Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 14
Jónatan Þórmundsson: Inntak fangavistar Oðru máli gegnir um ymsa sérrefsilöggjöf. Hún er oft tímabundin og miðuð við til- tekið ástand í þjóðfélaginu, og hún breytist gjarna með nýj- um viðho.'fum og nýjum mönn- um. Á seinni árum hefur farið í vöxt að leggja refsingu við ýmsum athöfnum manna, sem áður voru löglegar. Einnig virðast sumir hafa fengið aukna trú á refsingum. Ég held, að þetta séu áhrif frá hinum stóru þjóðfélögum, þar sem sjónarmið einstaklingsins hverfur í mergð milljónanna. Ég hef enga ofsatrú á refs- ingum. Refsing beinist að því að skerða hagsmuni, sem mönnum eru einkar kærir: frelsi og fjármuni. Hún er neyðarúrræði. En refsing og refsivist er stundum óhjákvæmileg og hið eina, sem þjóðfélagið getur gert til að vernda sig og þegna sína gegn vissum afbrotum og afbrotamönnum; að minnsta kosti þekki ég ekki aðra leið. Hinsvegar vil ég ala þá von í brjósti, að unnt verði í fram- tiðinni að bregðast við afbrot- um og vinna gegn þeim með öðrum hætti — en máske er það veik von aðeins. Við megum aldrei gleyma hinu sérstæða íslenzka þjóðfé- lagi. Fámennið veitir okkur margvíslega möguleika, sem hinar fjölmennari þjóðir hafa ekki. Þá sérstöðu eigum við að færa okkur í nyt. Þannig á ekki að gera manni refsingu fyrir hin smæstu brot, þegar leiðbeining eða að- vörun ætti að nægja. Þegar um smábrotamenn eða brotamenn í fyrsta skipti er að ræða, á einnig í auknum mæli að beita frestun ákæru, frest- un ákvörðunar refsingar eða skilorðsbundinni refsingu. Þegar óhjákvæmilegt er að beita óskilorðsbundinni refsi- vist, verða þær stofnanir, sem eiga að hýsa hina ógæfusömu menn, að rísa undir hinum gömlu nöfnum og vera í raun og sannleika: vinnuhæli og betruna'hús. Vistin verður að vera fallin til betrunar. Undir- búningur þess að fangi geti hafið nýtt lífshlaup verður að hefjast löngu áður en vist hans lýkur og helzt þegar í upphafi hennar. Fámennið leggur okkur einn- ig sérstakar skyldur á herðar. Við megum aldrei gefa upp von um björgun manns. Við íslendingar megum aldrei glata trúnni á manninn og manngildið. Þórður Björnsson. I. Fangelsissamfélagið Sá, sem vill kynna sér, í hverju fangavist er fólgin, á að ýmsu leyti erfitt um vik. Sá einn, sem sjálfur hefur reynt hana, getur til fulls skilið hina margslungnu félagslegu og sál- rænu þætti hennar. Gallinn er bara sá, að fæstir fangar hafa það innsæi og tjáningarhæfi- leika, að þeir geti fært reynslu sína í letur á skiljanlegan og hlutlægan hátt. Sumar hinna merkustu rannsókna á fanga- vistinni og fangelsissamfélag- inu hafa verið unnar af mönn- um, sem sjálfir hafa setið inni um tíma og haft menntun, skilning og reynslu til að not- færa sér þessa einstöku að- stöðu. Ætla mætti, að fang- elsisstjórar og fangaverðir væru réttu mennirnir til að lýsa fangelsislífinu. En einnig þeir lifa að nokkru leyti utan þess samfélags, sem þeir vilja lýsa. Fangelsissamfélagið mót- ast mjög af tvískiptingunni milli tveggja minni samfélaga innan stofnunarinnar, fanga- samfélags og fangavarðasam- félags. Tengslin þar á milli geta verið með ýmsum hætti. Oftast er nokkurt djúp staðfest þar á milli. í báðum þessum samfélögum gætir ýmiss konar hleypidóma gagnvart hinu. Hugmyndir fanga um fanga- verði og öfugt hafa tekið ótrú- lega litlum breytingum þrátt fyrir stökkbreytingar á þjóð- félaginu í kring. Jafnræði er ekkert milli þessara samfélaga, þar sem annað á að halda hinu í skefjum. Fangaverðir hafa sérstakt viðurlagakerfi til að viðhalda aganum meðal fanga (svipting ívilnana, svipt- ing vinnulauna, einangrun í refsiklefa). Fangavarða- og starfsmannasamfélagið er byggt upp á mismunandi valdaþrepum, þar sem m. a. réttur til vitneskju um hagi vistmanna fer minnkandi eftir því sem neðar dregur í starfs- mannastiganum. II. Refsivist og önnur viSur- lög í formi frjálsræSissvipt- ingar Sá, sem vill kynna sér fang- elsislífið, verður ekki margs vísari, þótt hann lesi viðeigandi lagareglur, því að þær eru fá- orðar um sjálfa fangavistina. Er það að nokkru bætt upp með reglugerðum, sem ættu að geta gefið nokkra mynd af daglegu lífi fangans. í fram- kvæmd er þessum reglugerðum fylgt mjög frjálslega. í al- mennum hegningarlögum eru ák' æði um það, hvaða refsivist (far.gelsi, varðhald) megi vera stytzt og hvað lengst. Þar eru einnig ákvæði um aðrar teg- undir frjálsræðissviptingar (t. d. öryggisgæzla, dvöl á hæli til lækninga við drykkjufýsn). Þessi viðurlög eru ekki talin til refsinga að lögum, þótt þau feli í sér frelsissviptingu. Á annað er litið sem öryggisúr- ræði, en hitt sem læknisúrræði. Hin yfirlýstu markmið þessara viðurlaga eru þannig nokkuð frábrugðin markmiðum refsi- vistar, sem eru fyrst og fremst þau að o:ka til varnaðar á fangann og aðra út í frá, en að nokkru að hafa siðbætandi áhrif á hann. Hvað sem líður þessum lagalega og refsipóli- tíska mismun, mun inntak þessara viðurlagategunda naumast geta talizt mjög ólíkt. Kemur þar hvort tveggja til, að refsivist er nú afplánuð á mun mannúðlegri hátt en áður var og með ýmiss konar sér- fræðilegri þjónustu, þótt lítil sé hér á landi (heilsugæzla, sáigæzla, kennsla, umræðu- fundir), og að annars konar frjálsræðissvipting, sem á að fela í sér viðamikla sérfræði- lega meðhöndlun, hefur hvergi nærri uppfyllt þær vonir, sem menn gerðu sér um árangur fyrr á árum. Vegna gífurlegs kostnaðar við slíka þjónustu, úreltra viðhorfa þjóðfélagsins gagnvart henni og vanþekking- ar á orsökum afbrota og við- brögðum þjóðfélagsins við þeim, hefur í seinni tið varla verið gerandi munur á inn- taki refsivistar og annarrar f r j álsræðissviptingar. En það gleymist oft að íhuga, hvernig mismunandi tegundir viðurlaga horfa við þolandan- um, fanganum. Mörg hinna nýrri viðurlaga, sem byggjast eiga á sálfræðilegri aðstoð, eru ýmist ótímabundin eða hálf- tímabundin úrræði. Vistmanni er lítt skiljanlegt, hvers hann á að gjalda að sitja árum sam- an á hæli fyrir brennivins- þamb eða nokkra smástuldi, í 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.