Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 17
Sveinbjörn S. Bjarnason: Einangrað samfélag ráðinn til starfa sérstakur fangaprestur. Auk venjulegrar p:estsþjónustu innir hann af hendi mjög mikilsvert sál- gæzlustarf i samráði við Fé- lagasamtökin Vernd. Er það m. a. fólgið í reglulegum heim- sóknum og viðtölum við fanga, ýmiss konar aðstoð við þá, út- vegun efnis til fræðslu og dægrastyttingar. VI. Fangelsið og umheimur- inn Fangelsið og hið frjálsa samfélag utan þess eru tveir ólíkir heimar. Það er yfirlýst stefna þjóðfélagsins að vinna fangana aftur á sitt band, gera þá að nýtum og löghlýðnum borgurum. En því aðeins eru likur fyrir árangri, að nokkuð verði dregið úr þeim reginmis- mun, sem milli þessara tveggja samfélaga rikir. Fangar búa í gervisamfélagi, sem lítt er hæft til að laga þá aftur að eðlileg- um sambýlisháttum. Þeir koma aftur með niðurbælda þá þætti persónuleikans, sem þroskast bezt við samveru fjölskyldu og vina. Hin víðtæka frelsisskerð- ing hefur fært þá nokkur þrep aftur á bak í þroskaferli ein- staklingsins. Ráðið til að sporna við slíkri afturför virð- ist helzt vera það að færa fangelsið í auknum mæli út í þjóðfélagið. Skal hér að lokum minnt á stefnu Ólafs Stefáns- sonar stiftamtmanns við stjórn betrunarhússins á Arnarhóli á síðasta áratug 18. aldar. Mætti sitthvað af henni læra að breyttu breytanda. (Lýsing Björns Þórðarsonar í Refsivist á íslandi, bls. 83—84). Ólafur stiftamtmaður vildi sníða fangavistina sem mest í lík- ingu við hætti og störf á góð- um, reglusömum, íslenzkum heimilum. Bústjórn og hagnýt- ing vinnuaflsins í hegningar- húsinu átti að vera mjög á sama veg. Fangarnir áttu að stunda þá vinnu, er gæfi bezt- an arð, karlmennirnir róðra, bæði að heiman og úr öðrum veiðistöðvum. Til þess að tím- anum væri ekki eytt að óþörfu, voru nýdæmdir sakamenn stundum sendir beina leið frá sýslumönnum í skiprúm suður með sjó, eftir boði stiftamt- manns. Var ráðning fanganna með tvennu móti. Annaðhvort voru þeir ráðnir upp á hlut, en það var fremur ótitt, eða gegn fyrirfram ákveðnu vertíðar- kaupi. Þegar fangar voru heima, unnu þeir á eyrinni, ef þess var kostur, eða að moldar- og grjótvinnu við garðhleðslur og húsagerð. Jónatan Þórmundsson. Þegar ekið er þjóðveginn frá Selfossi að Eyrarbakka, ber fljótlega á reisulegum hvítmál- uðum byggingum, sem minna einna helzt á mjög myndarleg- an bóndabæ, með súrheysturn- um og veglegum útihúsum. Þegar nær er komið, sést fljót- lega að hér er ekki um bónda- bæ að ræða; til þess eru öll húsakynni of vegleg. Þegar ek- ið er framhjá sést, að rimlar eru fyrir öllum gluggum og dyrum. Gangirðu Skólavörðustíginn, fer ekki framhjá þér yfirlætis- laust hús úr höggnu grjóti, frekar lágreist innan um skrif- stofuhallirnar. Þú sérð reynd- ar aðeins framhlið hússins, þvi á allar hliðar er það umgirt háum steinvegg. En hafirðu tækifæri til að líta yfir vegg- inn, sérðu að þar eru einnig rimlar fyrir gluggum. Rimlarnir undirstrika þá staðreynd, að innan veggja á Skólavörðustígnum og á Litla- Hrauni er að finna samfélag, sem slitið er úr flestum tengsl- um við þjóðfélagið. Samfélag sem er svo einangrað frá um- hverfi sínu, að það telst varla til þeirra byggðarlaga, sem það er staðsett í. Þeir, sem innan rimlanna búa, njóta t. d. ekki sömu læknisþjónustu og frjáls- ir nágrannar þeirra, heldur verður að leita í næstu héruð og til Reykjavíkur. Samfélagið innan rimlanna lifir sínu eigin lífi, gjörólíku þvi sem við frjálsir menn eig- um að venjast. Bak við riml- ana er heimur út af fyrir sig, með eigin lögum og reglum, venjum, siðalögmálum og and- rúmslofti. Helztu einkenni hins frjálsa samfélags er að við sofum á einum stað, vinnum á öðrum, iðkum tómstundir á enn öðr- um stað og lútum mismunandi stjórn á þessum þrem sviðum lífsins, þ. e. sviði hvíldar, leikja og vinnu. Við getum skipulagt líf okkar sjálf, haft samskipti við hitt kynið, ráðið hvar og hvenær við hvílumst, valið okkur tómstundagaman og ráðstafað tekjum okkar. Við getum valið okkur starf eftir hæfileikum okkar og áhuga. Við ráðum hverja við umgöng- umst og hvenær. Við höfum frelsi til að stjórna lífi okkar og berum