Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 12
Þórður Björnsson: Afbrot og refsing I. í hverju fullvalda ríki eru til hagsmunir sem taldir eru vera það mikilvægir, að röskun þeirra er eigi talin varða ein- staklingana eina, heldur hefst hið opinbera sjálft handa um rannsókn málsins og lætur hinn seka sæta refsingu. Dæmi slíkra hagsmuna eða réttinda er friðhelgi lifs og likama svo og verndun eignar og einkalífs að vissu marki. Refsiákvæði til verndar hinum mikilvægustu hagsmunum eru oft höfð i sér- stökum lögum. Hér á landi eru flest slik ákvæði nú i almenn- um hegningarlögum frá 1940 með nokkrum síðari breyting- um. í þjóðfélögum nútímans er ennfremur til fjöldi sér- refsilaga. Hér á landi má nefna refsiákvæði áfengislaga, umferðarlaga, tollalaga o. s. frv. Samkvæmt islenzkum lögum fara dómendur með dómsvald- ið. Dómstig eru tvö: héraðs- dómur og hæstiréttur. Það er almenn regla, að refsing verð- ur eigi á lögð nema af dómara i dómi. Rannsókn brota og meðferð refsimála hvílir á herðum dómara. Kæra um refsiverða hegðun er send til héraðsdómara. Hann rannsak- ar málið, yfirheyrir sakborn- inga, grunaða og vitni. Hann kveður upp úrskurði, t. d. um gæzluvarðhald, húsleit, og sér um framkvæmd þeirra. Hann aflar allra gagna i máli af sjálfsdáðum. Héraðsdómari hefur lögregluþjóna sér til að- stoðar við rannsókn mála, og i Reykjavík er sérstök deild sérhæfðra rannsóknarlögreglu- þjóna. Það fer að sjálfsögðu eftir atvikum hvers máls, hver vinna er við það. Ef vitni standa mann að verki og hann játar sök, er rannsókn oftast auðveld og fljótunnin. Ef hins- vegar enginn ákveðinn er grunaður um brot eða maður neitar sök, getur rannsókn orðið erfið og umfangsmikil. Maikmið rannsóknar er að fá fram sannleikann. Rann- sóknin á því ekki að vera fólg- in i því einu að afla allra gagna, sem styrkt gætu sekt sökunauts, heldur einnig að afla allra gagna, sem styrkt gætu sakleysi hans. Ef söku- nautur óskar eftir því, að á- kveðinn maður verði yfir- heyrður eða að aflað verði upplýsinga um tiltekin atriði, ber að verða við því nema ætla megi að sú rannsókn geti eigi skipt máli. Hver sakargögn eru, fer að sjálfsögðu eftir þvi, hvert sak- arefnið er, og geta þau verið hinir margvislegustu munir og skjöl, svo sem lýsing á vett- vangi, ljósmyndir, teikningar, staðarákvörðun skips, endur- skoðunarskýrsla bókhalds, rannsóknarskýrsla geðheil- brigðis, allskonar vottorð, t. d. um áverka, ástand bifreiðar, innstæðu í banka, raflögn, veður o. s. frv. Almennt eru fjárdráttar- og viðskiptabrot flóknustu og erf- iðustu mál, sem til rannsóknar koma, og taka einnig lengstan tíma. Eitt slíkt mál, sem var til meðferðar í Reykjavík fyrir 10—20 árum, tók á sjöunda ár og hlaut nafnið „Sjöundármál hið nýja“. Oft er kvartað undan drætti dómsmála, og Englendingar segja réttilega: „Delayed jus- tice is denied justice". Stund- um er þó að finna skýringuna á þeim langa tíma, sem sum dómsmál taka, í þvi hve marg- víslegra gagna þarf að afla, áður en dómur gengur. Hafa verður i huga, að vanda verður til rannsóknar máls, því að mikið er i húfi: svipting frelsis og fjármuna, svipting réttinda og leyfa, sekt eða sýkna, rétt niðurstaða eða röng. II. í lýðræðisrikjum eru til viss- ar grundvallarreglur um rann- sókn afbrota og sönnun sakar. Það eru einskonar leikreglur, sem ríkisvaldið setur um sam- skipti við sakborna menn. Að- alefni íslenzkra reglna er sem hér segir: 1. Yfirheyrslur eiga að vera heiðarlegar og hlutlausar. Ó- leyfilegt er að reyna að fá játningu sökunauts með þving- unum, hótunum eða ósannind- um. Engin lagaskylda hvílir á sakborningi að svara spurning- um. 2. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður en sólarhringur sé liðinn, leggja rökstuddan úr- skurð á, hvort hann skuli sett- ur i varðhald. Gæzluvarðhaldi má eigi beita ef brot það, sem um er að tefla, getur ekki að lögum varðað þyngri refsingu en sekt eða varðhaldi. 3. Sönnunarbyrði um sekt sökunauts og atvik, sem telja má honum til óhags, hvílir á ákæruvaldinu. Allur vafi um sönnun sakar á að vera söku- naut i hag. 4. Manni verður eigi gerð refsing nema samkvæmt laga- heimild. Lög mega ekki verka aftur fyrir sig. Saksóknari ríkisins fer með ákæruvaldið. Hann tekur á- kvörðun um niðurfellingu máls, frestun ákæru og málshöfðun. Ef hann höfðar mál, gefur hann út ákæru, þar sem ákærði er nafngreindur, lýst er atferli því, sem honum er sök á gefin, svo og tilgreind lög og lagagreinar, sem hann er tal- inn hafa brotið. Niðurstaða dóms getur verið á marga vegu: sýkna, ákvörð- un refsingar frestað, refsing skilorðsbundin, refsing óskil- orðsbundin. Einnig getur í dómi verið kveðið á um svipt- ingu atvinnu- eða ökuréttinda, upptöku varnings eða ólöglegs hagnaðar eða fébætur þegar svo ber undir. Ávallt er tekið fram i dómi, hver greiða skuli sakarkostnað. Hér er eigi unnt að rekja til nokkurrar hlítar ákæruefni og dómsniðurstöður i reynd. Þó vil ég nefna fáeinar tölur um dóma og niðurstöður þeirra i sakadómi Reykjavíkur árið 1971. 1. Tala ákærðra var 540, þar af voru 229 ákærðir fyrir brot gegn almennum hegningarlög- um, en 311 gegn sérrefsilög- gjöfinni. Karlar voru 521 og konur 19. 2. Ákæruefni fyrir brot gegn almennum hegningarlögum var í 150 tilvikum fyrir auðg- unar- eða fjárréttindabrot, í 49 fyrir skjalafals og í 12 til- vikum fyrir likamsmeiðingar. Ákæruefni fyrir brot gegn sér- refsilöggjöfinni var í 282 skipti fyrir umferðarlagabrot og í 14 skipti fyrir fiskveiðilagabrot. 3. Niðurstaða dóma var i stuttu máli þessi: óskilorðs- bundin refsivist 399 menn, skilorðsbundin refsivist 54, sekt 53, ákvörðun refsingar frestað eða refsing eigi gerð 25 menn. Sýknaðir voru 9 menn. 4. Yfir 250 menn voru dæmd- ir i óskilorðsbundið varðhald fyrir akstur bifreiðar undir á- hrifum áfengis eða sviptir öku- réttindum. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.