Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 31
stjóri, frá sakadómi Reykjavik- ur Sverrir Einarsson fulltrúi sakadómara, og undirritaður frá Félagasamtökunum Vernd. í upphafi setti þessi nefnd sér nokkrar einfaldar meginreglur að fara eftir. Þær eru þessar helztar: a) beiðnir þeirra fanga, sem eiga óafgreidd mál fyrir dómi, eru ekki teknar fyrir; b) þeir fangar, sem af- plána refsidóm í fyrsta sinn, skulu fá losun (skilorðsb. náð- un) eftir að hafa afplánað helming refsingar; þeir fang- ar, sem afplána í annað sinn, skulu fá losun (skilorðsb. náð- un eða reynslulausn) eftir að hafa afplánað tvo þriðju hluta refsingar; þeir fangar, sem af- plána í þriðja sinn, skulu fá losun (skilorðsb. náðun eða reynslulausn) eftir að hafa af- plánað þrjá fjórðu hluta refs- ingar. Ekki er gert ráð fyrir því, að þeir, sem afplána oftar en þrisvar, fái eftirgjöf; þó hefur það i sumum tilvikum verið gert með áframhaldandi svipaðri viðmiðun; d) þegar um skilorðsrof er að ræða og fangi, sem er að afplána eftir- stöðvar eldri dóms og svo nýj- an dóm, sækir um náðun, verður ekki reiknað með þeim dómi, sem hann hefur þegar fengið losun á. Um reynslulausnir Eins og fram hefur komið hér að framan, eru til tvær leiðir í sambandi við skilorðs- bundna losun fanga; önnur er náðun, hin skilorðsbundin reynslulausn. Munurinn á þessu tvennu er i stórum drátt- um sá, að forseti íslands náð- ar, en dómsmálaráðuneytið veitir reynslulausn. í fram- kvæmd er skilorðstími náðun- ar venjulega frá tveimur og upp í fimm ár. Skilorðstími reynslulausnar er yfirleitt miklu styttri og má ekki vera lengri en til loka refsitimans. Reynslulausnin er miklu betur ákveðin í lögum en náðun. Svo segir um reynslulausn í hinum almennu hegningarlögum: „Þegar liðnir eru % hlutar refsitímans, en þó minnst 8 mánuðir, getur dómsmálaráð- herra ákveðið, að fengnum til- lögum fangelsisstjórnar, að fanginn skuli látinn laus til reynslu. Reynslulausn úr fang- elsi má því aðeins veita, að líklegt sé, að fanginn hafi séð að sér, að honum sé vis sama- staður og vinna eða önnur þau kjör, sem nægja honum til lífs- uppeldis, og yfirlýsing hans sé fengin um það, að hann vilji hlíta skilyrðum þeim, sem sett kunna að vera fyrir reynslu- lausninni. Fangi, sem lausn fær til reynslu, skal vera háður eftirliti stofnunar eða einstakl- ings, sem til þess telst fallinn og vill taka eftirlitið að sér. Jafnan skal það vera meðal skilyrða fyrir reynslulausn, að fanginn lifi reglusömu líferni, gerist ekki á ný sekur um refsiverðan verknað og hagi sér eftir fyrirmætum þess, sem eftirlit hefur með honum. Sá, sem eftirlit er falið, skal gefa lögreglustjóra skýrslu um hagi mannsins, eftir ákvörðun lög- reglustjóra. Þegar fangi fær lausn til reynslu, skal afhenda honum skírteini, er greinir skilyrðin fyrir lausninni. Skal þar tekið fram, að brot á skil- yrðum varði því, að hann verði settur i fangelsi á ný. Sé það gert, skal hann taka út refs- ingu þá, sem eftir stendur, sem nýja refsingu. Hafi fanginn, eftir að hann var látinn laus, til reynslu, verið dæmdur í refsingu, sömu tegundar, skal leggja refsingarnar saman, en sé síðari refsingin varðhalds- vist, skal dómsmálaráðherra breyta henni í fangelsisvist samkvæmt reglum 79. gr. Reynslutíma má ákveða allt að 2 árum, en þó ekki lengri en til loka refsitima. Hafi ekki verið tekin ákvörðun um að setja fangann i fangelsi á ný, áður en reynslutiminn er liðinn, telst refsingunni fullnægt i lok reynslutimans". (Alm.hgl. 1940, nr. 