þá ábyrgð, sem því frelsi fylgir. Mesti munurinn í samfélaginu bak við riml- ana er þessu öðruvísi háttað. Stærsti munur þess samfélags og hins frjálsa samfélags er, að fangelsissamfélagið er ein- kynja. Einkynja samfélag á við ýmisleg vandamál og árekstra að stríða, sem ekki eru áber- andi í tvíkynja samfélaginu. Umgengni verður harðneskju- legri og tillitssemi minni. í fangelsi eru hin þrjú svið lífsins, þ. e. hvíld, leikur og vinna, ekki lengur aðskilin, því allt fer fram undir sama þaki, með sömu mönnum og undir sömu stjórn. Fangi getur ekki valið sér félaga nema að mjög takmörkuðu leyti; hann er dæmdur til að lifa í samfélagi við ákveðinn hóp manna, hvort sem honum líkar betur eða verr, og hefur fá tækifæri til að vera einn í ró og næði. Hann er settur í hóp annarra, hlýtur sömu meðferð og þeir, og sömu kröfur eru gerðar til hans og þeirra án tillits til áhuga hans eða hæfileika. Hver dagur er skipulagður fyrir fangann. Svefn, vinna, máltíðir og tómstundir fylgja ákveðinni stundatöflu, sem fanginn getur engin áhrif haft á. Athafnafrelsi hans er mjög skert. Útivist fer eftir stunda- skrá og undir eftirliti, tóm- stundir, vinna og máltíðir allt- af undir eftirliti. Á næturnar er svo fanginn lokaður inni í klefa sínum og kemst ekki út nema vörður opni fyrir honum. Á ákveðnum tíma á hann að fara að sofa og þá eru öll ljós slökkt. Tjáningarfrelsi fangans er mjög skert, bréf til hans og frá ritskoðuð, og í blöð má hann ekki skrifa nema með leyfi yf- irstjórnar fangelsisins. Allar óskir hans og kröfur verða að fara í gegnum stjórn fangels- isins. Jafnvel þó fanginn hafi möguleika til að koma kvört- unum sínum á framfæri, er ekki þar með sagt að þeim sé sinnt, þó réttmætar séu, því mjög algengt er að ráðamenn taki alls ekki mark á málflutn- ingi fanga. Það má þvi likja fanganum við barn, því hann á allt undir öðrum komið. Allar ákvarðanir eru teknar fyrir hann. Öllum athöfnum hans er stjórnað, fylgzt með þeim og þær skipu- lagðar af öðrum. Honum er sagt, hvað hann eigi að gera og hvað hann eigi ekki að gera, hvert hann eigi að fara og hvert hann eigi ekki að fara. Fanginn ber ekki lengur neina ábyrgð, hvorki á sjálfum sér né öðrum. Hann er verndaður gegn álagi því, sem fylgir því að vera frjáls og þurfa að stjórna lífi sínu og bera ábyrgð á því. Afturhvarf til bernsku Hvaða áhrif hefur þetta á fangann? Algengustu viðbrögð- in eru afturhvarf til bernsk- unnar. Ýmisleg barnaleg við- brögð koma í ljós. Geðsveiflur verða tíðar og oft öfgakenndar. Gleðin og þakklætið mikið, vonbrigðin og reiðin sömuleið- is. Fanginn verður gjarna rellinn og kvabbgjarn og reyn- ir á ýmsan hátt að draga að sér athyglina. Smáatriðin fara að skipta mjög miklu máli og geta orðið að stórmáli, sem skapar mikla óánægju, ef yfir- stjórnin vanrækir að leysa vandamálið. Fanginn hefur tíma til að íhuga, hvað sagt var og hvað ekki var sagt, og les svo ýmislegt úr því. Fanganum finnst oft að hann hafi verið órétti beittur utan fangelsis sem innan. Hon- um finnst að þjóðfélagið hafi snúizt gegn sér og eigi sök á óförum sínum. Stundum hefur hann rétt fyrir sér, og stundum er um misskilning eða sjálfs- réttlætingu að ræða. Því er mikilvægt að fanganum séu gefnar greinargóðar ástæður fyrir þeim ákvörðunum, sem teknar eru í sambandi við hann. Með ofurlitlum tíma og fyrirhöfn er oft hægt að koma í veg fyrir óánægju og eyða misskilningi. Það eru alvarleg mistök, ef fangi fer beiskur út i lífið á ný vegna ágreinings, sem hefði verið hægt að jafna. Fari fanginn beiskur út í lífið, er meiri hætta á að hann komi fljótt inn aftur. Eins og rakið hefur verið eru algengustu viðbrögð fangans afturhvarf til bernskunnar, þó viðbrögðin á annan hátt séu mjög einstaklingsbundin. Sumir einangra sig alveg frá umhverfi sínu, fást ekki til vinnu né til nokkurra félags- legra samskipta. Þeir vilja helzt einangra sig inni á klefa sínum og móka þar. Þessi ein- angrun getur gengið svo langt, að um sjúklegt háttarlag sé að ræða. Aðrir eru i stöðugri uppreisn gegn stofnuninni og starfsliði hennar, gera allt sem þeir geta til að sýna sjálfstæði sitt, 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.