Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 43
— Mundir þú vilja vera í húsnæði sem væri rekið af ein- hverjum aðila? — Það væri þýðingarlítið að láta þá vera alla saman; þeir yrðu að vera einn og einn sér. — En haldið þið mikið hóp- inn, þegar þið eruð úti? — Það er mjög misjafnt; sumir halda hópinn, aðrir ekki. — En hverjir eru það sem þú umgengst helzt? Eru það vinir sem þú áttir áður en þú lentir í fangelsi, eða eru það vinir sem þú eignaðist meðan þú varst í fangelsi? — Það er einna helzt að halda í þessa gömlu vini, af því það er nú svolítið erfitt að eignast nýja kunningja. — En þessir gömlu vinir, eru þeir öðru hverju í fangelsi líka? — J a. — Og það eru þá ekki aðrir vinir sem þú átt? — Jú, ég á nokkra kunn- ingja sem eru heiðarlegir menn, en samt er það alltaf svolítið erfitt; ég skammast mín. Fangelsi þýðingarlaus — Finnst þér dvöl í fangelsi hafa breytt þér á einhvern hátt? — Það er nú svolítið erfitt að svara því eiginlega; ég mundi segja jú og nei. — Hvað meinar þú með já og nei. — Það fer eftir því, hvernig maður hugsar hver fyrir sig; sko, ég hef engan móral og engan komplex að vera í fang- elsi, þegar ég hugsa um annað fólk; en auðvitað er það sam- vizkan; hana getur maður ekki þurrkað úr sér. — En heldur þú að dvöl þín i fangelsi verði til þess að þú fremjir síður afbrot? Eða frekar afbrot? — Ég segi nú bara hreint og beint fyrir mitt leyti, að mér finnst fangelsi vera þýðingar- laus, og þau fara illa með mann. — Hvað er hægt að láta koma í stað fangelsis? — Fangelsi, þau verða alltaf að vera til, þú veizt það; en mér finnst fyrst og fremst að í staðinn fyrir að dæma og dæma og dæma í dómssal og lesa upp ákvæði og fletta upp í bók um lög númer þetta og þetta, ættu þeir að hugsa um, af hverju maður er að fremja afbrot. Það er allt öðruvísi að stela „dópi“ eða brennivíni og fara að skemmta sér en fara út í að stela af því maður er svangur. — Af hverju heldur þú að flestir, sem nú eru inni, fremji afbrot? — Flest eru þetta ungir strákar, og ég held að þeir séu menn sem búnir eru að vera í afbrotum í nokkur ár, strákar sem eru kannski 17, 18 og 19 ára gamlir; þá eiga þeir enga kunningja þegar þeir koma út, og þá heldur þetta bara áfram. Þetta eru ungmenni, og þeir læra í fangelsinu. Þetta er al- veg sama með þá sem þurfa að greiða barnsmeðlög; þegar þeir koma út, fara þeir beint út í ávisanafals og afbrot. Mín skoðun er þó sú, að það sé hægt að aðlaga sig eftir því, hvernig fólk það er sem maður umgengst. Kæruleysi — Hefur þú hugsað um, hvers vegna menn fremja af- brot í fyrsta skipti? — Ég held að það sé fyrst og fremst kæruleysi. Þeir gera sér ekki grein fyrir hvað þeir eru að gera. Það mun vera mikið um stráka, sem í fylleríi brjótast einhvers staðar inn, en þá er það líka orðið of seint. — Þegar þú fékkst þinn fyrsta dóm, varst þú þá sendur strax i afplánun? — Nei, ég fékk skilorðsbund- inn dóm. — Hvenær fékkst þú fyrsta ákærudóminn? — 1966. — Var það langur tími? — Ég tók út sjö mánuði þá. — Var það einn dómur eða varst þú búinn að bíða? — Ég var að bíða; ég fékk 5 mánaða dóm, en ég tók út 7 mánuði þá. — Hvað gerir þú, á meðan þú bíður eftir að taka út dóm? — Það er nú það, að bíða eftir dómi; maður þarf alls ekki að taka dóminn út. Svo það er hægt að segja anzi margt; maður getur fengið sér vinnu og minnkað að drekka og svo framvegis, þá þarf mað- ur ekki að taka dóminn út. En maður getur verið búinn að bæta á sig öðrum dómi, meðan maður er að biða. — Er það mjög algengt? — Ég mundi segja það. — Hika menn þá við að fá sér vinnu, af því þeir eiga þetta yfirvofandi? — Já, það er mjög erfitt, t. d. þegar maður er búinn að fá dóminn, það er mjög erfitt að ákveða nokkurn skapaðan hlut, og ég held að mikið af þeim mönnum fari aftur út í afbrot. — Af því að menn þurfa að taka þetta út hvort sem er? — Já, því þetta er álag hvort sem er, og maður er alltaf að hugsa um það, og þar af leið- andi er það sem menn fara bara aftur út í afbrot, af því að maður veit að maður þarf að fara inn hvort sem er. — Heldur þú að það væri ekki bót að fara í úttekt um leið og dómurinn er kveðinn upp? — Mikið betra. Kvíði — Þú sagðir okkur áðan, að þú hefðir fengið 10 mánuði tvisvar sinnum, 5 mánuði þinn fyrsta dóm, en þú hefðir tekið út 7 mánuði. Hvenær vissir þú að þú mundir losna eftir 7 mánuði? — Það er ágætt að losna við svona helming eftir fyrsta dóm, en það getur þó alltaf dregizt um svona 1 til 2 mán- uði. — En vitið þið 2 mánuðum áður eða viku, hvaða dag þið eigið að fara út? — Það getur verið 1 til 4 daga fyrirvari, engin regla. — Hver tilkynnir ykkur að þið eigið að losna? — Það er mjög misjafnt; það getur verið vörðurinn eða það getur komið frá saksóknara eða gestum. — Það er heldur engin regla á því? — Nei. — Hvernig bregztu við þegar þú heyrir að þú eigir að losna eftir þennan eða þennan tíma? Kvíðir þú fyrir því? — Já, það er ekki laust við það að ég kvíði fyrir. — Ertu hræddur við að fara út? — Já, eiginlega; það fer eft- ir því hvort maður hefur húsa- skjól, vinnu og peninga. — Hvað gerir þú fyrst eftir að þú kemur út? Segjum fyrstu tvo til þrjá dagana? — Síðast þegar ég kom út, þá var ég bara í reglunni í viku eða hálfan mánuð, en það er mjög hættulegt að fara að drekka fyrsta daginn, því þá er mjög líklegt að maður lendi aftur inni. — Er nokkur sem tekur á móti ykkur ... — Nei. — ... þegar þið komið í bæ- inn og hjálpar ykkur yfir þennan fyrsta og erfiða tíma? — Nei. — En kunningjarnir, taka þeir á móti þér? — Já, þeir taka á móti manni. — Og hvað er þá gert? — Drukkið. 4 Einn af klefunum í nýbyggingunni á Litla-Hrauni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.