Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 15
óvissu um lausn, á meðan stór- þjófur eða nauðgari afplánar nokkurra mánaða fangelsi. Hér er það sem réttlætiskennd fangans vaknar, tilfinningin fyrir hinu óljósa jafnvægi milli afbrots og viðurlaga, einkum tímalengdar þeirra. III. Ófrelsi Frjálsræðissvipting, hvort sem er í fangelsi eða hæli, fel- ur í sér verulega skerðingu á sjálfstæði og athafnafrelsi vist- mannsins og rof á margs konar tengslum við umheiminn. Skulu hér nefnd nokkur at- riði: 1) Fangi dvelst allan afplán- unartímann ýmist i fangelsis- byggingunni eða á útivistar- og athafnasvæði fangelsisins. Skv. reglugerð um vinnuhælið á Litla-Hrauni skulu allir fangar lokaðir inni í klefum sínum frá kl. 9 að kvöldi til kl. 8 að morgni, nema undanþága sé veitt, þ. e. 11 klst. á sólarhring. í framkvæmd er þessi tími frá miðnætti til kl. 8, þ. e. 8 klst. U. þ. b. þriðjung verutíma síns í fangelsi eru fangar því lok- aðir inni í klefum sínum. Út fyrir fangelsissvæðið koma fangar sjaldan. Fangar á Litla- Hrauni eru þó stundum sendir til vinnu í nágrenninu. Auk þess ber það við, að fangi fái stutt heimfararleyfi vegna jarðarfarar, hjónavígslu o. U. 2) Samskipti fanga við fjöl- skyldu eru mjög takmörkuð. Áð- ur var minnzt á heimfararleyfi fanga. Þeir eiga einnig rétt til að þiggja heimsóknir af nánum vandamönnum sínum á helgi- dögum. Samkvæmt reglugerð (Litla-Hraun) er heimsóknar- tími kl. 13—15 á sunnudögum. Er svo fyrir mælt, að fanga- vörður skuii vera viðstaddur heimsóknir, nema sérstök und- anþága fangelsisstjóra komi til. Ákvæði þetta er þó frjálslega framkvæmt að öllu leyti. Und- anþágan mun vera orðin að reglu i framkvæmd. Hún hefur verið skilin svo, að fangar geti tekið á móti eiginkonum sín- um eða sambýliskonum án nærveru eða afskipta fanga- varða og haft þær hjá sér um stund. Er það væntanlega nokkur lausn á einu vandamál- anna, sem innilokun fylgja, kynsveltinu. En það leysir hins vegar ekki kynlifsvandamál annarra fanga. 3) Samkvæmt reglugerð hef- ur fangi leyfi til að hafa fátt eitt af persónulegum munum í klefa sínum, svo sem ljósmynd- ir af eiginkonum, foreldrum, börnum eða unnustu. Hann má þó útvega sér hollar og fræð- andi bækur. Föngum er bann- að að líma myndir eða annað á klefaveggina án leyfis fanga- varðar. Ekki verður annað séð en að reglu þessari hafi verið snúið við, og er það vel. Því aðeins að persónulegir munir séu hættulegir eða ósæmilegir, eru þeir bannaðir. 4) Bréfaskoðun verða fangar að sæta. Öll bréf til fanga og frá skulu ganga í gegnum skrifstofu fangelsisstjóra, sem rannsakar innihald þeirra. Símtöl til fanga og frá eru bönnuð, nema sérstaklega standi á, enda komi samþykki fangelsisstjóra til. 5) Sjálfstæði fanga og at- hafnafrelsi innan fangelsis- svæðisins er mjög takmarkað. Þeir eru lokaðir inni á ákveðn- um tima. Ljós eru slökkt kl. 1 eftir miðnætti og kveikt kl. 8 að morgni. Mæti fangi ekki til vinnu, skal hann lokaður inni i klefa sínum allan daginn, hvort sem hann er veikur eða heilbrigður. Óski fangi að fá viðtal við dómara, verjanda sinn, lækni eða prest, verður hann að tilkynna það fanga- verði, „sem sinnir því í sam- ræmi við reglur, sem honum eru um það settar“ (Rgj. um vinnuhælið á Litla-Hrauni). Fangi þarf stöðugt að vera að fá leyfi til eins og annars, eink- um ef brugðið er út af hinni daglegu rútínu. 6) Gægjugatið á klefahurð- um fanga getur verið þeim mikil byrði. Þeir geta aldrei verið óhultir um, að ekki sé með þeim fylgzt. Þeir fá ekki að vera einir í einveru sinni. Þeir geta ekki leynt því, ef þeir eru hryggir og gráta, eða ef þeir yfirleitt athafna sig eins og frjálsir menn gera í ein- rúmi. Þetta „illa auga“ skapar stundum spennu og vanlíðan með föngum. Það má segja ís- lenzkum fangelsum til hróss, að ekki er stranglega eftir því farið, að gægjugatið sé opið öllum stundum. 7) Fanginn kemur í nýtt umhverfi, nýjan heim. Hann hættir allt í einu að umgang- ast fjölskyldu sína, vini og kunningja, en verður í þess stað að umgangast ókunnuga menn, sem eins er ástatt um og hann sjálfan, hvort sem honum líkar betur eða verr. Þar velja menn sér ekki félaga nema að litlu leyti. Þessi ó- hjákvæmilega, skyldubundna samvera ólíkra einstaklinga hefur mikil áhrif á eðli og uppbyggingu fangasamfélags- ins, skapar gagnkvæmt aðhald innbyrðis og samheldni gagn- vart fangavörðum, eins konar kerfi óskráðra sambúðarreglna. IV. Niðurlæging Mörg þau einkenni ófrelsis, sem nú voru nefnd, eru auð- mýkjandi fyrir fangann, svo sem gægjugatið, bréfaskoðun og eftirlit með heimsóknum, en úr þessum einkennum hefur dregið hér á landi nema helzt bréfaskoðuninni. Þá má nefna rimla fyrir gluggum. Eru þeir dálítið kynleg ráðstöfun á vinnuhælinu að Litla-Hrauni, þar sem auðvelt virðist að strjúka þaðan eftir öðrum leið- um. Þá eru vinnulaun fanga mjög niðurlægjandi. Dagkaup fullvinnandi fanga (8 stunda vinnudagur) skal jafnan vera sama og klukkustundarkaup við almenna verkamanna- vinnu, samkvæmt taxta verka- mannafélags á staðnum. Áður fyrr tíðkaðist margt annað, sem beinlínis var til þess fallið að auðmýkja fangana, svo sem hetta yfir höfuðið, fangabún- ingur og hlekkir. Fangabúning- ar tíðkast þó víða erlendis enn- þá, þótt ekki séu þeir ætíð eins skrautlegir og skrýtluhöfundar ímynda sér. V. Uppbygging? Fæstum blandast vist hugur um nú orðið, að fangavist hafi skaðvænleg áhiif á fangann og sálarlíf hans. Fangavist er neyðarúrræði, sem aðeins á að grípa til, þegar ekki er annarra kosta völ. Er þá fyrir öllu að haga þessari vist svo, að sem mest sé dregið úr hinum slæmu áhrifum hennar. Ég held, að engin ástæða sé til að óttast, að svo vel verði gert við fangann í aðbúð og aðstoð, að verulegt skarð sé höggvið í varnaðaráhrif þessarar refs- ingar, að svo miklu leyti sem hún hefur einhver vamaðar- áhrif. Hér skal minnt á þrennt, Vinnuhœlið á Litla-Hrauni. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.