Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 48
Ásgeir Sigurgestsson: KOMMÚNA -BffiRN Sleinunn Sigurðardóttir: SUMIR SÉR Á PARTI Eftir langa mæðu lét vakan á sér kræla og sumir fóru í kápu settu á sig trefil síðan út að ganga í veðrið góða bezta og fóru út að ganga einir sér á parti einsog alliaf meira og meira. Og rauðhærð Esjan Ijúfa kom með hörund hvítt og rokið alveg búið einsog stóra Ijóta óvissan sem lengi hefur kvalið hverju skiptir þetta svosem nema Esjan mín og Lyklafell lítið og sætt þótt hvorugt verði nálgazt áður en það dimmir þennan dag hverju skiptir þetta svosem allt sést það og er þótt ekki verði nálgazt og Keilir þarna ennþá, Kleppur gamli og sjórinn. Skömm er að þessu annars þjóðfélagsádeilinn skyldi gumna hverr. En hvernig er það hægt og hverju skipta þær þegar sólin skín á skammdegið og sumir úti að ganga einir sér á parti einsog alltaf meira og meira. Með keðjur á öllum aka dagarnir og dauðinn við stýri. Ég stend við þennan veg í sparikjól með slaufu og horfi ó þessa daga sem áfram þfóta éfram með dauðann við stýri; það snjóar og sést ekki neitt. Framhjá aka dagarnir, ég rétti út hægri hönd, segi: „Mér er kalt, viltu keyra mig þangað?" Þá stanza þessir dagar þennan dag og dauðinn við stýrið klappar mér á kollinn og dauðinn við stýrið segir jájá. VINURINN MINN eða DAGAR ÞÓTT DIMMI „But our beginnings never know our ends." T. S. Eliot I. (upphaf) í gær við fluttumst I gær búferlum beint undir sæng og ætlum alltaf að eiga heima einmitt þar. II. (fyrirsjáanlegur endir; undirbúningur) Það er svo gott að vera hjá þér að vera vinurinn minn og vil nú alltaf alltaf. Sé það ekki hægt verður grátið bara og grátið. En byrjar allt og byrjar aftur dagar þótt dimmi alltaf þótt þú farir þótt ég fari og allir aðrir komi aldrei aftur. Handbok i barnindoktrinering heitir bók, sem kom fyrst út i Stokkhólmi haust- ið 1969. Ekki veit ég annað um móttökur þær sem hún hlaut á Norðurlöndum en það, að þriðja prentun á sænsku kom út fyrir tæpu ári, önnur prentun af norsku þýðingunni er uppseld hjá forlaginu og sú þriðja í undirbúningi, og danska þýð- ingu hef ég líka séð. Höfundurinn er sænsk stúlka, Francis Vestin að nafni, sem ég veit engin frekari deili á, enda skiftir það minnstu máli. Aðalatriðið er, að þarna eru á ferðinni róttækar og forvitnilegar hugmyndir, með afbrigðum rösklega framsettar. Um tilgang bókarinnar segir Francis Vestin: „Þessi bók er að sjálfsögðu um- ræðugrundvöllur, en fyrst og fremst er hún handbók. Með henni vil ég koma á framfæri hugmyndum og ráðleggingum til þeirra, sem vilja brjóta til mergjar og breyta umgengnisvenjum sínum við börn. Ég vil leggja áherzlu á, að ég skrifaði þessa bók einkum með tilliti til lítilla barna — frá nýfæddum og uppúr. Það er alltof algengt, að við skjótum á frest virkri innrætingu barnsins þar til það 1) er auðveldara að eiga við, 2) „skilur“. En þá er það oftast of seint. Bæði barnið og uppalendurnir hafa lagað sig að og van- izt ákveðnu kerfi — þvi gamla og venju- lega“. Vestin leggur mikla áherzlu á, að á börn sé litið sem sjálfstæða einstaklinga, ekki sem fylgihluti foreldra sinna eins og svo oft vill verða. Börn verða að fá að taka þátt í daglegum störfum, deila ábyrgð með öðrum og þau eiga jafnmikinn rétt Dg allir aðrir á að tekið sé tillit til óska þeirra og þarfa. Þetta viðhorf, sem er rauði þráðurinn í bókinni, telur Vestin að sé auðveldara að raungera þar sem kommúnuformið er, því það byggir ein- mitt á hinu sameiginlega, samvinnu og samstöðu, og gerir meiri kröfur til tillits- semi og félagsþroska en smáfjölskyldan. Það sem ég hef mestan hug á að vekja athygli á af efni þessarar bókar er kafl- inn um „kollektivet“, eins og það er kall- að á sænsku. Hér heima hefur verið talað um stórfjölskyldu, stórheimili og komm- únu. Ég kann bezt við síðastnefnda nafn- ið og mun nota það hér, meðan annað betra er ekki fyrir hendi. Ekki er kafl- inn um kommúnuna endilega merkilegri en aðrir kaflar bókarinnar, en þessa hlið barnauppeldis hef ég lítið heyrt minnzt á á íslandi og vil reyna að vekja ofurlitla athygli á málinu, án þess að gera neina tilraun til að kafa djúpt. Nú er það svo, þvi miður, að sú merk- ing sem fólk leggur í orðið kommúna er alltof oft misskilningi blandin, byggð á óráðshjali og sölutregðu borgarapress- unnar og hræðslunni við hið nýja og óþekkta. f flestum tilfellum er um að ræða hneykslun á ímynduðu sameigin- legu kynlífi innan kommúnunnar, sem truflar mest. Látum ósagt hvort því veld- ur óblandin siðgæðistilfinning eða eitt- hvað annað. En mér þykir ástæða til að benda á, að goðsögnin um sameiginlegt kynlíf á sér sáralitla stoð í raunveruleik- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.