okkur unz hún tók að færa sig undan til að ná háttum og hvarf bak við háan gul- leitan virkisvegginn úr tíglum, en lét eftir rauða andríka glóð á múrbrún; og það kólnaði; en hugurinn var þá vikinn heim að nema leiklistinni land i byggðum trölla og huldufólks og útilegumanna með draumórum um Shakespearesýningar við Hljóðakletta eða í Dimmuborgum. Við eyinaatlæti af hinu framandi máii Finna sem hlítir þó sama framburðarhætti og íslenzkan að hafa áherzlu á fyrsta at- kvæði orða, frá þessum vandamálum með borgarastyrjöld og konungsefnisleit hing- að heim til atómstöðvarinnar, að her- námsmáli og þeirri sýkingu í þjóðarlík- amanum sem þaðan stafar og klofningu þjóðarinnar og.... hafsmaður Theatre Workshop i London Arnold Wesker, — sem hljóp í ofvæni um Þingvelli um árið til að leita að þögninni. Hann var einarður í tali um vanda og ábyrgð rithöfundarins og hætturnar sem fylgja orðum svo maður segi ekki orðinu. Um hin margvíslegu meiningarblæbrigði og hve mistúlkanleg þau séu, geti leitt afvega og ruglað i stað þess að leiðbeina og skýra, og hæglega megi nota til þess að æsa til ofbeldis, hræða og vekja móð- ursýki og afskræma. Wesker kom líka að þvi hvernig menn geta belgt sig út af vandamálunum, velt sér upp úr þeim og fleytt sér áfram á slagorðum, samþykktum í stórum félögum án þess að leggja nokk- urn raunverulegan skerf til þess að kanna þau og leysa. Hann kom víða við, hér verður aðeins vikið að þeirri djúpsprengju sem hann kastaði og setti svip á umræð- urnar síðan. Það var mál Kúbuskáldsins Padilla. Um það mál urðu síðan mjög skiftar skoðanir þar sem flestir suður- amerísku höfundarnir sem þarna voru tóku svari Kúbustjórnar ásamt hinum dapurlegu fulltrúum sósíalrealismans svonefnda sem hefur um sinn þótt vont orð á Vesturlöndum Evrópu en hefur nú af ýmsum æskuhópum verið sett í fram- boð af nýju. Hinsvegar stóðu öndverðir ágætir höfundar einsog hinn franski Claude Simon og Ana Maria Matute frá Spáni, svo víðkunn nöfn séu nefnd með- al þeirra sem héldu fram skyldu höfund- í fangelsi. Þetta vakti mörgum vinum Kúbu-sósíalismans sár vonbrigði, og síð- an reiði sem brauzt út með ástríðuþunga þegar það gerðist að Padilla las skrifaða ákæru á sjálfan sig (eða það sem þeir kalla sjálfsgagnrýni) fyrir völdum áheyr- endum sem siðan var birt: þar sem hann ákærði sig sjálfan fyrir margfalda glæpi gagnvart málstað byltingarinnar og svik við alþýðu, og auk þeirra saka sem hann bar sig sjálfan i ræðu þessari í rithöf- undafélaginu bar hann ýmsa vini sína og starfsbræður þungum sökum, og nafn- greindi ýmsa stórsvikara þar á meðal konu sina. Hann og hinir áttu að hafa verið á mála hjá bandarísku leyniþjón- ustunni CIA. Margt annað fáránlegt fylgdi einsog það að þýzka skáldið fræga Enzensberger væri leiguþý sömu skaðræð- isþjónustu og hefði komið til Kúbu til að sá glundroða og grafa undan uppbygg- ingunni, gott ef ekki trufla við sykurupp- skeruna og raða CIApöddum á reyrplönt- urnar. Enzensberger kom til Kúbu frá Bandaríkjunum þar sem hann hafði vænan dvalarstyrk sem gistiskáld við bandarískan háskóla, en fór þaðan í fússi, og sagðist ekki geta hugsað sér að þiggja fé af þeim sem væru að murka lífið úr fólkinu í Víetnam og skrifaði ákærubréf á hendur Bandaríkjastjórn sem varð frægt. Hann kom til Kúbu fullur samúð- ar með málstað byltingarinnar og trún- aðartrausts. En hugsun Enzensberger er 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.