Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 13
Þórður Björnsson Jónatan Þórmundsson Sveinbjörn S. Bjarnason Þorvaldur Ari Arason Séra Jón Bjarman Sigurjón Bjarnason Svavar Björnsson Gróa Jakobsdóttir Þóra Einarsdóttir in. Afbrot þykja fréttnæm tíð- indi og vekja umtal. Það ber því gjarna meira á þeim en ýmsu öðru, sem gerist í þjóð- lífinu og fer fram í kyrrþey. Það er þó rétt, að frá lokum seinni heimstyrjaldar hefur alda afbrota flætt víða um lönd. Sem betur fer er eigi hægt að segja að slik alda hafi skollið yfir okkar land. Við þurfum eigi að síður að glíma við ýmsan vanda vegna brota gegn landsins lögum. Snögg þjóðlífsbreyting eða öllu heldur bylting hefur orðið hér á landi. Á fáeinum áratug- um hefur orðið gjörbreyting á atvinnuháttum. Þjóðflutningar hafa orðið úr dreifbýli í þétt- býli bæja og borgar og skapað nýja þjóðlífshætti. Hér við bætist svo skyndileg lifskjara- b.eyting, sem meðal annars hefur komið fram í verulegum fjárráðum barna og unglinga. Með breyttu þjóðlifi hafa komið nýjar tegundir afbrota, t. d. skjalafals, tékkasvik, ölv- un við bifreiðarakstur o. fl. Eitt er þó athyglisvert. Hér á landi þekk.jast varla mörg hin alvarlegustu afbrot, sem algeng eru í nágrannarikjum okkar, svo sem grimmdarbrot og mis- þyrmingar. Margt hefur verið ritað um orsakir afbrota. Áður fyrr höll- uðust menn mjög að því, að þau stöfuðu af meðfæddum skapgerðarveilum. Síðar héldu hugsjónamenn 19. aldar því fram, að orsakir afbrota væru fátækt og örbirgð, og að unnt væri að stemma stigu við af- brotum með því að útrýma hungri og fátækt og auka mennt og menningu almenn- ings. Því miður hefur þetta eigi dugað. Hin bættu lífskjör hafa leitt til nýrra afbrota, eins og dæmin sýna ljóslega i velferðarríkjum nútimans. Hið rétta er, að orsakir af- brota eru margar og af mjög ólíkum toga. Nefna mætti skapgerðarveilur, skort á sið- ferðisþreki, ágirnd, ístöðuleysi, slæman félagsskap, skort á raunsæi, galla á uppeldi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt og í þeirri röð, sem atriðin koma í hugann. Þá er Bakkus oft böl- valdurinn mikli, sem skiptir sköpum. IV. Á seinni árum hafa einnig orðið miklar umræður um refsingar og réttmæti þeirra, einkum refsivistar. Refsing er fólgin í skerðingu á einhverj- um hagsmunum brotamanns, lifi, líkama, frelsi, fjármunum o. s. frv. Áður fyrr voru ýmsar refsingar til, sem nú er ekki beitt, eins og líflát, hýðing, mark, útlegð, viðurnefni. í dag eru hér á landi aðeins til tvennskonar refsingar, refsivist og fjársektir. Refsi- vist er tvennskonar: fangelsi og varðhald. Vinnuskylda fylg- ir fangelsi. Fangelsi er því þyngri refsing og er einkum lögð við alvarlegri brotum gegn hinum almennu hegning- arlögum. Fyrr á öldum var refsing skoðuð sem réttmæt hefnd eða endurgjald fyrir afbrot, sbr. regluna: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Nú á timum er talið, að refs- ing sé ein þeirra aðferða, sem þjóðfélagið hefur til þess að verjast réttarbrotum. Rök fyrir refsingum og beiting þeirra eru þau, að refsing valdi hræðslu hjá þeim, sem hefur í hyggju að fremja afbrot, og að vitund um refsingu skapi ótta hjá öðr- um mönnum, og þannig dragi refsingar úr afbrotum. Á hinn bóginn er almennt viðurkennt, að refsing sé ekki til þess fall- in að bæta hugarfar brota- manns, og hér má taka fram, að í greinargerð fyrir núgild- andi almennum hegningarlög- um frá 1940 segir meðal ann- ars: „Sú siðaskoðun alls al- mennings, að virða beri lög- varða hagsmuni annarra manna, er öllum refsingum drýgri til að aftra réttarbrot- um“. V. Ég held að það sé í samræmi við réttarhugmyndir þjóðar- innar, þegar hegningarlög okk- ar láta skerðingu á vissum grundvallarhagsmunum og réttindum varða refsivist, og ég hef ekki trú á því, að þar verði mikil breyting á á næst- unni. Fnimriómnr Revkjavikur að störfum. Dómarar frá vinstri: Halldór Þorbjörnsson, Þórður Björnsson og Gunnlaugur Briem. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.