Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 21
kallar Þorvaldur Ari: „Kvur er Ólafur Jóhannesson?“ heldur en þetta gauf á þriðja ár. Margt við hana er ófullgert, en gárungarnir segja, að henni verði lokið um leið og hring- veginum um landið. Frægt er dæmið, þegar bær- inn að Bakkaseli í Öxnadal var reistur. Meðan á smíðinni stóð var þar stöðug þoka. Svo birti og í ljós kom, að smiðirnir höfðu verið áttavilltir, svo að suðurdyr sneru í norður. Sama gerðist á Litla-Hrauni með ný- bygginguna, þótt þar hafi ekki verið nema um andlega þoku að ræða. Hroðvirknin var svo mikil meðal annars, að aðal- inngangurinn var settur á bak- hlið! Allt þetta með nýbygg- inguna er innskot, þó til nokk- urrar upplýsingar. Eftir við- reisnarstjórnina varð Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra. Um hann segir biskup- inn, að ánægjulegt sé að vita hve velkristinn hann er. Lík- lega veit biskupinn ekki, að Ól- afur dómsmálaráðherra hefur i ráðherradómi sínum gleymt sínum smæstu bræðrum. í fangelsismálum hefur engin breyting orðið hjá honum. Hingað hefur hann komið einu sinni til að líta á skúrbygg- inguna. Fangelsismálin eru sem fyrr i höndum ráðuneytis- stjórans og aðstoðarmanna hans. Vík ég þá aftur að náð- unum og losunum. Um náðunarnefnd Framan af afgreiddi ráðu- neytisstjórinn náðanir og los- anir fanga að mestu sjálfur i tíð áðurnefndra ráðherra. Þar sem ýmsar gamansamar sögur eru til af handahófskenndum losunum, leyfi ég mér að segja hér eina. Mörgum er kunnugt, hvernig skjöl og pappírar eru dreifðir út um allt í skrifstofu ráðuneytisstjórans. Frú ein kom til hans og bað um losun á manni sínum, sem hér var fangi í fyrsta sinn, og var langt í land að hann fengi losun eftir þeim reglum, sem þá áttu að gilda. Ráðuneytisstjórinn tók frúnni vel og bauð henni sæti í eina stólnum, sem auður var fyrir skjölum. Ekki var hægt að afgreiða beiðni henn- ar og þvi að venju skotið á frest. Frúin gafst ekki upp, og þegar hún í næsta sinn heim- sótti ráðuneytisstjórann, var stóll sá, sem henni hafði verið boðið sæti í við fyrri heimsókn, hlaðinn skjölum. Frúnni var boðið sæti í öðrum stól, en þá bað hún kurteislega um að fá að sitja i sama stól og hún hafði setið í síðast. Önnum kafinn ráðuneytisstjórinn mátti þá fara að taka til hjá sér til að rýma stólinn. Ekki var beiðni hennar afgreidd frekar í þetta sinn. í næsta skipti byrjaði ráðuneytisstjór- inn að taka til við komu frúar- innar, svo að hún gæti setzt i sinn stól. Enn var ekki hægt að afgreiða mál eða beiðni frú- arinnar. Svo þegar frúin kom í fjórða sinn, þá nennti ráðu- neytisstjórinn ekki að vera að þessum sífelldu tiltektum og náðaði mann frúarinnar, þótt hann væri ekki búinn að af- plána fjórðung af dæmdri refs- ingu. Þessi fangi hefur ekki lent í fangelsi aftur og kveður sig vera í ævarandi þakkar- skuld við þennan góða stól í ráðuneytinu. Flestir fangar eru nú ekki svona hepþnir, enda hefur ráðuneytisstjórinn undið þess- um náðunarvanda ofan af sér til þriggja aðstoðarmanna, sem kalla sig náðunarnefnd, þótt slík nefnd hafi enga stoð i lög- um. Þetta litla „ríkisráð“ ráðu- neytisstjórans, sem raunveru- lega er léttadrengjaráð hans, er skiþað þremur mönnum, fangelsisprestinum, stjórnar- ráðsfulltrúanum, sem lærði á hasshundinn, og svo einum sakadómsfulltrúa. Þarna held- ur svikamyllan áfram, þegar fulltrúi sakadóms er farinn að hafa áhrif á framkvæmdar- vald dómsmálaráðuneytisins. Sakadómi nægir ekki dóms- valdið, að ákveða úttekt refs- inga, heldur teygir hann anga sína einnig inn í náðunar- og losunarframkvæmdina. Þessi refsibrandur sakadóms verður eins konar fylgifé fangans frá því að hann er úrskurðaður fyrst í gæzlu, síðan í úttekt og allt til losunar. Þessi vafasama tilhögun rýrir álit fangans á vinnubrögðum dómsmálaráðu- neytisins og skapar