Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 39
ég man að ég hef tvisvar sinn- um verið sótt á vinnustað. Og það var út af sama málinu, það var dag eftir dag. Og i fyrra skiptið má segja, að það lægi við að þeir yfirheyrðu mig úti á gangi þarna á vinnustað mínum. Það kemur þarna inn maður og kynnir sig, segist vera frá rannsóknarlögregl- unni, og ég heilsa honum nátt- úrlega, og hann byrjar bara strax; hann biður ekki um að fá að tala við mig einslega, heldur byrjar strax að spyrja mig þarna frammi á gangi. Og hefði sem sagt haldið á- fram, en ég bara bað hann að bíða augnablik og fór með hon- um afsiðis, svo að ég gæti talað við hann. En annars hafa þeir yfirleitt verið mjög tillitssamir og kurteisir við mig, og ég hef alls ekkert undan þeim að kvarta þannig lagað, nema í þessu eina tilfelli. Og ég talaði um þetta við annan rannsókn- arlögreglumann, sem hafði svo með þetta mál að gera og tal- aði við mig daginn eftir og sótti mig einmitt í vinnuna, og hann sagði að þetta væri ekki eins og það ætti að vera og bað afsökunar fyrir hans hönd. Erfiðleikar — Hvað finnst þér á þessum tíma, sem þið hafið þekkzt, hafa valdið mestum erfiðleik- um? — Mér finnst nú það að eiga þennan átta mánaða dóm allt- af yfir sér. Það er fyrst nátt- úrlega, að okkar samband var nú ekki eins náið meðan hann átti bara hinn dóminn yfir sér, þennan fyrri sem hann átti þegar ég kynntist honum, og i augnablikinu fannst mér vera fyrir miklu að losa hann þarna og eins líka af því að það var nú verið að hugsa um þetta nám, en ég er eiginlega nú búin að sjá það eftir á, að ég álít það ekki hafa verið rétt, heldur átti að láta hann klára þetta, því að það hefur skap- að ýmsa erfiðleika að eiga þessa seinni 8 mánuði yfir höfði sér. Við höfum ekki verið að tala mikið um það, en það hefur ábyggilega haft sin áhrif á okkur bæði að geta alltaf átt von á þessu, því að þó að þeir labbi ekki að honum bara út af alls ekki neinu, þá koma þeir ekki að taka hann eða væntan- lega ekki, en um leið og eitt- hvað skeður, þó að þeir hafi mjög litlar likur til þess að álíta að hann sé við það riðinn, þá geta þeir komið og tekið hann og sett hann í þessa úttekt. Þeir þurfa ekki að úr- skurða hann i gæzluvarðhald. Þeir mundu síður gera það. — Kom það oft fyrir að hann var tekinn svona stuttan tíma og sleppt aftur? — Ég held að það hafi bara verið í tvö skipti sem hann var tekinn, en þeir komu og töluðu við hann oftar, og það var einn félagi hans t. d. sem var tek- inn heima hjá okkur, átti á sig dóm og var tekinn og settur inn, og þá er hann náttúrlega tekinn í yfirheyrslu út af þvi, en hann var ekkert við það mál riðinn og losnaði alveg frá því. En um leið og eitthvað er, bara að einhver af strákunum, sem hann umgengst, lendir í einhverju svona, þá dettur mér alltaf í hug: Skyldi hann vita eitthvað um þetta og skyldi hann verða tekinn? Og þetta er voða slítandi, finnst mér, að geta alltaf átt von á þessu. — En þekkir þú aðstandend- ur fleiri þessara manna? Hafa þeir sömu sögu að segja? — Ég þekki þá ekki svo. Þess- ir strákar, sem hafa komið svona mikið heim til okkar, þeir hafa verið svo mikið einir á báti. Þeir hafa náttúrlega margir af þeim átt fjölskyldu, en þeir losna svo mikið úr tengslum við sína fjölskyldu margir af þessum mönnum. — Hvernig eru tengsl hans við sina fjölskyldu? — Þau eru ekki nógu góð. Mér finnst ekki nógu gott sam- band milli móður hans og hans, og það finnst mér vera þeim báðum að kenna. Það er misjafnt, hvað hann gerir til að halda sambandi við þau, og hvað hann fer mikið þangað heim, og ég finn hvað honum líður mikið betur þegar það samband er gott heldur en þegar það er slæmt. En sem sagt, um leið og eitthvað hefur komið fyrir, þá versnar sam- bandið, sem er kannski eðli- legt, því að hún er búin að ganga i gegnum svo margt i sambandi við hann, að hún trúir öllu hinu versta á hann alltaf um leið, finnst mér. En hann hefur ekki sýnt henni trúnað, síðan hann var smá- barn, löngu áður en hann lenti í nokkru svona. Hvað um framtíðina? — Nú er tiltölulega stutt þar til þessir 8 mánuðir eru búnir. Hvaða augum lítur þú á fram- tíðina? — Jú, ég lít nú nokkuð björt- um augum á hana, því að þó hann sé þarna ennþá og sé sem sagt í annað skipti að koma út eftir átta mánuði, þá finnst mér afstaða hans breytt. Þegar ég kynntist hon- um, var hann svo neikvæður, að bæði þjóðfélagið og allt var ómögulegt í hans augum. Hann var svo bitur út í allt og alla og ekki sízt sjálfan sig. En hann er farinn að geta séð hlutina nú orðið frá fleiri en einni hlið og er ekki nálægt því eins bitur, hvorki út i lífið né sjálfan sig. Og það finnst mér mesta framförin. Mér finnst langt frá því, að ég standi í sömu sporum núna, þegar hann er að koma út, og síðast þegar hann kom út. — Heldur þú að þessir mán- uðir í fangelsinu hafi valdið þessari stefnubreytingu eða hugarfarsbreytingu? — Nei, alls ekki, vegna þess að bæði í sambandi við hann og hina strákana finnst mér langt frá því, að það sé hægt að nefna þetta betrunarvist, heldur þveröfugt. Þeir verða flestir bitrari og bitrari, en það er bara svo, að hann hefur verið svo heppinn að kynnast fólki, sem hefur sýnt honum, að það er ekki allt fólk eins ómögulegt og hann var búinn að telja sjálfum sér trú um. Og það eru ekki allir búnir að út- skúfa honum. En það eru bara ekki allir, sem hafa svona fólk úti. — Hvað hefur þú oft heim- sótt hann á þessum síðustu mánuðum? — Ég held að ég sé búin að heimsækja hann fjórum sinn- um. — Hvernig er þér tekið? Hvernig er viðmót fangavarða? — Það er nú svolítið mis- jafnt. Það getur líka verið frá manni sjálfum. Mér finnst sumir þeirra líta mann hálf- gerðu ho:-nauga, líta svona nið- ur á mann hálfpartinn. En þeir sýna manni fullkomna kurt- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.