Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 56
 ) Á J ** j'A-J u LmrL P. Sreenivasa Rao: Fyrsta grein ALÞJÓÐALÖGIN I. Inngangur 1. LandfræSileg skilgreining í sögulegu tilliti varð H.R. Mill fyrstur landfræðinga til að nota orðið landgrunn, í bók sinni Realm of Nature (Ríki náttúr- unnar) (1897) um banka á grunnsævi, sem nær að tilnefndu dýpi, þar sem skyndilega tekur við bratti niður á mikið dýpi.1) Hugtakið landgrunn, sem heyrir aðallega til jarðfræði og náttúruvísindum, var ítarlega skýrt í álitsgerð, sem unnin var á vegum Menningar- og fræðslustofn- unar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) fyrir Genfarráðstefnuna um lögin á út- hafinu 1958. Því var lýst sem „beltinu umhverfis meginland, sem nær frá sjáv- arborði á fjöru að dýpi, þar sem glögglega verður aukinn halli niður á meira dýpi. Þar sem sú (halla-)aukning verður er heitið grunnbrún viðeigandi. Að hefð er brúnin talin vera á 100 föðmum eða 200 metrum, en kunn eru dæmi þess, að halla- aukningin verði á meira dýpi en 200 föðm- um eða minna dýpi en 65 föðmum.“2) Svæði grunnsævisins, sem að er vikið sem landgrunni, er ekki ávallt flatt (rif), og eins og á er bent í álitsgerð Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) „fyndist landgrunn ekki á mörgum stöðum í heiminum, ef þess væri krafizt að flæmið á milli strandar og ytri markanna, sem upp á er stungið að ofan, væri alveg flatt.“3) 2. Mikilvægi landgrunnsins Jafnvel þótt allmiklar rannsóknir hafi farið fram á þessu sviði, þarfnast hugtak- ið landgrunn frekari athugunar, til að hafðar verði um það nákvæmar hug- myndir. Það er þess vegna lítið undrun- arefni, að vísindamenn greini mjög á um skilgreiningu og takmörkun landgrunns- ins.4) Vísindalegar rannsóknir hafa samt sem áður fært sönnur á, svo að ekki verða brigður á bornar, að svæði þetta er ríkt að náttúruauðæfum, og meðal þeirra eru mikilvæg jarðolía, kol, járn, gull, plútón- íum, úraníum, fosfat, jarðgas, súlfúr, málmar, sjávarlíf í setlögum, svo sem ostrur, perluskeljar, svampar, kórallar og annar skeljagróður.5) Ríki sækjast að vanda eftir því að kanna og nýta náttúruauðæfi, og þau voru fljót til að átta sig á verðmætunum á sjávarbotninum og jarðveginum undir sjónum umhverfis strendur þeirra. Þegar árið 1900, í málinu Lord Advocat vs. We- myss, lýsti Watson lávarður yfir: „að lögum Skotlands eru í vörzlu krún- unnar solum undir sjónum í hafinu, hvort sem er á innsævi (the narrow seas) eða á milli strandarinnar og þriggja mílna markanna, og námaefni undir því.°) Með tilliti til hins ríkulega fiskstofns yfir landgrunninu hvatti fiskimálastjóri Spánar, de Buren, fiskiþing landsins í Madrid 1916, til að færa út landhelgina, svo að hún næði til „alls landgrunns- ins.“7) Rússland hefur (fyrir og eftir bylt- inguna) í orðsendingum útsendum 1916 og 1924 gert kröfu til, sem óaðskiljanlegra hluta lands síns, nokkurra eyja, sem liggja fast undan Asíuströndum ríkisins, með þeim rökum, að þær væru framhald Paría-flóa (1942), á milli Englands og landgrunns Síberíu.8) Samningurinn um Venezúela, var umfangsmeiri tilraun til að krefjast óskoraðrar lögsagnar og yfirráða yfir olíuauðæfum þess svæðis.0) 3. Einhliða yfirlýsingar og vandamálið Truman-yfirlýsingin 28. september 1945 ruddi samt sem áður braut nýrri kenn- ingu, þvi að með henni var tilkall gert til landgrunnsins ipso jure, á grundvelli samfestu eða nálægðar (on the basis of contiguity). í yfirlýsingunni frá 28. sept- ember 1945 var yfir lýst lögsögu og yfir- ráðum yfir „náttúruauðæfum í jarðvegi og á botni landgrunnsins undir úthafinu, sem er samfast ströndum Bandaríkj- anna.“ Tilkall til yfirráða og lögsögu sem gert var í yfirlýsingunni, snertir ekki „eðli sjávarins yfir landgrunninu sem úthafs eða réttinn til frjálsra og óhindraðra sigl- inga.“10) í yfirlýsingu þessari var land- grunnið talið vera svæði grunnsævis, sem væri ekki meira en 100 faðma (600 fet) undir yfirborði sjávar. Eftir birtingu yfir- lýsingar Bandarikjanna gáfu allmörg lönd út sínar eigin stefnuyfirlýsingar ein- hliða um útfærslu réttar þeirra til land- grunnsins, sem væri samfast ströndum þeirra.11) Þessum einhliða yfirlýsingum verður skipt í tvo hópa samkvæmt eðli réttarins, sem með þeim er gert tilkall til. Fyrri hóp- urinn12) krafðist óskorairar lögsögu og yfirráða yfir eða fullveldisréttar yfir námaefnum og lifandi auðæfum á botn- inum og í jarðveginum. Síðari hópurinn, sem lönd í Suður-Ameríku mynda,13) færði út fullveldi sitt, ekki aðeins til botns og jarðvegs landgrunnsins, heldur einnig yfir landgrunninu og til loftsins fyrir of- an þetta svæði. Þótt sum þessara ríkja1*) færðu berum orðum fram sem lagalegar forsendur fyrir kröfum sínum, að land- grunnið væri áfast ströndum þeirra, gerðu önnur ríki15) tilkall til landgrunnsins á grundvelli viðtekins alþjóðlegs háttalags. Á milli þessara tveggja forma skilur, að í hinu fyrra er ný kenning sett fram, en í hinu síðara er litið á slíka kenningu sem viðtekna meginreglu í alþjóðalögum, og yfirlýsingarnar eru að eðli til tilkynningar, sem lönd þessi birta í því skyni að setj a ná- kvæmlega fram og kunngera rétt sinn.16) Ennfremur, í yfirlýsingum landa þessara var ekki upp tekin sams konar aðferð til afmörkunar landgrunnsins. Sum lönd, eins og Bandaríkin, tóku upp mælikvarða 600 feta dýptar, en önnur sem Perú við- höfðu mælikvarða 200 sjómílna fjarlægð- ar. Hins vegar var í þeim öllum í einu hljóði og með áherzlu yfir lýst, að með kenningunni um landgrunnið væri að engu leyti þrengt að eðli úthafsins né þess frelsis sem því heyrir til. Sakir þessarar einhliða yfirlýsingar 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.