Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 61
Spilakex Hrærið góðost og smjör saman í jöfnum hlutföllum. Bragðbætið með söxuðum graslauk og piparrót. Smyrjið í þykkt lag á aflangar kex- kökur og skreytið með útskornum spönskum pipar í hjarta, spaða, tígul og lauf. Samlokur meS áleggssmjöri 50—60 g smjör 4 sneiðar léttreykt svínakjöt (skinka) 1 tsk rijinn laukur eða lauksalt 1 msk tómatmauk (tómatsósa) nokkrir dropar worchestersósa Skerið kjötið í smáa bita og hrærið þeim saman við smjörið ásamt lauk, tómatsósu og kryddi. Látið bíða í 2—3 klst. Smyrjið kexið og leggið kökurnar saman tvær og tvær með salatblaði og áleggssmjörinu. Samlokur með kjötl Hrærið smjör með sinnepi eða piparrót og smyrjið því á þunnar skinku- eða hamborgarhryggssneiðar, sem lagðar eru tvær og tvær saman með salatblaði og hafðar sem álegg í kexsamlokur. Heitt kex með tómötum og osti Leggið tómatsneiðar og olívusneiðar á tekexkökur, stráið rifnum osti og papriku yfir og bakið við um 250 gráðu hita þar til osturinn er bráðnaður (olívunum má sleppa ef vill). Heitt kex með síld eða sardínum Smyrjið tekexkökur. Hrærið saman harðsoðín söxuð egg, kryddsíld og saxaðan lauk. í staðinn fyrir síld er ágætt að hafa sardínur. Smyrjið kexið með maukinu og látið eina' tsk af tómatmauki (tómatsósu) í miðjuna. Stráið rifnum osti yfir og bakið við 250 gráðu hita í 8—10 mín. eða þar til osturinn er hæfilega bakaður. Heit brauðkaka Búið til jafning úr sveppum, muslingum, humar, rækjum eða kjöti og hellið í smurt eldfast mót. Leggið tekexkökur ofan á jafninginn og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 250 gráðu hita þar til osturinn er hæfilega bakaður. Borið fram með hráu grænmetissalati. Brauðterta Hrærið saman 50—100 g af smjöri og saxaðri kryddsild, ansjósum eða sardínum. Bragðbætið með rifnum lauk eða lauksalati. Saxið 4 sneiðar af skinku um 75 g og hrærið með olíusósu eða kryddsmjöri. Leggið sex litlar brauðsneiðar eða tekexkökur á fat og smyrjið síldarsmjörinu yfir. Raðið jafnmörgum brauðsneiðum eða kexkökum yfir og smyrjið með kjötsmjörinu. Leggið síðan þriðja lagið af brauði eða kexi og smyrjið þykkt með hrærðri lifrarkæfu. Skreytið með olívum eða agúrkum og steinselju eða saltablöðum. Tertan á að bíða í loftþéttum umbúðum á köldum stað í 1—2 klst áður en hún er borin fram. FLJÓTLEGIR RÉTTIR í ELDFÖSTU MÓTI Síldarbakstur 8 meðalstórar soðnar kartöflur 4—5 reykt sildarflök 1 dl saxað dill, steinselja eða graslaukur 3 egg 3 dl mjólk salt og pipar Skerið kartöflurnar í sneiðar og raðið þeim í lög ásamt síldinni í smurt eldfast mót. Stráið grænu yfir og þeytið síðan egg, mjólk og krydd saman. Hellið því yfir og bakið við 200 gráðu hita í um 25 mín eða þar til eggin eru hlaupin. Berið fram nýbakað, t. d. með rúgbrauði og smjöri. Pylsubakstur 8 vínarpylsur 8 sneiðar reykt flesk hrœrðar kartöflur (kartöflumús) 1 dl rifinn ostur Búið til venjulegar hrærðar kartöflur eða notið afgang. Hrærið vel með eggi og múskati og látið í smurt eldfast mót. Stráið rifnum ostl yfir. Vefjið fleskræmum um pylsurnar og þrýstið þeim niður í kart- öflurnar í fatinu. Bakið við um 225 gráðu hita í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru hæfilega gulbrúnar og pylsurnar steiktar. Fljótlegra er að glóðarsteikja réttinn, en þá þarf að hita kartöflurnar vel áður en þær eru látnar í mótið. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.