Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 36
Svavar Björnsson: Hlutverk félagsráö- gjafa í endurhæfingu afbrotamanna Ný starfsstétt, félagsráðgjaf- ar, er nú sem óðast að skjóta rótum hér á landi, og má segja að mál sé til komið. Hingað til hefur meira eða minna ómenntað eða þá sjálf- menntað fólk annazt þau störf sem falla inn undir starfssvið félagsráðgjafans, bæði í sam- bandi við afbrotamenn og á öðrum sviðum félagsmála. Á engan hátt skulu vanmetin störf þessa fólks, en í landi með jafnflókna félagslega upp- byggingu og hér er vitanlega full þörf félagsráðgjafa sem lokið hafa prófi frá viður- kenndum skólum í þessari grein. Ég mun hér gera í fáum orð- um að umræðuefni þátt þann, er félagsráðgjafar geta átt hér á landi í endurhæfingu af- brotamanna, ef lögð verður nægileg alúð við að skipuleggja þau mál vel, svo sem brýna nauðsyn ber til. Ég vil skipta því starfssviði í þrjá meginþætti. Félagsleg aðstoð við unga afbrotamenn og fyrirbyggj andi starf á þvi sviði verður tvímælalaust að teljast það mikilvægasta; þá eftirlit með afbrotamönnum, og félagsleg aðstoð innan fangelsismúranna. Neyðarástand Vegna skorts á starfsliði við barnaverndarmál í Reykjavik og tilfinnanlegs skorts á stofn- unum, sem hafa það hlutverk að veita aðstoð ungu fólki er hefur stigið sin fyrstu spor á afbrotabrautinni, má segja að hér ríki neyðarástand á því sviði. Það hiýtur öllum að vera ljóst, að sé gripið nógu fljótt inn, eru möguleikarnir til ár- angurs langtum meiri en ef beðið er eftir að viðkomandi hafni í fangelsi og þá reynt að byrja að gera eitthvað til hj álpar. Unglinga innan 20 ára aldurs ætti ekki að setja i fangelsi nema afbrotið sé þeim mun al- varlegra, og gæzluvarðhaldsvist ætti ekki að beita nema brýna nauðsyn beri til. Sálarlíf ungl- ingsins hefur svo brothætta skurn, að líkurnar eru miklar fyrir varanlegri röskun og eyðileggingu, sé fangelsun beitt. Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar þarf að koma sér upp, og það svo fljótt sem auðið er, það stórum hópi fé- lagsráðgjafa til að starfa að bamaverndarmálum, að hægt verði á raunhæfan hátt að bjóða aðstoð og hjálpa svo sem kostur er öllum þeim ungling- um innan 15 ára aldurs, sem lögreglan hefur haft afskipti af vegna afbrota og vísar til barnaverndarnefndar. Starf félagsráðgjafans á þessu sviði verður að vera í nánum tengsl- um við foreldra, og hann skal með vísindalegum aðferðum reyna að hafa áhrif á ungling- inn til hins betra og hafa strangt eftirlit með gerðum hans fyrstu mánuðina eftir af- brotið. Sé ekki annars kostur, á að koma honum fyrir á stofnun sem starfi eingöngu innan þess ramrna að aðstoða afbrotaunglinga. Allt þetta skal miða að því að fyrirbyggja, að unglingur- inn lendi á ný í kasti við lag- anna verði. Vitaskuld eru þetta framtíð- ardraumar. Við höfum ekki eins og stendur einn einasta félagsráð- gjafa til að sinna barnavernd- armálum, og við höfum ekki heldur stofnanir sem haga starfsemi sinni á þann veg að stemma stigu við afbrota- hneigð unglinga. En vitanlega er aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir afbrot unglinga. Það eru alltaf einhverjir sem halda áfram og láta ekki segjast. Komast inn í þá seigdrepandi myllu, sem dómsmálakerfi okkar íslend- inga er. Ég hygg að vænlegt til ár- angurs væri að taka til fyrir- myndar það skipulag, sem Norðmenn hafa í sambandi við skilorðsbundna dóma og eftir- lit með unglingum, er hlotið hafa skilorðsbundna dóma. Sé brotið ekki svo alvarlegs eðlis, að dæma verði viðkomandi í fangelsi, er venjan að dæmt sé skilorðsbundið fyrstu 2—3 skiptin undir eftirliti félags- ráðgjafa og eftirlitstiminn venjulega 2—3 ár. Félagsráðgjafinn skal veita unglingnum alla þá félagslegu aðstoð sem nauðsynleg er, meðan eftirlitið varir. Og margir eru þeir sem aldrei fara lengra á afbrotabrautinni. Sökum skorts á menntuðu starfsliði hefur eftirlit hér á skilorðsbundna alla dóma sem væru styttri en 120 daga fang- elsi, en þó með því skilyrði að viðkomandi samþykki að vera undir eftirliti í 2 ár eftir að dómur er upp kveðinn og njóti á þeim tíma handleiðslu fé- lagsráðgjafa og annarra vís- indamanna á sviði félagslegrar aðstoðar. Tökum við til fyrirmyndar nágranna okkar, Dani og Norðmenn, myndi skrifstofa með 4—5 félagsráðgjöfum og Kvöldvinna eins fangans á Litla-Hrauni: innkaupatöskur úr nœlongarni. landi með unglingum, sem eru að stíga sín fyrstu spor á af- brotabrautinni, verið mjög til- viljanakennt og skipulag þess vart á þann veg að miklu verði áorkað. Þetta er knýjandi al- varlegt vandamál, sem ríki og bær eiga að sameinast um lausn á, en ekki að einn maður starfi að þessu veigamikla starfi i hjáverkum, svo sem nú er. Það þarf meira til, ef við eigum ekki að eignast fjöl- mennan hóp atvinnuafbrota- manna hér á íslandi. Skipulegt starf fagfólks á þessu sviði er það eina, sem getur forðað okkur frá því böli. Eftirlitsstofnun Svo sem fangelsismálum okk- ar er nú háttað, hygg ég að dómsvaldið ætti að nota meira en nú er gert skilorðsbundna dóma, og leggja þá í samræmi við það af mörkum fjármagn til að byggja upp eftirlitskerfi með afbrotamönnum svo vel sem kostur er. Væri til dæmis hægt að gera lausráðnum geðlækni og sál- fræðingi fá miklu áorkað í sambandi við eftirlit með ung- um afbrotamönnum, og fleir- um yrði hjálpað á réttan kjöl með þeirri aðferð en með því að loka viðkomandi inni í fangelsi. Með þessu móti væri hægt að losa Litla-Hraun við að taka við mönnum með stutta dóma og þá hægt að nýta plássið betur fyrir menn með langa dóma. Hverja fjárhagslega þýðingu þetta hefði fyrir rikis- sjóð, ræði ég ekki; það hlýtur að vera hverjum manni ljóst. Eftirlitsstofnun sú, sem ég hef gert hér að umræðuefni, yrði vitaskuld að vera rekin af ríkinu. Til þess að hægt sé að inna slikt starf af hendi á sómasamlegan hátt, verður að vera fyrir hendi nægilegt fjár- magn, ekki aðeins til launa- greiðslna, heldur einnig til að- stoðar við skjólstæðinga. Stofnanir sem að þessu starfa frá góðgerðasjónarmiði geta vissulega látið margt gott af sér leiða. En þeim er þröngur 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.