Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 16
sem ætlað er að orka upp- byggjandi á fangann. Því mið- ur á það langt í land, að á- kvæðum laga þar um sé fram- fylgt hvað þá meira. 1) Menntun. í 36. gr. al- mennra hegningarlaga er gert ráð fyrir kennslu og fyrirlestr- um handa föngum. Að því er varðar unga fanga (dæmda innan 22 ára aldurs) er tekið fram í 43. gr. laganna, að leggja skuli sérstaka stund á að efla andlegan og líkamlegan þroska fanganna með kennslu, líkamsæfingum og hentugri útivinnu, svo og með þvi að kenna þeim atvinnugreinir, sem komið geta þeim að gagni, er þeir hafa fengið frelsi sitt aftur. f reglugerðinni fyrir Litla-Hraun segir svo um kennslu i 51. gr.: „Kennsla, verkleg eða bók’eg, skal fara fram a. m. k. 4 klukkustundir í viku hverri eftir nánari á- kvörðun dómsmálaráðherra að fengnum tillögum fangelsis- stjórnar. Föngum 24 ára og yngri skal skylt að taka þátt í námi. Eldri föngum má veita kost á að taka þátt í námi. — Fangelsisstjórn getur leyst fanga undan námsskyldu, ef námið telst honum ekki nauð- synlegt vegna menntunar eða af öðrum ástæðum“. Það er fljótsagt, að ekkert af þessu hefur komizt i fram- kvæmd. Ástæðan kann sum- part að vera fjarlægð hælisins frá höfuðborginni, en sumpart skortur á aðstöðu. Til að unnt sé að kenna einhverjar iðnir, þarf annaðhvort að vera að- staða til þess á hælinu eða þá að fangar séu sendir í læri utan hælisins. Þau menntunar- tæki, er fangar hafa á Litla- Hrauni, eru útvarp og sjón- varp, dagblöð og bækur. Bóka- kostur hælisins er mjög tak- markaður. Fangar mega láta færa sér bækur án verulegra takmarkana. Þess má að lok- um geta, að nýtt bókaherbergi er í nýbyggingunni á Litla- Hrauni. 2) Vinna. í 37. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um vinnuskyldu. Nánari ákvæði um vinnutilhögun og vinnu- laun eru í reglugerð. Almenn- ur vinnudagur fanga skal vera 8 stundir 6 daga í viku. Unnið skal frá kl. 9 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Á sumrin er þó ekki unnið lengur en til kl. 4. í reglugerðinni segir, að vinnu- hælið skuli, eftir því sem við verður komið, sjá föngum fyrir atvinnu við þeirra hæfi. í hinni almennu reglugerð um fangavist (260/1957) er boðið, að föngum skuli haldið að vinnu, eftir þvi sem kostur er á. Einnig skal hafa hliðsjón af þvi, svo sem aðstæður leyfa, til hvers konar vinnu hver fangi telst bezt fallinn. Einnig hér er framkvæmdin dapurleg. í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustig er alls enga vinnu að fá nema föndurvinnu, enda að- staða til þess engin. Á Litla- Hrauni er ástandið ívið skárra. Mjólkurbúskapur var lagður þar niður fyrir 6—7 árum. Hrossabú var þar um tíma. Nú er þar ekki um útivinnu að ræða, nema helzt við heyöflun og kartöflurækt. Auk þess vinna fangar við að steypa netasteina, setja upp línu, hnýta tauma og spyrðubönd. Nokkrir hafa vinnu í eldhúsi og við hreingerningar. Öðru hverju fá fangar vinnu utan hælisins við fiskverkun eða heyskap. Þá ber að nefna fönd- urvinnuna. Vinnulaunin eru, eins og getið var, hraksmánar- leg: dagkaup hið sama og klukkustundarkaup verka- manns (um 115 kr.). Fyrir vinnu