Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 45
einkenni þessara aðila er und- irstrikun fórnfýsinnar. Einnig þessi þáttur i skapferli íslend- ingsins gefur til kynna, að þrátt fyrir ólík sjónarmið og skil á milli stétta og samfé- lagshópa eru fyrir hendi for- sendur, sem gætu gert okkur að einstaklingum samvinnu og samhj álpar. Þegar horft er yfir starfsemi Verndar frá byrjun, hefur hún fyrst og fremst miðazt við þjónustu. Það sem nauðsynlegt er að láta i té er vinátta, um- burðarlyndi og þolinmæði, ásamt þeirri fyrirgreiðslu, sem unnt hefur verið að veita. Vin- átta og trúnaður eru öllum nauðsynleg, ekki sízt þeim sem dæmdir eru i augum samfé- lagsins. í þjóðfélaginu hlýtur gildi félagsskapar sem Verndar að miðast við þarfir ákveðins hóps, sem ekki virðist ýkja fjölmennur, en er engu að síð- ur þjóðfélaginu vandabundinn og hefur áhrif á það beint og óbeint, miklu meira en menn gera sér almennt grein fyrir. „Sta3reyndir“? Tölulegur árangur er kannski ekki ýkja mikill, en vonbrigðin gleymast og verða að lærdóms- ríkri reynslu. Eftir verður i minningunni gleði yfir unnum sigri, hversu smár sem hann virðist vera. Að fylgjast með baráttu þeirri, sem menn heyj a fyrir lífi sinu og tilveru, er lærdómsríkt okkur hinum, sem ef til vill eigum við önnur vandamál að stríða. Það er sagt að velferðarþjóð- félag búi svo vel að þegnum sinum, að hverjum manni sé unnt að sjá sér og sínum far- borða. Sérfróðir menn hafa þó bent á, að með aukinni velmeg- un reyni meira á manninn sjálfan, og viðurkennt að fé- lagslegt liðsinni komi nú í stað baráttu fyrir bættum lifskjör- um. Aðrir telja það „stað- reynd“, að til séu menn, sem ekkert sé hægt að gera fyrir. Hugtakið „staðreynd" er næsta vafasamt, þegar það er notað um mannleg samskipti. Þekkt- ur læknir hefur fullyrt að staðreyndir læknavísindanna næðu því sjaldan að verða eldri en sjö ára. Með þessu er átt við, að margt af þvi, sem kallað er staðreynd i dag, er ekki annað en takmörkuð þekking, sem síðar á eftir að víkja fyrir öðr- um staðreyndum. Þannig getur staðreyndarhugtakið orðið skálkaskjól vanþekkingar, og það sem verra er, að á forsend- um vafasamra „staðreynda" er hægt að réttiæta aðgerða- og úrræðaleysi. „Staðreyndir eru til að breyta þeim“, er haft eft- ir Karli Marx. Með því átti hann við, að menn þyrftu ekki að sætta sig við þær aðstæð- ur eða kringumstæður, sem þeir byggju við og ættu rætur sínar að rekja til tímabund- inna forsendna, sem hægt væri að lagfæra, ef ákveðinn og ein- beittur vilji væri fyrir hendi — ef ekki hjá manninum sjálfum, þá þjóðfélaginu í heild. Við megum aldrei sætta okk- ur við þá staðreynd, að ekki sé hægt að hjálpa meðbræðrum okkar í neyð — vegna þess að „forlög“, umhverfi eða uppeldi hafa dæmt þá úr leik. Það væri uppgjöf. Og sú uppgjöf er á engan hátt merkilegri eða réttlætanlegri, þótt hún hafi fengið stimpil þjóðfélagsins eða tíðarandans. Frjálst eftirlit Ýmsar breytingar eru nú fyr- irhugaðar hjá systurfélögum Verndar á Norðurlöndum. Allt bendir til þess, að í stað inni- lokunar fanga verði aukið „frjálst eftirlit“ undir forustu hins opinbera. Félög þessi vinna nú kappsamlega að því að þetta starf verði viðurkennt sem einn þáttur í afplánun refsivistar, og að sjálft dóms- valdið verði hinn ábyrgi aðili. Sú skoðun er nú ríkjandi á Vesturlöndum, að breyta „fangelsishugtakinu“ frá inni- lokun i