Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 43
Astleysi vestrœns þjóðfélags Fyrir liðlega fimmtán árum kom út í Bandaríkjunum bókin Listin að elska eft- ir kunnan þýzkan sálfræðing, Erich Fromm, sem búsettur er þar vestra. Áður hafði komið út eftir sama höfund fjöldi rita um sálfræðileg og félagsleg efni, sem vakið höfðu athygli; má þar nefna t. d. Óttinn viff frelsiff og Hiff heilbrigffa þjóff- félag, sem að líkindum hafa orðið einna þekktust þessara fyrri verka. Enda þótt svo langur tími sé liðinn fráþví höfundur setti saman bókina Listin aff elska, á þetta rit fyrir ýmissa hluta sakir engu minna erindi til okkar nú en þá. Því er það ætlun mín að rifja hér Uþp nokkrar af þeim hugmyndum, sem bryddað er uppá í þessari bók, og þá einkum þær, sem forvitnilegastar mega íeljast. Hver sá sem gengur að bókinni Listin aff elska með þvi hugarfari, að hér sé um einskonar tilsögn ellegar leiðbeiningar í ástarleikjum að ræða, verður án efa fyrir sárum vonbrigðum. Þvertámóti er það tilgangur þessarar bókar að sýna framá þá staðreynd, að raunveruleg ást er ekki fyrirbæri, sem hægt er að kenna einum eða neinum að ná tökum á, heldur er það eingöngu undir hverjum einstökum kom- ið, hvort honum tekst að þroska með sér hæfni tilað elska. Slíkt er einungis unnt meðþvíað leggja jafnframt rækt við sem mestan alhliða þroska; enginn getur til- aðmynda fengið fullnægju útúr ást sinni á annarri mannveru, nema því aðeins að hann hafi jafnframt tilað bera ást á ná- unga sínum, auk auðmýktar, hugrekkis, trausts og sjálfsaga. Þannig getur enginn einangrað ást sína á annarri mannveru; tilað hún sé raunveruleg verður að koma til ást á náunganum, já ást á öllu því sem lifir og hrærist, ást á sjálfu lífinu. Utangarðsvera ástarinnar En lítum þá eilítið nánar á það, sem felst í þessu fyrirbæri: ást. Hvert er raun- verulegt eðli ástarinnar? Göngum útfrá því, að ástin sé list. Tilað ná tökum á ákveðinni list þarf að koma til bæði þekking og þjálfun. Enginn skyldi ætla, að ást gerði minni kröfur í því efni en aðrar tegundir listar. Fæstir munu og neita því, að ást sé þýðingarmikil list- grein, jafnvel öllum öðrum listum mikil- vægari hverjum og einum. En hversu mikil rækt er lögð við þessa list í dag? Sinna menn þessari mikilvægu list sem skyldi? Gera menn sér raunverulega grein fyrir því, hvers þessi list krefst af þeim tilað iðkun hennar verði meira en fálm og fúsk? Ef litið er á vestrænt nútíma- þjóðfélag er sýnt, að mikið skortir á að menn sinni þessari list sem skyldi. Þrátt fyrir það að flestir virðast hafa ríka þörf fyrir ást, er fátt jafnmikil hornreka í þessu þjóðfélagi og einmitt ást. Ein af ástæðum þessa er vafalaust sú, að fæstir gera sér grein fyrir þeim kröfum sem ást- in gerir til þeirra. Algengt er, að fólk líti svo á, að ást sé fyrst og fremst fólgin í því að vera elskaffur í stað þess að elska. Þar- afleiðandi hyggur margur mest undir því komið að fá aðra tilað elska sig, gera sig þannig úr garði, að hann veki áhuga, hrifningu og ,,ást“ annarra. Á hvern hátt slíkt tekst með sem beztum árangri, er að miklu leyti undir því komið, hver „tíð- arandinn“ er. í vestrænu nútímaþjóðfé- lagi hefur fólk almennt þá hugmynd um hinn heillandi, aðlaðandi karl eða konu, að hann/hún skuli hafa tilað bera sam- bland af „vinsældum“ og kynferðislegu aðdráttarafli. Hvað í því felst að vera „vinsæll“ og hafa kynferðislegt aðdrátt- arafl, ákvarðast af viðteknum hugmynd- um ákveðinnar