Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 28
menn. En viðbyggingin, það eru ýmsir gallar sem l'yigdu þessari framkvæmd. Það má nefna, að það er mjög hljóð- bært i þessari viðbyggiugu; setustofan er á neðri hæðmni, þar innaf eru klefar, og cg get sagt fyrir mína reynslu, að ég er þar í klefa innst á þeim gangi — og það er mjög mikið ónæði. Það eru hurðaskellir og hávaði á göngum, ys og þys úr setustofunni, og ber töluvert mikið á hurðaskellum hjá fangavörðum líka. Þeir eru margir ekki manna beztir með það. Og allt þetta finnst mér hafa mjög slæm áhrif á and- lega heilsu mannanna, og náttúrlega fyrir utan það, að þegar fleiri menn, enn fleiri menn, koma inn á svona hæli, þá snarbreytist allt andrúms- loftið, og ég hef orðið var við, og það er einnig margra ann- arra skoðun, sem ég hef talað við, að ástandið hafi breytzt til hins verra með þessari við- byggingu. Einhæft fæði — Hvað eruð þið margir núna? — Núna erum við um 40, en mun vera pláss fyrir um 10 í viðbót, þegar búið er að ganga frá öðrum klefum sem hafði verið breytt, en mér skilst að meiningin sé, þegar síðari á- fangi viðbyggingarinnar verð- ur tekinn í notkun, að þá verði pláss fyrir um það bil 52, og ekki býst ég við að ástandið batni við það. — En hefur ekki aðstaðan batnað mikið við það að fá setustofu? — Jú, aðstaðan hefur batnað mikið við það, t. d. hvað það snertir, að þarna horfa menn á sjónvarp — en áður þurftu þeir að horfa á sjónvarpið við mjög slæmar og þröngar að- stæður, fyrst í anddyri gömlu byggingarinnar, og þar þurfti mikill hluti mannanna að sitja uppi í stigum; síðar var sjón- varpið fært niður i borðsalinn, en það var alltof þröngt þar. En hins vegar náttúrlega við þessa fjölgun þá hefur líka borðsalurinn orðið alltof lítill, en mér skilst að það eigi líka eitthvað að breyta þar og stækka. — Nú þegar farið er að tala um borðsalinn, hvernig er að- búnaður hvað varðar fæði? — Ja, því yrði maður nú að lýsa þannig, að við þurfum ekkert dagatal. Ef við komum niður og sjáum að það er soðið kjöt, soðið lambakjöt og kjöt- súpa, þá vitum við að það er miðvikudagur — og eins ef við komum niður og sjáum pylsur eða kjötbúðing, þá vitum við að það er fimmtudagur. Þann- ig að fæðið er oft ekki slæmt, en einum of einhæft og sjald- an eða aldrei brugðið út af reglunni, þrátt fyrir að þarna dveljast menn langtímum sam- an, og það mætti skjóta inn í þetta, að nú hefur hælið sjálft ekki með matinn eða fæðið að gera, því að það er ráðinn þarna bryti að hælinu, og hann selur fæði, rekur sem sagt mötuneyti fyrir eigin reikning og selur fæði. Okkur hefur stundum fundizt vera einhver samtíningur í sumum réttum, það eru þeir réttir sem við köllum Sameinuðu þjóðirnar. — En hvernig er með lik- amsrækt og útivist? — Likamsrækt og útivist, já, þarna komst þú nú við veikan punkt. Likamsrækt og útivist, það er algjörlega eftir einstakl- ingnum sjálfum. Þeir sem hafa fritima á þeim tima, sem úti- vist er leyfð, geta farið út, og þegar veður og aðstæður leyfa geta þeir farið og spilað fót- bolta, og það eru nokkrir menn, en tæpast nema um fjórðung- ur, sem hægt er að smala sam- an í það. Nokkrir menn ganga sér til heilsubótar, en þeim er settur ákaflega þröngur rammi af þvi svæði sem þeir mega ganga um. En svo er það meg- inparturinn af mönnunum sem kemur bókstaflega aldrei undir bert loft allan timann, þar á meðal menn sem vinna inni. T. d. veit ég um mann i eld- húsi, sem er búinn að vera eina 4—5 mánuði og jafnvel lengur, og hann hefur ekki komið undir bert loft nema þegar hann fer út með rusla- fötuna. — Er honum þá ekki ætlað- ur neinn tími eða hefur hann ekki áhuga á þessu sjálfur? — Hann gæti farið út, jú; það er ekkert gert til þess að hvetja menn til að fara út, og þessi vist sljóvgar menn að mörgu leyti. Þá vantar suma allt „energi“, viljakraft, eftir að hafa verið i vissan tima. Þannig að mér finnst vera stór vöntun á því, að það sé bók- staflega skylda um útivist viss- an tíma, þvi að það gæti haft mikil áhrif á andlega heilsu manna, að þeir væru vel á sig komnir likamlega — og þetta gildir einnig mjög mikið þegar menn losna, hvort þeir eru taugaveiklaðir og líkamlega veiklaðir eða hvort þeir eru