honum vonleysi og leiða, enda hafa fangar ekki of mikið traust á þessum velgifta þríhöfðaða refsibrandi sakadóms. Um Vernd Eins og áður segir, yfirgefa verjendur sakamanna þá, þeg- ar dómur er upp kveðinn og þeir hafa fengið þóknun sína greidda. Mun þá margur spyrja, hvað sé þá fanganum til hjálpar til framdráttar per- sónulegum hagsmunum hans. Áður segir frá því, hvernig er- indum hans er ekki svarað. Til að láta fangelsismálin líta bet- ur út hafa verið settir á fót áhrifalausir milliliðir til að dreifa ábyrgðinni og sem emb- ættin geta vísað til um erindi fanga. Svo þurfa milliliðirnir aftur að leita til embættanna um lausn á erindunum, og þá lokast hringurinn og erindið jafnvel þagað í hel. Þó léttir fanganum að geta rætt við þessa milliliði, sem eru Vernd, fangelsispresturinn og fang- elsisnefndin, sem til þessa hef- ur verið nær óvirk, vegna þess að gleymzt hefur að setja henni starfsreglur, en það mun nú standa til bóta. Fangelsis- nefndin, sem á undan þessari var, kærði fangelsisstjórann hér árið 1968 fyrir ýmis afbrot í starfi og taldi hann óhæfan. Dómsmálaráðuneytið þagði málið i hel, og fangelsisstjór- inn gegnir störfum enn og fór ekkert að hafa fyrir því að senda símskeyti til saksóknara og panta eitt stykki dómsrann- sókn. Við fangar gleðjumst yfir núverandi fangelsisnefnd og vonum og treystum því að hún verði virk og fái viðunandi starfsvettvang. Á bak við fé- lagasamtökin Vernd er mikil og göfug hugsjón, sem því mið- ur hefur ekki fengið að njóta sin fyrir yfirstjórn fangelsis- mála, sem notað hefur Vernd til að gera ýmislegt, sem yfir- stjórnin sjálf hefði átt að gera, og hefur Vernd fyrst og fremst verið notuð sem stuðpúði milli ráðuneytis og fanga. Þá hafði ráðuneytið misnotað Vernd með því að afsaka sig á bak við hana. Meðan Vernd kvart- ar ekki opinberlega, þá er allt í lagi. Ekkert hefur heyrzt frá Vernd um þetta; því er ekkert hægt að gera. Fleira mætti nefna þessu likt. Ýmsar gjafir Verndar til fanga sameiginlega eru lokaðar inni, og er mjög takmarkað hvað fangar geta notið þeirra. Þetta á t. d. við um smíðaverkfæri, hefilbekk og rennibekk. Þó að fangar hefðu aðgang að þessum verk- færum, þá vantar hráefni til að vinna úr, og er ætlazt til að Vernd gefi hráefnið, þar sem hún gaf verkfærin. Það helzta, sem fangar fá gert hjá föndur- kennaranum, hefur verið til þessa að laga eða smíða nauð- synlega hluti i klefa sína, eins og rúm, borð og skápa, sem fangelsið sjálft ætti að sjá um sem nauðsynlegt viðhald. Vernd gefur mörgum fangan- um fatnað og annast ýmsa smáfyrirgreiðslu fyrir fanga, en allt það finnst mér að fang- elsið sjálft eigi að gera. Full- trúar Verndar koma nokkuð reglulega í fangelsin og ræða við fanga. Það er nokkur til- breytni og dægrastytting fyrir marga. Þá gefur hún öllum föngum smájólaglaðning. Vilj- inn hjá Vernd er góður og þakkarverður, þó að tilgang- urinn fái ekki að njóta sín, þar sem starfsemi hennar er ferlega misnotuð af yfirstjórn fangelsismála og hún notuð sem eitt helzta skálkaskjólið í þvi sem miður fer í fangelsis- málunum; en við skulum lifa i voninni að á þessu verði ráðin bót. Um fangelsisprestinn Eitt af hámörkum hræsninn- ar hjá stjórnendum fangelsis- mála var, þegar ráðinn var sér- stakur fangelsisprestur. Það átti að vera konungsstimpillinn á göfuglyndi ráðamanna og gert i auglýsingaskyni fyrir veglyndi þeirra. Ef þetta emb- ætti væri athugað nánar, þá væri þetta erfiðasta embætti landsins, því að fangelsisprest- inum er ætlað svo margþætt hlutverk, að það samræmist ekki prestsheiti hans, og hann þarf að þjóna þremur herrum. Auk þess að vera prestur fang- anna, er hann fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu og einnig fulltrúi Verndar og hefur að- setur hjá Vernd. Sagt er að 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.