utan hælisins fá fangar þó fullt kaup. Af kaupi sinu þurfa fangar m. a. að greiða fyrir vinnuföt og hreinlætis- vörur. Skal gæta þess, sem auðið er, að fangar fái ekki meiri úttekt en þeir eiga inni fyrir á viðskiptareikningi sín- um. Er áherzla á það lögð, að fangar eigi jafnan inni á við- skiptareikningi sínum fyrir nauðsynlegri úttekt. Þótt ljóst megi vera, að vinnulaun fanga séu alls ófullnægjandi, nánast smánarleg, er það þó engan veginn auðleyst verkefni að ráða á því verulega bót. Kostn- aður við dvöl fanganna er ær- inn, þótt ekki séu vinnulaun hækkuð. Meginforsenda hækk- unar hlýtur að vera sú, að fangar vinni arðbærari vinnu en nú er að fá og með eðlileg- um afköstum, þannig að af- rakstur hennar standi undir launahækkun. Ákjósanlegast væri, að fangar hefðu svipuð starfskjör og tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði, sömu laun fyrir sömu vinnu. En mörg ljón eru þar í veginum. Sé at- vinnuleysi í þjóðfélaginu, er það öfugsnúin stefna að þurfa í fangelsi til að fá vinnu. Að vísu mætti láta fanga sitja á hakanum með vinnu, meðan svo stendur. Þá hafa samtök verkalýðs og atvinnurekenda víða barizt gegn þessari skipan af ótta við óeðlilega samkeppni af hálfu fangelsanna og þess söluvarnings, er þaðan kemur á markaðinn (fangarnir taka vinnu frá verkamönnum, verð- lækkun verður vegna mikils framboðs fangaframleiðslu). Hefur sums staðar verið horf- ið að því ráði að láta fanga einungis starfa að framleiðslu í þágu ríkisstofnana. Slík fram- leiðsla er fremur fábreytt (ein- kennisbúningar, póstpokar, umslög o. fl.). 3) Heilsugæzla og sálgæzla. í hegningarlögum og reglu- gerðum um fangavist eru nokkur ákvæði, þar sem vikið er að heilbrigðisástandi fanga og þætti lækna í þvi sambandi. Þannig getur fangelsisstjórnin eftir tillögum fangelsislæknis ákveðið föngum, sem sökum aldurs, veiklunar eða af öðr- um ástæðum þurfa að hafa sérstaka aðbúð, sérstakt mat- aræði og annan aðbúnað um tíma. í vinnuhælinu á Litla- Hrauni skal vera eitt herbergi til reiðu sem sjúkrastofa. Þar skal læknisskoðun fara fram. Læknir skoðar fanga a. m. k. einu sinni i mánuði, og úr- skurðar hann i einu og öllu um heilsufar þeirra. Nákvæm skoðun fer fram í upphafi á öllu heilsufarsástandi fangans. Fangar eiga rétt á ókeypis læknishjálp frá læknum vinnu- hælisins, sáraumbúðum og sótthreinsunarlyfjum. Ekki má setja fanga til vinnu, sem hættuleg er heilsu þeirra. Hér er það aðallega líkamlegt heil- brigði, sem haft er í huga. Að geðheilsu fanga er ekki vikið. Verður því miður að viðurkenn- ast, að heilbrigðisþjónusta er mjög af skornum skammti. Að hinni almennu heilbrigðisþjón- ustu slepptri skortir algjörlega alla sérmenntaða starfskrafta. Hér nýtur ekki þjónustu geð- læknis, sálfræðings né félags- ráðgjafa eins og almennt er í fangelsum á Norðurlöndum. Hér skortir með öllu umræðu- hópa vistmanna með ráðgjafa til að brjóta vandamál fanga til mergjar. í hegningarlögum er gert ráð fyrir, að fangar hlýði á guðs- þjónustur. Þegar guðsþjónusta fer fram í vinnuhælinu, skal gefa föngum kost á að vera viðstaddir. Fyrir nokkru var 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.