Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 58
Um þessar röksemdir hefur Kunz fjall- að og skilmerkilega sýnt fram á, að þær standist ekki. Kunz komst að sömu niður- stöðu og Phleger hafði áður komizt að, og setti hana fram með því að tilfæra þessi orð hans: „ef mikilvægi auðæfa hafsins hefur vaxið vegna þarfa vaxandi fólksfjölda og minnkunar slíkra auðæfa sakir sóunarkenndrar nýtingar, er lausn vandans ekki sú að virða að vettugi nú- verandi alþjóðalög. Réttur strandrikja tii auðæfa landgrunnsins getur ekki orðið afsökun þess að leggja úthafið undir full- veldi strandríkja."27) Lauterpacht var einnig áþekkrar skoðunar og leit á þessar kröfur sem misnotkun kenningarinnar um landgrunnið og sem „tilburði (til til- kalls) til fullveldis yfir úthafi sem slíku eða til óskoraðrar nýtingar auðæfa þess“, og vísaði þeim á bug sem „að öllu leyti framandi tilefni framsetningar þeirra.2K) Þótt samúð kunni að eiga skilið það hugðarefni landa Suður-Ameriku að bæta úr vesölum hag þjóða sinna og njóta náttúruauðæfa og vernda þau gegn er- lendri íhlutun og arðráni, er þetta ekki leiðin að því marki. Benda verður á, að varðveizla og setning reglna um fiskveiðar á úthafinu eru óháð kenningunni um land- grunnið. Það er meginnauðsyn, að könn- un og nýting náttúruauðæfa verði bundin við hafsbotn og jarðveg landgrunnsins, ef hin nýja kenning á í reynd að vera í þágu hagsmuna hins alþjóðlega samfélags. Haraldur Jóhannsson þýddi. 1) Sjá M. W. Mouton, The Continental Shelf, 1952, bls. 6. 2) U.N. Document A/CONF, 13.2. (Prepatory docu- ment No. 2) frá 20. september 1957, framlagt á ráð- stefnu Sameinuðu bjóðanna um lögin á hafinu 1958; Official Records, Vol. I, Preparatory Documents, Ge- neva, 1958, bls. 39. 3) Ibid., bls. 43. 4) Varðandi hinar ýmsu skilgreiningar, sjá Mouton. op. cit., athugasemd 1, bls. 22. 5) I þessu samhengi, sjá F. V. Garcia Amador, The Exploitation and Conservation of the Resources of the Sea, 1959, bls. 88—92. fi)L.R. 1900, A.C. 48 á bls. 66, tilfœrt af Sir Cecil J.B. Hurst, „Whose is the Bed of the Sea?“, IV. B.Y.B.I.L 34 (1923—24), bls. 38. 7) Tilfœrt af L. C. Green, ,,The Continental Shelf“, 4 Current Legal Problems 1951, bls. 58. 8) Ibid. 9) Varðandi umrœður um samninginn um Pariaflóa, sjá C. H. M. Waldock, „Legal Basis of the Claims to the Continental Shelf“, 36 Transactions of the Grotius Socicty, 115, 1951. Sjá einnig F. A. Vallat, ,,The Continental Shelf“, 23 B.Y.B.I.L. 333, 1946. 10) Varðandi allan texta þessarar yfirlýsingar Bandaríkjanna og skýringar á Stefnu Bandaríkjanna gagnvart landgrunninu, sjá: Laws and Regulations on the Rcgime of the High Scas, Vol. I, United Na- tions, 1951, bls. 38—41, einkum þó bls. 39. 11) Þau eru: Argentína (11. október 1946), Astra- lía (11. september 1953), Chile (23. júní 1947), Costa Rica (2. nóvember 1949), Ecuador (6. nóvember 1950), Guatemala (30. ágúst 1949), Hondúras (7. marz 1950), ísland (5. apríl 1948), Indland (30. ágúst 1955), ísrael (3. ágúst 1952), Kórea (18. janúar 1952), Mexíkó (29. október 1945), Nicaragúa (1. nóvember 1950), Pakistan (14. marz 1950), Panama (1. marz 1946), Perú (1. ágúst 1947), Filippseyjar (18. júní 1949), Saúdi-Arabía (28. maí 1949) og níu Araba-ríki undir verndarvæng Bretlands (öll í júní 1949), Bahama- eyjar (26. nóvember 1948), Brezka Hondúras (2. sept- ember 1949), Jamaica (26. nóvember 1948), Trinidad og Tobago (22. maí 1945), og Sarawak (30. júní 1954). Varðandi texta þessara einhliða yfirlýsinga, sjá Laws and Regulations on the Regime of the High Seas, Vol. I, United Nations, 1951, og viðaukinn við það, United Nations, New York, 1959. 12) Til dæmis verða nefnd Bandaríkin, Astralía, Arabalönd undir vernd Bretlands, Indland, Filipps- eyjar og Saúdí-Arabía. 13) Til dæmis verða nefnd, Chile, Costa Rica, Kúba, Mexíkó og Perú. 14) Til dæmis verða nefnd Bandaríkin, Argentína, Nicaragúa, Saúdi-Arabía. 15) Indland og Arabalönd undir vernd Bretlands viðhöfðu þetta form: réttur strandríkja á sér grund- völl í alþjóðlegu háttalagi. Chile og Costa Rica véku að ,,hinni alþjóðlegu almennu skoðun“. Perú ræddi um háttalag ríkja og alþjóðalög, sem samkvæmt því ,,í raun og veru viðurkenndu“ þann rétt. lfi) Sjá P. Chandrasekhara Rao, „The Continental Shelf: The Practice and Policy of India“, 3 Indian Journal of International Law 191, 1963, bls. 193. 3 7) Sjá U.N. Document A/B 16, Yearbook of the International Law Commission, Vol. II, 1950, bls. 384. 