menningar. Kynferðislegt aðdráttarafl er nátengt tízku hvers tíma og lýtur að verulegu leyti lögmálum henn- ar. Stór þáttur í því að njóta svonefndra „vinsælda“ er, að viðkomandi hafi ásjá- lega stöðu í þjóðfélaginu og búi að tölu- vert góðum forða veraldlegra gæða. Þann- ig mótast verðmætamat einstaklingsins að verulegu leyti af því verðmætamati sem ríkjandi er í þjóðfélaginu. í vest- rænu nútímaþjóðfélagi er það almennt talið dýrmætasta hnossið að hafa sem mest vevaldlegra gæða úr að moða, og áherzlan einkum lögð á að komast yfir sem mest af slíkum gæðum. Þvi er það viðbúið, að menn sjái sér lítinn hagnað í því að leggja rækt við að læra slíkar listir sem að elska, enda skilar iðkun þeirrar listar jafnan litlu af sér í bein- hörðum peningum; ágóðinn er af öðru tæi. Þannig er hér eftilvill ekki einstakl- ingnum um að kenna; þungt farg þjóð- félagslegra kvaða liggur honum á herð- um, og tilað sligast ekki undan þessu fargi er honum nauðugur einn kostur að fylgja leikreglum þjóðfélagsins í einu og öllu. Flóttinn frá einmanakenndinni Að lokinni þessari lauslegu athugun á utangarðsveru ástarinnar í vestrænu nútímaþjóðfélagi, er vert að gera nánari grein fyrir raunverulegu eðli hennar og hverjar forsendur liggja því til grund- vallar, að þessi list skuli vera svo mikil- væg sem hún er í raun og veru. í upphafi var maðurinn eitt með nátt- úrunni, eitt með dýrunum, jurtunum, öllu því sem lifir og hrærist. En er tímar liðu losnaði maðurinn úr þessum nánu tengsl- um við náttúruna og tók að skynja sjálf- an sig yfir hana hafinn. Meðþvíað mað- urinn tók að skynja sjálfan sig sem ein- angraða heild, verða meðvitaður um sjálf- an sig, fór hann að finna til einstæðings- kenndar og vanmáttar gagnvart umhverfi sínu, náttúrunni, sem hann gat ekki horf- ið til framar, samfélaginu, öllu því sem myndaði hans nánasta umhverfi. Eina leiðin tilað vinna bug á þessari þung- bæru einstæðingskennd, tilað brjótast útúr sjálfum sér, var að leita einhvers- konar sameiningar við aðra menn, ver- öldina fyrir utan. Á öllum tímum, í öll- um menningarsamfélögum hefur maður- inn staðið andspænis þeim vanda, hvern- ig hann eigi að sigrast á einstæðings- kenndinni, komast útúr sjálfum sér og sameinast öðru lífi. Saga trúarbragða og heimspeki er saga þess, á hvern hátt maðurinn reynir að leysa þennan vanda á hverjum tíma. Þessi vandi á sér sumsé rætur djúpt í eðli mannsnis og fylgir honum alla tíð. Á sama hátt og barnið er í frumbernsku ekki orðið meðvitað um sjálft sig, skynj- ar enn ekki egó sjálfs sín, þannig var og mannkynið í frumbernsku ómeðvitað um sjálft sig sem sjálfstæða heild. Maðurinn var enn eitt með náttúrunni, á sama hátt og barnið er í byrjun eitt með móðurinni; líkamleg nærvera móðurinnar, brjóst hennar og hörund kemur í veg fyrir að barnið finni til nokkurrar einstæðings- kenndar. Þegar maðurinn tekur að slíta tengsl sín við náttúruna, þeimmun meir sem hann fjarlægist ríki náttúrunnar, þeimmun ákafari verður þörf hans fyrir nýja tegund sameiningar tilað vinna bug á aukinni einstæðingskennd sinni. Ein af þeim leiðum, sem maðurinn reynir í þessu skyni, er það sem kalla má algleymis- ástand (orgiastic state) þarsem hann reynir með tilstilli áfengis eða eiturlyfja t. d. að komast í annarlegt hugarástand, sem geri honum kleift að hverfa með öllu frá þeirri veröld sem umlykur hann og losna um leið undan þeirri einstæð- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.