eftirlit, endurhæfingu eða nám. Læknisleg þjónusta og aukin og endurbætt vinnu- aðstaða. Augljóst er þó, að alltaf eru einhverjir, sem af einhverjum ástæðum þurfa á einangrun að halda, en það sé gert á þann hátt, að hlutað- eigandi aðili eigi uppreisnar von, nái bata, sem siðar gæti orðið til þess að hann fái end- urhæfingu eftir getu og hæfni. Svo mikilvæg er þessi þjón- usta nú þegar talin vera, að ríkið greiðir yfir 90% af heild- arkostnaði við starfið, auk þess sem bæjar- og sveitarfélög láta af mörkum. Þróunin hlýtur að fara á sama veg hérlendis. Ég játa að ég hef látið mér detta i hug, að nú sé kominn timi til að endurskoða starfsemi frjálsra samtaka eins og Verndar í þessu ljósi: ríkið tæki að sér þá áhættu, ábyrgð og kostnað, sem því fylgir. Það er einfalt reikningsdæmi, hvað það kost- ar þjóðfélagið að hafa full- fríska menn innilokaða árum saman, í stað þess að kosta til „frjáls eftirlits“ undir leiðsögn manna, sem hafa kunnáttu og skilning til að bera. Ég gæti i þessu sambandi hugsað mér, enda þótt rikið bæri beinan kostnað, að tilnefnd yrði stjórn sérstaklega, eins og t. d. End- urhæfingarráð — frá ýmsum aðilum sem bein afskipti hafa af málefnum hlutaðeigandi að- ila -— sem hefði með höndum umsjón og eftirlit með rekstri, ráðningu starfsmanna og þess háttar. Ölmusuhugtakið úrelt Vandamál þessara manna verða þó ekki leyst með fjár- munum einum saman. Auðvit- að þarf nægilegt fjármagn og gott skipulag. Hitt ræður ef til vill meiru: skilningur og pers- ónulegt framlag þeirra sem starfið hafa með höndum. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“, stendur þar. Oft getur verið stutt á milli skins og skúra. Mistök í samtali, eitt orð í ógáti getur ráðið örlögum. Þrátt fyrir vonbrigði, verður sú von alltaf að vera fyrir hendi, að starf, sem unnið er af alúð og einlægni, beri einhversstað- ar og einhverntíma ávöxt. Ölmusuhugtakið er úrelt. Það sem um er að ræða er að hlut- aðeigandi aðili fái þann styrk, sem hann þarfnast, og þá vin- áttu, sem hann á rétt á. Þetta má ekki gleymast. Mörg sáð- korn falla þannig í grýtta jörð, að þau ná seint þroska. Önnur falla ef til vill milli steina, ná þroska og bera að lokum ávöxt. Það er þessi von, sem réttlætir starf Verndar og gefur fyrir- heit um að takast megi að skapa betri jarðveg. Sagt er, að vonin sé lífsuppspretta allra manna. Eitt sinn heyrði ég ræðu- mann segja: „Teldu aldrei mínúturnar, sem þú vinnur; gerðu alltaf eitthvað, sem þú tekur ekki peninga fyrir“. Með öðrum orðum: gefðu eitthvað af sjálfum þér. Sagt er að lífið sé auður mannsins. Það líf, sem fer á mis við tjáningu í vinnu og starfi, verður rislágt, sjálfa lífsfyllinguna vantar. Flestir fullþroska menn gera sér þetta ljóst. Alkunnugt er virðingarleysi íslendingsins fyrir því „sem ríkisins er“. Vandinn verður að sameina þetta tvennt, ábyrgð ríkisvaldsins og framlag ein- staklingsins, þannig að saman megi fara fagur draumur og fyrirheit og raunhæft starf unnið á grundvelli menningar- þjóðfélags. Að siðustu ósk mín til for- ráðamanna þessa þjóðfélags: Að sætta sig ekki við „stað- reyndir", sem gera fegurstu drauma okkar og dýrustu vonir að innantómum orðum, og missa aldrei sjónar á því, „að maðurinn sjálfur er mæli- kvarði allra hluta“. Þóra Einarsdóttir. Trúarleg viðfangsefni eru algeng í leirmunagerð fanga á Litla-Hrauni. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.