Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 18
ÚtivistargarSurinn við Hegningarhúsið í Reykjavik er lítið notaður núorðið. hafna öllu samstarfi við starfs- liðið og ögra því stöðugt. Þá eru þeir, sem reyna að gera sér dvölina sem þægileg- asta. í því skyni bera þeir saman hið frjálsa líf og fanga- lifið og draga fram alla kosti fangalífsins og ókosti hins frjálsa lífs. Þannig tekst þeim að draga úr spennunni milli þessara tveggja heima og koma sem næst ósnortnir úr fanga- vistinni. Að lokum eru þeir, sem reyna að aðlagast stofnuninni sem bezt, gera allt sem þeir geta til að verða taldir fyrirmyndar- fangar. Hér hef ég talið upp fjögur algeng viðbrögð við fangavist- inni, þó sjaldgæft sé að finna fyrir þá, sem augljóst er að falli í þessa flokka, því blönd- uð viðbrögð eru algengust. Framkoma fanga í hópi sam- fanga sinna getur t. d. verið mjög uppreisnargjörn, en í samskiptum við fangaverði til fyrirmyndar, án þess að um vísvitandi blekkingu sé að ræða. Fanginn myndar sér lífs- hætti, sem stuðla að því að gera dvölina sem þægilegasta, Gó3 fangelsi ekki til hér Það er mjög ofarlega á baugi i dag, að fangelsi eigi að hafa bætandi áhrif á fanga og gera þá að nýtari þjóðfélagsþegnum. En því verður ekki neitað, að þegar við lítum á hlutverk fangelsanna í dag og hvernig þau eru rekin, þá eru þau fyrst og fremst staður þar sem unnt er að hafa fangann í öruggri gæzlu. Þó öryggið sé ekki meira en svo, að það er frekar vilja- leysi fanga heldur en öryggis- aðgerðir sem koma í veg fyrir strok. En samt er það svo, að þegar upp kemur togstreita milli öryggis og endurbóta, verður öryggið ofaná. Fangels- ið er einangrað samfélag, sem í eðli sínu er illa til þess fallið að þjálfa menn í að verða nýt- ari þjóðfélagsþegnar. Hvernig er unnt að þroska þjóðfélags- lega ábyrgð og samkennd í samfélagi, sem sviptir fangann allri ábyrgð? Hvernig er hægt að efla sjálfsstjórn fangans, þegar öllum gerðum hans er stjórnað af ytri öflum og af ótta við refsingu? Meðan fangelsissamfélagið er eins og hér hefur verið lýst að framan, er ekki hægt að tala um góð fangelsi, heldur aðeins misjafnlega slæm. Það kemur bezt í ljós þegar losun nálgast og eftir að fanginn hefur verið látinn laus. Óttinn við umhverfið Þegar losun nálgast, verður fanginn órólegur, taugaspenn- an eykst, óttinn við hið frjálsa lif fer að koma í ljós. Óttinn við að þurfa að fara að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Þegar út er komið, þarf fanginn að takast á við ýmsa erfiðleika, sem hon- um finnast óyfirstíganlegir. Eftir langa dvöl í einkynja samfélagi, getur verið mjög erfitt fyrir fjölskylduföðurinn að taka upp eðlilegt fjölskyldu- líf. Hann þarf að taka tillit til konu og barna og semja sig að þeirra lífsháttum. í atvinnu- og húsnæðisleit er honum oft- ast tekið með mikilli tor- tryggni, ef hann gefur upp hvar hann hafi verið. Þegi hann um fortíð sína, líður ekki á löngu áður en sögusagnir komast á kreik, og hann missir vinnuna. Fyrst eftir losun verður sjálf fangans óeðlilega ríkjandl, og honum finnst að allir horfi á sig. Dæmi þekki ég um fyrrver- andi fanga, sem hafa lokað sig inni dögum saman og byrgt alla glugga af ótta við um- hverfi sitt. Öryggi fangavistar- innar var ekki lengur fyrir hendi. Nú þurfti hann að standa á eigin fótum, taka á- kvarðanir. í staðinn fyrir að byggja upp hafði fangelsið brotið niður. Fangaverðir Hér að framan hefur verið fjallað um samfélagið innan rimlanna, og eina stétt manna sem þar lifa, fangana. Fang- arnir eru ekki eina stéttin inn- an rimlanna; þar starfar önn- ur stétt, fangaverðirnir. Kjör þeirra eru gjörólík kjörum fanganna. Fangaverðir koma í fangelsið á sína vakt og geta síðan farið heim. Fangelsið er því einungis þeirra starfsvett- vangur. Þrátt fyrir það lifa þeir og hrærast í fangelsissam- félaginu þann tíma, sem þeir eru á vakt. Fangaverðir eru einu frjálsu mennirnir, sem fangar hafa dagleg samskipti við. Þeir eru mennirnir með lyklana, sem raunverulega loka fangann inni og gæta hans. Þeir eru því eini aðilinn, sem fanginn getur látið óánægju sina bitna á. Starf þeirra er þvi mjög vandasamt og mikilvægt, að þeir séu vel undir það búnir. Því miður er það svo, að fangaverðir vita oft ekki meira en fangar, hvers vegna hitt eða annað er gert. En það er mjög mikilvægt að fangaverðir fái að fylgjast með því sem gert er og að þeim sé gerð grein fyrir ýmsum ákvörðunum, sem teknar eru, einkum hvað snert- ir verksvið þeirra beint. Milli fanga og fangavarða ríkir oft spenna, ósjaldan vegna misskilnings beggja að- ila. Föngum finnst þeir beittir óréttlæti af fangavörðum, og sumir fangaverðir álita að föngum sé alls ekki treystandi á nokkurn hátt; þeir bregðist ávallt öllu trausti. Fangaverðir bregðast mio- jafnlega við starfi sínu, eins og fangar bregðast misjafnlega við fangavistinni. Sumir fangaverðir velja þann kostinn að draga sig al- veg inn í skel sína, einangra sig frá umhverfi sinu, og sam- skipti þeirra við fanga eru í lágmarki. Aðrir eru í stöðugri andstöðu við fangana og telja þeim flest til foráttu. Að lokum eru þeir, sem lita á starf sitt sem annað og meira en lykla- og agaverði, heldur telja sér skylt að reyna eftir getu að aðstoða og leiðbeina föngum og leggja oft mikið á sig í því sambandi. Þess ber og að geta, að eins og viðbrögð fanga eru oft blönduð, þá eru viðbrögð fangavarða einnig oft blönduð. Vegna hinna nánu samskipta fanga og fangavarða eiga þeir mikilla sameiginlegra hags- muna að gæta, miklu meiri heldur en þeir gera sér oft ljóst. Handahófskenndar á- kvarðanir yfirvalda vilja oft bitna jafnt á föngum sem fangavörðum. Þegar rætt er um úrbætur í fangelsismálum gleymast oft þessar tvær stéttir fangels- anna, og sjaldan eða aldrei til þeirra leitað. Til þess að fangelsið geti haft bætandi áhrif á þá, sem þangað eru sendir, er nauð- synlegt að rjúfa þá einangrun, sem samfélagið bak við riml- ana býr við, og sýna þegnum þess meira traust. Til þess að það sé unnt er nauðsynlegt að hlusta meira á þá sem þar lifa og starfa. Sveinbjörn S. Bjarnason. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.