18) Alþjóðalaga-bandalagið (International Law As- sociation) á ráðstefnu sinni í Vín árið 1926 og ráð- stefnun í Lausanne árið 1927, og síðasta Genfar-ráð- stefnan um lögin á hafinu árið 1958 viðurkenndu gildi kenningarinnar um frelsið á hafinu. Sjá í þessu sam- hengi, Colombos, International Law of the Sea, 1954, bls. 54, og Sir G. Fitzmaurice, „Some Results of the Geneva Conference on the Law of the Sea,“ Part I — „Territorial Sea and the Contiguous Zone and Related Topics“, 8 I.C.L.Q. 73 (1959), bls. 120, (neðanmáls- grein 7). 19) Schwarzenberger, „The Fundamental Principles of International Law" 87 Recueil Des Cours 196, 1955, bls. 364. 20) Varðandi þetta sjónarmið, sjá Waldock, op cit., note 9, bls. 136. 21) Shigeru Oda, International Control of Sea Re- sources, 1963, bls. 157. Scelle snerist einnig öndverður gegn kenningunni um landgrunnið í umræðunum í al- þjóðlegu laganefndinni. Hann leit á hana sem „grip- deildarlög" og algera afneitun hugtaks Grotiusar um frelsið á úthafinu. Varðandi sjónarmið hans, sjá: Summary Records of the eighth session of the Inter- national Law Commission, Vol. I, United Nations, 1956, bls. 144. 22) Sjá Laws and Rcgulations on the Regime of the High Seas, Vol. I, bls. 7, 1951. 23) Varðandi mótmælaorðsendingarnar, sjá ibid., bls. 5, 7 og 17. 24) Sjá Joseph L. Kunz, „Continental Shelf and International Law: Confusion and Abuse", 50 A.J.I.L. 826 (1956), bls. 833 og 836, þar sem hann minnist á mótmælaorðsendingar þessar og nokkrar fleiri gegn yfirlýsingum landa Suður-Ameríku. 25) Barry B. L. Auguste, The Continental Shelf: The Practice and Policy of the Latin American States with Special Reference to Chile, Ecuador and Peru, 1960, bls. 350—51. 26) Sjá Kunz, op. cit., note 24, bls. 839. 27) Ibid., 850. 28) Lauterpacht, „Sovereignity over Submarine Areas", 27 B.Y.B.I.L. (1950), bls. 376 og 412. Sjá einnig Oppenheim-Lauterpacht, International Law, Vol. I, 1955, 8. útgáfu, bls. 632. Dagur Þorleifsson: JAPANSKAR STÖKUR Brann þegar birti bros þíns draums um júnínótt. Sáreygur sást þú svefndrukkinn bláan reyk faðma Fúsijama. Kvað finnast kyrra í kjarna mesta hvirfilroks; enga samt enga, ástar minnar stormbál á sér slíka lognlíkn. Bara við gætum þá ber að dyrum Elli körg keyrt fyrir klúru og knúið brottu nauðgest þann. Nálum furu frá fjalla trautt uns mistur rís dags þá dvínar Ijós dropar þeir er frá f nótt geisla gullna brutu. Einsemd þín á sér engar rætur hér né þar. Svört er fjalls fura. Und fargi þessa kvölds um haust svöl er jörð sofin. Inntir þú: aldrei að eilífu ég gleymi þér; það voru orð ein. Enn rís þó máni sá er lágnótt þá lýsti. Frosin mín fjóla. Firrtur gleði skynja ég alheim sem engan á sér lit. Úr tómum geim bleyta hrollsvöl hrynur. Tel ég í trega titrandi fingrum ár sem ómerkum heitum offrað var. Hve mörgum blómum drekktu brimsölt tár? Ekkert né ekkert af þér finnst í grasi því sem áður við óðum. Undralangt er síðan þá; auðn er þessi garður nú. Draumar ó draumar dragið mig sofinn ei á fund minnar frjáðu, brugðinn því blund við bölfyllst verður einsemd. Ótsú prins (662—687) kvað er hann var leiddur til höggs fyrir drottinsvik: Kvöldsins bumbur bylja dátt, boða skammlífs hinstu stund; sunna gælir gullinmund við gafl og hól f vesturátt. Enga get ég gefi krá grafarvegi troðnum hjá; þá genginn hann á enda er, auðnast nokkur gisting mér? Vísur þessar eru allar gerðar með japönsk ljóð að fyrirmynd, en þar sem vitað er hve erfitt er að skila ljóðum heilum og ósködduðum milli jafnvel ná- skyldra tungumála, má nærri geta um líkindi þess þegar um jafnóskyldar tungur og jap- önsku og íslenzku er að ræða, með þá þriðju, sem í þessu til- felli er enska, sem millilið. Það má því fullyrða að þessar hend- ingar séu of fjarlægar frum- textanum til að hægt sé að nefna þær þýðingar eða jafnvel stælingar, en hinsvegar hefur verið reynt að ná inn í þær ein- hverju af stemningu þeirri sem ætla má að sé í frumtextanum. Ljóðin sem höfð eru að fyrir- myndum eru ort á ýmsum tím- um allt frá sjöundu öld fram á þá nítjándu, flest undir jap- önsku bragarháttunum vaka og haíkú; samkvæmt þeim fyrrnefnda skulu þrjátíu og eitt atkvæði vera í vísu, en sam- kvæmt þeim síðarnefnda seytj- án. Ótsú prins kastaði hinsveg- ar fram dánarbögum sinum á kínversku, sem var lengi mál fína fólksins i Japan, líktog gríska hjá Rómverjum og franska síðar hjá Evrópumönn- um yfirleitt. dþ. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.