Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 35
þeir sem sé helzt vera í eins- manns klefa. — Er samgangur frammi á úttektinni milli manna á dag- inn? — Já, maður sem er hér í af- plánun, hann getur verið í hvaða klefa sem hann vill á daginn. — Getur hann flakkað á milli klefa eins og hann vill? — Já. — Sá sem er í gæzlu, heyrir hann til þessara manna? — Já, hann heyrir til þeirra; hann heyrir óm af röddum, söng eða þvi sem þeir eru að taka sér fyrir hendur í það og það skiptið, en hann heyrir ekki orðaskil eða veit ekki í raun og veru hvað um er að vera, heldur bara heyrir lífið í kringum sig. — Hvernig líður þér, þú sem heyrir lífið í kringum þig, en ert þó fyrir utan? — Ja, ég myndi nú segja, að t. d. núna eins og er þá líði mér ágætlega, af því að mér finnst ég standa ágætlega vel að vígi. Mismunun — Finnst þér tíminn vera langur? — Eftir því sem tíminn leng- ist, eftir því drýgist hann manni meira og meira og dregur mann meira niður, og maður fer að halda sér meira hreyfingarlausum við rúmið. — En þegar þú ert búinn að vera hér lengi einn, hefur þú þá farið austur eða hefur þú losnað? — Hvort tveggja. — Hver er munurinn, finnst þér, að losna úr afplánun á Litla-Hrauni eða losna úr ein- angrun hér og fara út? — Aðalmunurinn er sá, að þegar maður losnar úr afplán- un á Litla-Hrauni, þá losnar maður oft sem frjáls maður; maður á ekkert yfir sér; maður á ekki von á neinu; og manni finnst maður geta gengið upp- réttari meðal fólks. Manni finnst maður vera búinn að borga þjóðfélaginu þá skuld sem maður hefur lent í við það. En þegar maður fer úr gæzlu- varðhaldi héðan af Skóla- vörðustíg 9, þá er það oft á tíðum þannig, að lögreglan er með mál á hendur manni, sem hún er að vinna að, og þá tek- ur við bið eftir að málið farl fyrir dómara. Þá kvíðir maður því, að sá dómur verði hár og hvenær þeir komi til með að framvísa honum. Jafnvel ótti við það að ráða sig í atvinnu upp á það að maður geti átt það á hættu að einn góðan veðurdag birtist rannsóknar- lögreglan eða sendiboðar henn- ar og segi að nú sé þinn tími kominn. — Hvað tekur þú þér þá fyrir hendur? — Þegar. . . . ? -— Þegar þú ert laus úr gæzlu og bíður eftir dómi? — Það hefur nú verið ósköp mismunandi. — Er þér þá hættara við að lenda í því sama aftur? — Manni er hættara við því. Af því að einhvern veginn finnst manni, þegar maður á von á dómi, að það kunni að verða kippt undan manni fót- unum í þjóðfélaginu, sem gerir það að verkum að manni finnst einhvern veginn að hlutirnir skipti ekki eins miklu máli eins og þeir gerðu áður en maður lenti sem sagt í súpunni. — Finnst þér þú hafa fengið réttláta dóma fyrir afbrotin? — Nei, ég er ekki allskostar ánægður með þá dóma sem ég hef fengið; mér hefur fundizt þeir of háir. Of háir; þá miða ég ekki við þann ramma, sem ég veit að lögin hafa leyfi til að dæma mig í, heldur miða við aðra menn sem hafa lent í sambærilegum afbrotum, menn sem hafa verið lengur á af- brotabrautinni en ég, menn sem hafa fengið fleiri dóma en ég og menn sem hafa verið dæmdir fyrir sams konar af- brot. — Hvað heldur þú að liggi í þessum mismuni sem þér finnst vera á milli manna? — Það er ekki svo gott að segja um það. Við höfum oft rætt þetta okkar á milli, fang- arnir. Mönnum hefur ekki fundizt sama, hjá hvaða dóm- ara þeir hafa verið. T. d. finnst mönnum eins og sumir dómar- ar vilji jafnvel hlífa sumum, en dæma aðra þyngra. — Hvað vinnst með því að verja sig? — Ég hef mjög góða reynslu af þeim verjanda sem ég hef núna. — Hafa hinir sömu sögu að segja, eru þeir ánægðir með sína? — Nei, ekki allir. Úrbætur — Nú þekkir þú þessa menn nokkuð vel, sem hafa verið á Litla-Hrauni áður. Hvað heldur þú að sé helzt til úrbóta? Hvað er hægt að gera fyrir þessa menn svo að það varni þeim að lenda aftur á þessum stöðum? — Aðalatriðið er undir þess- um kringumstæðum, þegar þessir menn eru lausir, að þeir fái einhverja félagslega aðstoð, aðstoð til þess að komast í at- Lögreglustöðin nýja viö Hverfisgötu þar sem einnig eru klefar til fangageymslu. vinnu, aðstoð til þess að geta haft þak yfir höfuðið og jafn- vel undir þessum kringum- stæðum kannski einhverja fjárhagslega aðstoð lika í ein- hvers konar lánaformi. — En hvað finnst þér um fangelsislöggjöfina, er hún til þess fallin að þínum dómi að breyta mönnum, leiða þá af afbrotavegum? — Nei, að mínu áliti er hún miklu frekar til þess fallin að leiða þá áfram á þeirri braut, sem þeir hafa einu sinni villzt út á, stundum af mjög smá- vægilegum atburðum. — Hvað finnst þér þá vera hægt að gera, ef fangelsin geta ekki fullnægt því hlutverki sem þau eiga að gegna? — Sko, þetta hlýtur náttúr- lega að vera mjög einstaklings- bundið, hvað eigi að gera í þessum tilfellum. Auðvitað eru fangelsin nauðsynleg undir þessum kringumstæðum, en áður en fangelsin koma til má prófa svo margt annað. Það mætti t. d. prófa að láta mann jafnvel skipta um atvinnu. Það mætti koma honum fyrir þar sem bezt hentar, kannski út á sjó; þar yrði hann látinn vinna, fengi sitt kaup, gæti komið sínum málum í eðlilegt form. Kannski yrði ákveðinn hluti af kaupi hans tekinn til þess að greiða þann skaða, sem hann hefur valdið þjóðfélag- inu og einstaklingum með af- brotum sínum. — Finnst þér þú vera sáttur við þjóðfélagið, finnst þér þú skulda því eitthvað eða skuld- ar það þér? — Ég er nú nokkuð sáttur við þjóðfélagið, en þó ekki full- komlega. — Hvað finnst þér að? — Eins og ég sagði áðan, er ég ekki að fullu ánægður með þá dóma sem ég hef fengið. Mér finnst þeir hafa verið of háir miðað við sambærilega dóma hjá öðrum mönnum fyrir sömu mistök — og auðvitað vill maður skella þessari skuld á þjóðfélagið. — En kemur þjóðfélagið til móts við ykkur, þegar þið kom- ið út? — Ekki myndi ég segja það, nema að mjög litlu leyti. 4 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.