19 — 12. febr.). Losun af þessu tagi nefna fangar yfir- leitt „afplánun úti“, og er hún miklu eftirsóttari en náðun. Er það skiljanlegt út frá því einu, að þeir einir eiga kost á losun sem þessari, sem afplána 12 mánaða fangelsi eða lengri tíma, og hafa þegar afplánað % hluta þess tima. Á hinn bóg- inn er vaxandi tregða hjá fangelsisyfirvöldum að nota þessa losunarleið, vegna þess hve skilorðstíminn er stuttur, venjulega frá 4 og upp i 10 mánuði. Óæskileg tilhögun Allt frá þvi að ég hóf að starfa að losunarmálum fanga i hinni svokölluðu náðunar- nefnd, hef ég verið óánægður með það fyrirkomulag. Mér hefur fundizt, að þátttaka mín i þessum störfum hafi verið mjög vanþökkuð af föngum, og aðstaða mín sem sálusorgara þeirra verði mjög örðug vegna þessa fyrirkomulags. Fangarn- ir eru sér þess alltaf meðvit- andi í samskiptum við mig, að ég eigi eftir að fjalla um þenn- an þátt mála þeirra; það gerir sambandið óeinlægara á allan hátt. Það er einnig oftast nær mitt hlutskipti að tilkynna föngum niðurstöður nefndar- innar, reyna að útskýra þær og rökstyðja. Hversu vel, sem það er gert, fyllist sá, sem fær synjun, vonbrigðum og beizkju, og það er ekki nema eðlilegt, að þær tilfinningar beinist gegn þeim, sem ótíðindin flytja. Þessi gagnrýni hefur komið frá föngum, og finnst mér hún fyllilega réttmæt. Einnig hafa fangar mjög gagnrýnt það fyr- irkomulag, að fulltrúi saka- dómara skuli sitja i nefndinni. Þeim finnst það órökrétt, að dómari, sem fjallað hefur um rannsókn mála þeirra og setið andspænis þeim sem dómari þeirra, skuli einnig mæta þeim á þessu stigi málsins, og finnst þeim að þar sé hætt við, að sjónarmið hans rnótist urn of af fyrri kynnurn. Þessa gagn- rýni fanga, sem og mörg önn- ur sjónarmið þeirra, þyrfti að hafa i huga og taka til greina, þegar öll þessi mál verða end- urskoðuð niður i kjöl og byggð upp á ný. Fangar eru þolendur í þessu kerfi og finna bezt hvar skórinn kreppir. Önnur tilhögun En hvernig er hægt að bæta þennan þátt fangelsismál- anna? Hinn almenni borgari spyr: „Er nauðsynlegt, að föng- um sé gefinn eftir tími? Er það ekki allra hluta vegna betri kostur fyrir samfélagið, að fanginn sitji inni allan sinn dæmda tíma?“ Fanginn spyr: „Hvers vegna fæ ég ekki tæki- færi til að sýna það og sanna, að ég vil bæta mig? Hvers vegna er ekkert tillit tekið til fjölskyldu minnar, heilsu minn- ar og allra hinna þáttanna, aðeins til tímans og í hvaða skipti ég er að afplána?" Fang- elsisyfirvöldin spyrja: „Hvern- ig er hægt að beita þessum þætti, þannig að hann veiti manninum sannanlegt aðhald og stuðli að því, að hann nái á ný jafnvægi í eðlilegu sam- félagi, þ. e. hætti afbrotum?" Það er örðugt að svara öllum þessum spurningum, og til þess er ég tæpast maður. En það eru þó nokkur atriði, sem ég vildi drepa á í sambandi við þær. Ég sagði í upphafi, að á fyrsta degi afplánunarinnar hugsi fanginn til losunardags síns, og það er rétt. Það er skoðun mín, að fangelsisyfir- völd, þ. e. fangelsisstjórn, og þeir starfsmenn ráðuneytisins, sem fjalla um mál fanga, skuli og eigi að taka þátt í þessum hugsunum og bollaleggingum fangans frá upphafi. Strax í upphafi afplánunar þurfa þessir aðilar í samvinnu við fangann að beina öllum kröft- um sínum að því að búa í hag- inn fyrir hann, þegar hann kemur út, og að sá dagur mætti koma sem fyrst. Markmiðið sé, að fanginn geti gengið eðlilega Lögregluþjónar meö fanga fyrir utan Hegningarhúsið i Reykjavík. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.