Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 54
aðstæður, og oft er þessi reynsla mjög óheppileg þannig að unga fólkið verður að sækja fyrirmyndina sín á meðal. Reynsla unga fólksins styttist um eina kynslóð þar sem afar og ömmur eru ekki til að minna á fortiðina, en slíkt á sér oft stað í fólksflutningum og gerir aðlög- unina auðveldari. Áherzla seinustu ára- tuga ber þessu órækt vitni, og þátttaka gamla fólksins er afmörkuð eins og sagt sé við það: „Þú átt ekki að gelta nema menninga, en munurinn er sá að í dag er það viðurkennt að næsta kynslóð verði frábrugðin þeirri sem nú er. Þrátt fyrir það að þetta er viðurkennt og búizt er við tæknilegum nýjungum með hverri kynslóð táknar það ekki að búizt sé við eðlismun. Unga fólkið er alið upp með breytingar innan breytinga- leysis í huga. Hugmyndin um nýja tegund gildismats er skoðuð sem ógnun við sið- ferðis- og heimsskoðun hinna eldri. ingarform sé að taka við; ég kalla það frammyndun. Mér virðist unga fólkið í dag horfast í augu við framtíð, sem er svo gersamlega óþekkt að við getum ekki tek- ið hana sömu tökum og við erum að reyna að gera“ ... „með sammyndun“3 (Mead 1970: 48). Og hún segir: „ .. .í þessari nýju menningu verður það barnið — ekki for- eldri, afi eða amma — sem segir til um það hvað koma skuli“ (Mead 1970: 68). En athugum nánar í hverju einstæði þér sé sigað.“ Við nýjar aðstæður hefur skólinn feiki- lega uppeldislega yfirburði gagnvart öðr- um uppeldisháttum. Þar sem barnið er stöðugt undir leiðsögn eldra barns, for- eldris, ömmu eða afa, er það i flestum tilfellum þolandinn og því er stöðugt haldið í tengslum við fortiðina, svo að munurinn á reynslu kynslóðanna er nán- ast enginn. í skólanum er barnið a. m. k. að einhverju leyti gerandinn og þar er því haldið langtimum saman við nám sem hefur nýtt inntak og tengslin við fortíðina eru stórum minnkuð. Sjaldgæft er að sammyndun sé eina að- ferðin við menningarflutning og Mead segir (1970:25) að „ekkert samfélag sé til þar sem sú aðferð hafi haldizt nokkrar kynslóðir.“ Mead heldur því ekki fram að nú sé um algjöran skilningsskort að ræða milli kynslóðanna. Enda þótt hún segi í skil- greiningu sinni á afturmyndaðri menn- ingu að í óbreytileikanum haldist hún „óanalýseruð", segir hún jafnframt að „það sé ekki fyrst og fremst þetta sem greini sammyndaða menningu frá aftur- myndaðri heldur það að fyrri form aftur- myndunar hverfa“ (Mead 1970: 47). Kyn- slóðirnar hafa í dag, eins og áður, sam- eiginleg gildi, sem eru eins óefuð og óana- lýseruð og gildi hinna afturmynduðu Mead segir að þar til í dag (eftir síðari heimsstyrjöld) hafi það alltaf verið hinir fullorðnu sem vissu betur en nokkrir hinna ungu þrátt fyrir sammyndunina. Breytingar hafi verið tiltölulega hægar og geysilegur munur verið á þekkingar- stigi fólks í mismunandi stéttum og á mismunandi svæðum. Þetta hafi breytzt og hinir fullorðnu viti ekki lengur betur og þeir muni ekki lengur sjá líf unga fólksins verða að endurtekningu með línulegum breytingum. Þetta sé vegna þess að allt ungt fólk heimsins i dag sé hluti af samvirkri heild, sem rafeinda- tæknin hafi skapað. Þetta djúp milli kyn- slóðanna telur hún algjörlega nýtt því það sé alheimsfyrirbrigði.3) Mead beitir landnemamódelinu (the pioneer model) á núverandi ástand og i stað flutnings í rúmi (landfræðilegs flutn- ings) setur hún flutning í tíma. Á sama hátt og börn landnemanna horfðust áður í augu við óþekkta búskaparhætti og óþekktan jarðveg horfast börn kynslóðar millistriðsáranna i augu við óþekkta tíma — óþekkta framtíð. Þessi nýja teg- und innflytjenda flytur með sér eldri menningar, eins og allir inflytjendur, en nú í tíma, og það sem meira er, þeir eru fulltrúar fyrir allar menningar heims- ins.4) „Ég held“, segir Mead, „að nýtt menn- núverandi ástands er fólgið. Andstæðing- ar þeirrar tilgátu telja nútíðina aðeins framlengingu á fortíðinni og setja tækni- breytingar 20. aldar á borð með breyting- um eins og þegar eitt samfélag tekur upp nýja ræktunaraðferð frá öðru. Þeir segja að eini munurinn sé sá að breytingar séu örari nú en áður. Mead segir um þetta, að auðvitað sé mögulegt að bera saman aftur- og sammyndaðar menningar með tilliti til hraða breytinganna, en fyrst þegar eðli þessara breytingaferla sé kannað komi munurinn í ljósA) Flokkun menninga í afturmyndaðar, sammynd- aðar og frammyndaðar er tækið sem hún notar til að nálgast svarið við leiðsögu- tilgátu sinni um eðlismun breytingaferla. Það sem er einstakt við djúpið milli kyn- slóðanna er það að það er heimsfyrir- brigði. Það sem gerist sérstaklega í hverju samfélagi er ekki nóg til að útskýra hið almenna ástand — óróa heimsæskunnar. Að sjálfsögðu er munur á breytingum mismunandi samfélaga (t.d. með tilliti til hraða), en eðli þeirra er það sama alls staðar. Öll æska heimsins er sér meðvit- andi um það að í hönd fara óþekktir og ógnvekjandi tímar. Hún gerir sér ljóst að hinir eldri, landnemar i tíma, eru ófærir um að leysa þau vandamál sem skapazt hafa við þetta landnám. Hinn fullorðnu standa ráðþrota gagnvart 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.