Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 53
Gísli Pálsson: Djúpið milli kynslóóanna Það sem ég vildi kanna með ritgerð þessari er hið margumrædda „kynslóða- bil“. Ég kýs að nota hér hugtakið um „djúpið milli kynslóðanna“ til að undir- strika skort á samskiptum og höfða til núverandi ástands. Höfuðviðfang mitt í þessari ritgerð er hugmyndir mannfræðingsins Margaret Mead um umrætt fyrirbrigði, en þær setur hún að mestu fram í bók sinni „Culture and Commitment, A Study of the Generation Gap“. Sér i lagi vildi ég kanna hverjar orsakirnar kunni að vera og mikilvægi samfélagshátta. Er núverandi ástand að einhverju leyti frábrugðið því sem var, og ef svo er, að hvaða leyti? Þessu reyni ég að svara og draga uppeldislegar og póli- tískar niðurstöður af þvi. Það væri ekki úr vegi að byrja á þvi að athuga gildi þeirrar staðhæfingar að uppeldisárin séu óumflýjanlega tími and- legra og tilfinningalegra erfiðleika, því ekki er óalgengt að heyra slíkar orsaka- skýringar i umræðum um djúpið milli kynslóðanna. Um þetta segir Mead (1969: 158—9): „Ef sannað er að uppvaxtarárin séu ekki nauðsynlega sérstaklega erfið ár í lífi stúlkunnar — og það verður að telj- ast sannað ef okkur tekst að finna sam- félag þar sem svo er — hvað getur þá talizt orsök storma og streitu í banda- rískri æsku? Við getum einfaldlega álykt- að, að eitthvað hljóti það að vera í þess- um menningum sem valdi þessum mis- mun. Ef sami ferillinn (sá að vaxa upp) tekur á sig mismunandi myndir í tveim mismunandi umhverfum, getum við ekki notað hann til útskýringar, því hann er sá sami i báðum tilvikum. En hið félags- lega umhverfi er alls ekki það sama, og það er þar sem skýringar er að leita“. Og samfélagið sem Mead telur sig finna er Samóarnir, sem hún telur lausa við þá æskuerfiðleika sem nútímamenningin getur af sér. Sá mismunur sem úrslitum ræður í þessu sambandi er sá að ein- staklingshyggjan er mun minni hjá Samóunum og af börnum þeirra er þess ekki krafizt að þau velji á milli margra valkosta. Þátttaka Samóans í menning- unni er fyrirfram ákveðin og hann verð- ur óumflýjanlega það sem hann á að verða, meðan börn okkar menningar verða rugluð á meðal hinna mörgu val- kosta. Samóarnir sýna að hinar algengu skýr- ingar á ástandinu í dag, þar sem gengið er útfrá nánast líffræðilegum gelgju- skeiðsóróa, eru villandi, því orsökin er vandamál þátttökunnar sem er menning- arlegs eðlis, ekki liffræðilegs. En hvað um kenninguna um firringu æskunnar? Órói æskunnar er oft sóttur i æskuna sjálfa á svipaðan hátt og skratt- inn er gjarnan sóttur í Gyðinga og svart fólk.1) Af hverju stafar þá firringin? Stafar hún af stökkbreytingu, uppstokk- un á litningunum eða innri ófreskju í æskumanninum? Það sem oft vill gleym- ast er það að „firring" er eins og hug- tökin „átök“ og „samskipti" o. fl. að því leyti að tvo aðila þarf til. Firring merkir í sambandi við djúpið á milli kynslóðanna einungis sambandsleysi við aðra, og verð- ur hún því ekki rakin aðeins til annars aðilans. Þeir fullorðnu eru jafn firrtir og æskan. í rannsókn sinni leitar Mead að orsök ástandsins í menningarháttunum. Leið- sögutilgáta hennar er sú að um eðlismun sé að ræða á okkar menningu (þ. e. eftir síðari heimsstyrjöld) og frumstæðum menningum, og þennan eðlismun sé að finna í ósamfellum i því hvernig menn- ingin er flutt á milli kynslóða. Mead greinir að þrenns konar menn- ingu: afturmyndaða (postfigurative) þar sem börnin læra af þeim eldri, sammynd- aða (cofigurative) þar sem bæði börn og fullorðnir læra af félögum sínum, og frammyndaða (prefigurative) þar sem hinir fullorðnu læra einnig af börnum sínum. Þessar menningartegundir rann- sakar Mead hverja fyrir sig með tilliti til samskipta kynslóðanna. Afturmynduð menning er einkennandi fyrir „frumstæð" samfélög. Þar eru börn- ni alin upp á sama hátt og hver kynslóð hefur gert fram af annarri. Breyting- arnar eru svo hægar að hver kynslóð tekur ekki eftir þeim (enda þótt þær kunni að vera margar), og framtíð sér- hverrar nýrrar kynslóðar er fortíð hinn- ar eldri. f þessari menningu er ekki rúm fyrir efasemdir um ágæti hennar, og skortur á meðvitund er eitt skilyrði fyrir viðhaldi hennar. En möguleikinn fyrir breytingum er alltaf fyrir hendi, hversu hefðbundið sem samfélagið er, og því kann svo að fara að ákveðin athöfn, sem framkvæmd hefur verið af mörgum kynslóðum án umhugsunar, risi til með- vitundar. Þetta á sér einkum stað þegar tvær ólikar menningar eru í tengslum við hvor aðra, en þessi samanburður getur leitt til aðeins enn meiri áherzlu á ó- breytileikann og sérstæði eigin menn- ingar. Þátttaka í slíkri menningu er venjulega ákveðin við fæðingu og hún er alger, en getur samt falið í sér möguleik- ann á þvi að yfirgefa hana og taka þátt í annarri. Þannig gátu „kibeiarnir" (Jap- anir sem voru fæddir í Bandaríkjunum, aldir upp í Japan, en voru búsettir í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöld- inni) áreynslulaust tekið þátt í hinni amerísku menningu vegna þess að upp- eldi þeirra gerði ráð fyrir þeim möguleika. Áherzlan á tímaleysið og óbreytileikann gerir það að verkum að raunverulegar breytingar eða tilkoma nýrra upplýsinga sem stangazt gætu á við kórrétta heims- myndina eru settar í hefðbundin form, felldar inn í eina goðsöguna eða hrein- lega neitað. Og eftir sem áður er ekkert nýtt undir sólinni. Um er að ræða sammyndaða menningu, þegar meðlimir samfélagsins sækja fyrir- mynd sina til þeirra sem eru á sama skeiði. Sammyndaða menningin verður til þegar eðlilegt samband milli kynslóðanna í hinni afturmynduðu menningu rofnar. Slíkt getur átt sér ýmsar orsakir, en sú almenna er að nýjar aðstæður skapast, þannig að eldri kynslóðin veldur ekki því forystuhlutverki sem hún hefur haft. Sem dæmi um slíkt má nefna flutning fólks til nýs umhverfis. Þá rofnar hin samfellda reynsla, því að reynsla hinna fullorðnu er ekki miðuð við hinar nýju 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.