Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 40
eisi; það er ekkert undan þeim að kvarta þannig. — Nú eru öll ykkar bréf lesin. Hvernig finnst þér það? Er ekki erfitt að skrifa við þær aðstæður? — Ekki núorðið. Mér fannst það fyrst, en þar fyrir utan skil ég ekki tilganginn með þessari ritskoðun vegna þess að það er heimsóknartimi þarna á hverjum sunnudegi, og í fyrra skiptið, meðan ég var hér í bænum og átti þægilegra með að fara, fór ég þangað yfirleitt á hverjum sunnudegi, ef ég mögulega komst, og ég gæti það þeirra vegna. Og þá fæ ég að tala við hann. Núna er heimsóknartíminn frá kl. 11 til kl. 6, og allan þennan tíma get ég talað við hann einslega og sagt við hann hvað sem ég vil, en svo er hvert einasta bréf, sem ég skrifa, lesið! Sko, mér finnst ekkert samræmi í þessu. — Hefur einhvern tíma ver- ið stöðvað bréf frá þér? — Nei, aldrei. — En bréf til þin? — Nei, aldrei. — En er ekki mikill kostn- aður við þessar heimsóknir? — Jú, það er það náttúrlega, þar sem ég er úti á landi núna, og bara fargjaldið fram og til baka er rúmar tvö þúsund krónur. — Og það er engin aðstoð við þetta? — Nei, það er það ekki. Gallar á ríkjandi kerfi — Hverjir finnst þér vera helztu gallarnir á núríkjandi fangelsiskerfi? — Ja, eftir því sem ég hef kynnzt þessu, t. d. á Litla- Hrauni þar sem hann hefur verið, þá finnst mér alveg voðalegur hlutur að láta þessa stráka, milli 30 og 40 stráka á bezta aldri, vera þarna og fá ekkert að vinna. Ég kalla þetta ekki vinnu sem þeir fá; þeir hafa kannski verið að steypa netasteina eða hnýta öngla í klukkutíma á dag eða 2 tíma, og þeir fá kaup fyrir það, borgað einn klukkutíma fyrir daginn, að ég held; ef það væri rekin þarna einhver verk- smiðja, iðnaður eða eitthvað, sem þeir gætu allir unnið við og feng'u kaup fyrir, þá gætu þeir bætt tjónið, sem þeir hefðu valdið, og fengju svo að eiga afganginn. Þá stæðu þeir miklu betur að vígi þegar þei; kæmu út. Þegar þeir koma út: eiga þeir ekki neitt. Þeir hafa kannski ekkert húsnæði i að ver.da og enga vinnu, og þeir eiga erfitt með að koma sér að því að fá sér vinnu, því að þeir eru margir hverjir svo sann- færðir um, að engir taki þá í vinnu, enda veit ég dæmi þess, að þeim hafi verið sagt upp vinnu. T. d. hafði kærastanum mínum verið sagt upp vinnu. það var áður en ég kynntist honum, vegna þess að yfirmað- ur hans komst að þvi að hann hafði setið inni. Og þeir eru voða smeykir við að fá sér vinnu út af þessu. Þeir stæðu alla vega miklu betur að vígi ef þeir gætu að minnsta kosti fengið sér húsnæði og fengið sér að borða svona fyrstu dag- ana eftir að þeir koma út. Fyr- ir utan nú hvað þetta er óhollt fyrir þá, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu þeirra, að ganga um svona iðjulausir, fullfrískir menn. — Hvað verður þá um marga þessara manna, sem koma út og hafa ekki neinn stað til þess að flýja í? — Þeir hópa sig saman og drekka, draga hver annan út i þetta aftur í mörgum tilfell- um, held ég. — Koma þeir oft til ykkar? — Já, þeir hafa gert það, og ég hef alltaf tekið þeim vel, og ég veit að það er voða lítið sem gera þarf fyrir þessa menn, svo að þeim þyki vænt um það. Ég man eftir einu til- felli, þegar einn þeirra kom til mín; þá var kærastinn minn ekki heima, var í vinnu; hann var að spyrja eftir honum. Ég þekkti þennan mann ekki neitt; hann hafði einu sinni komið heim og ég vissi rétt hvað hann hét. Og hann ætl- aði sem sagt að tala við hann, og svo bara bauð ég honum inn og gaf honum kaffi og fór að tala við hann, svona eins og hvern annan mann, því að ég lít þannig á þá, ekkert öðruvísi en aðra. Og hann hefur svo oft minnzt á þessar viðtökur, einn kaffibolla og nokkur orð; bara að tala við hann eins og maður við mann. Þá var hann nýkominn úr gæzluvarðhaldi og taugakerfið ekki í sem beztu lagi. Hvað er hægt að gera? — Hvað heldur þú að helzt sé hægt að gera fyrir þessa menn? — Þegar þeir koma út? — J a. — Ja, það væri nú það fyrsta, að einhver væri til að tala við þá. Þeir þurfa að geta rætt sín vandamál við einhvern, ekki einhvern sem myndi prédika yfir þeim, heldur bara að geta rætt um þetta og þegið ráð- leggingar. Það er hægt að ráð- leggja þeim, en ekki að ætla sér að ráða yfir þeim. Og svo er náttúrlega mikið atriði fyrir þá að fá vinnu og hafa ein- hvern samastað, því það þarf að byggja upp sjálfstraust þeirra, sem er í molum þegar þeir koma út. Það þarf ein- hvern til að styðja við bakið á þeim, ekki hjálpa þeim of mikið, styðja við bakið á þeim til að koma þeim á réttan kjöl, svo þeir geti sannað sjálfum sér, að þeir geti séð fyrir sér og lifað eins og aðrir menn. — Finnur þú mikinn mun á þessum mönnum, áður en þeir fara inn og svo þegar þeir koma út aftur? — Já, suma kannast ég við, sem hafa lent oftar en einu sinni inni, og mér finnst þeir flestir fara hriðversnandi í hvert skipti sem þeir lenda inni. — Að hvaða leyti? — Þeir bara brotna meira og meira niður, verða sífellt nei- kvæðari og argir út í sjálfa sig og alla aðra. Það eru furðuleg- ustu hlutir sem þeir kenna þjóðfélaginu um og aðstand- endum sínum jafnvel og bara öllum. Og mér finnst þeir allt- af verða svartsýnni á alla hluti eftir því sem þeir lenda oftar inni og eru þar lengur. Svo þetta er ekki nein betrunarvist — það er alveg hægt að slá því föstu. 4 í nýbyggingunni á Litla-Hrauni er m. a. þessi borðtennissalur, sem er þó lítið notaður. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.