vel á sig komnir. Og náttúr- lega með slíkri útivist og meiri hreyfingu og heilnæmu lofti verða þeir eðlilega þreyttir og gætu sofið betur og verið eðli- legri í allri umgengni. Sambandið við umheiminn — En samband ykkar við umheiminn, við ættingja, vini? Fylgist þið með þvi sem er að ske? — Ja, við fylgjumst náttúr- lega með því sem er að ske, en þetta er eins og að fá fréttir frá útlöndum. Við fáum dag- blöð, horfum á sjónvarp og hlustum á útvarp. — Fáið þið öll dagblöðin? — Já, við fáum öll dagblöðin, við fáum Morgunblaðið, Al- þýðublaðið, Þjóðviljann, Vísi og Tímann. — Hvað fáið þið mörg eintök af hverju blaði? — Þessu er skipt niður i fjórar „grúppur", þannig að það eru venjulega 10 menn um hvert eintak. En sambandið við umheiminn er oft á tíðum mjög veikt, ef maður undan- skilur heimsóknirnar, sem menn geta fengið, en það eru margir sem ekki eiga auðvelt með að koma í heimsókn þarna austur. — Er sérstakur heimsóknar- tími? — Það er sérstakur heim- sóknartími. Heimsóknartimi er á sunnudögum. Sem sagt frá því að áætlunarbillinn kemur á Eyrarbakka, venjulega um hálfellefu til klukkan sex síð- degis. — Er þá fangavörður við- staddur, eða fer þetta fram al- veg frjálst? — Þetta fer fram alveg frjálst. Við fáum okkar gesti inn á klefa til okkar, og það er annað sem einnig ber vitni hugulsemi fangelsisyfirvald- anna: okkur er boðið að koma með gesti okkar niður i mat, svona hálftima áöur en venju- legur matartími hefst. — En fá allir heimsóknir af og til? — Nei, það er mikill hluti manna sem ekki fær heim- sóknir. Það geta verið ýmsar ástæður til þess; sumir eiga kannski ekki að þá vanda- menn; aðrir vilja ef til vill hlífa vandamönnum við að koma, og stundum er það þannig, að þeir vandamenn, sem vistmenn eiga að, kunna að vera saupsáttir; þeir kunna að vera álitnir glötuðu sauð- irnir og fólkið þeirra vill kannski ekki með þá hafa nema í brýnustu nauðsyn. En hins vegar er töluvert mikið um bréfaskriftir hjá mörgum mönnum, sem vilja halda uppi góðu sambandi við sitt fólk og sína vini. — Eru bréfin ykkar lesin? — Já, þau eru öll ritskoðuð af fangelsisstjóranum; hann er eiðsvarinn að sjálfsögðu um innihald bréfanna — en að vísu og að sjálfsögðu er mörg- um mönnum illa við og eiga erfitt með að skrifa bréf til ná- inna vina eða ástvina, sem þeir vita að eru lesin af öðrum mönnum. Eins er annað, bréf vistmanna til lögfræðinga sinna eru lesin, jafnvel þó að þar sé um trúnaðarmál að ræða og engum öðrum lögum samkvæmt heimilt að lesa þau. — Getur þú skýrt þetta mis- ræmi, sem þarna virðist vera: heimsóknir óþvingaðar, en rit- skoðun á bréfum? — Þetta er aðeins sýnishorn af því happa-og-glappa-kerfi sem ríkt hefur hér lengi. Kvíðir lausn — Hvað er ykkur tilkynnt með löngum fyrirvara að þið losnið, áður en þið hafið af- plánað dóminn? — Ja, þetta er nú nokkuð erfið spurning — og mörg svör til við henni, því að margir menn hafa sótt um eftirgjöf á dómum á ýmsum forsendum og við ýmis skilyrði. Sem sagt, þeir eru búnir að afplána mis- munandi mikið og ekki alltaí í samræmi við það sem talið er hefð, ef hægt væri að kalla það hefð. En það getur kornið fyrir, að maður sendi beiðni cg fái að vita innan nokkurra daga, að hann megi fara, næst- um því strax, og svo getur ann- ar maður sent með honum beiðni, og hann getur fengið svar, neitun eða samþykki, eftir nokkra mánuði eða jafn- vel misseri. Og svo vill það oft vera, að ekki berist nein svör, nema það sé þá sérstaklega rekið eftir því eða menn hafi einhverja til þess að reka á eftir svörum við hið opinbera. Það vill oft brenna við, að ým- islegt fari þar annað hvort í neðstu skúffuna eða í rusla- körfuna. — Þegar þetta kemur svona skyndilega, er ykkur þá veitt einhver aðstoð við að útvega ykkur vinnu eða húsnæði, þeg- ar dvöl ykkar lýkur? — Ekki af hendi hins opin- bera. Að vísu er starfandi fé- lagsskapur hérna á íslandi sem mætti kannast við: Félagasam- tökin Vernd. Vinnu og húsnæði er oft erfitt að fá. Það vill stundum verða þannig, að menn verða að ganga sig upp að hnjám eða jafnvel fyrst ganga á hnjánum til þess að fá jákvætt svar hjá þeim. En sú útvegun á vinnu og húsnæði 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.