Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 48
5 í Lahti voru á annað hundrað rithöf- undar frá tuttugu og átta löndum. Flestir voru frá Evrópu og Ameríku. Hvers vegna var enginn Asíumaður? Og hvers vegna bara einn frá Afríku? Sá var frá Da- homey: Olympe Bhely-Quenum, skáld- sagnahöfundur sem meðal annars hefur skrifað bók sem heitir: Svanasöngur. Hann bætti nýrri vídd í umræðurnar með því að minna á vandamál þriðja heims- ins sem svo er nefndur. Hann talaði um aðstæðurnar í Afríkulöndunum nýfrjálsu þar sem frelsið er reyndar margvíslegum takmörkunum háð og víðast hefur ný stétt innlendra arðræningja komið í stað nýlendudrottnaranna, reyndar gjarnan í samspili við auðvald hinna gömlu ný- lenduvelda, því ástandi lýsir Frantz Fa- non bezt að mínu viti. En Bhely-Quenum lýsti einkum vanda andans manna i þess- um löndum að ná sambandi við fjöldann þar sem fjölmiðlar eru í höndum lítilla Thor Vilhjálmsson: Seinni grein Hugleiðingar vegna rithöfundamótsins i Lathi 1971 valdahópa víðast sem hirða um annað fremur en fjalla raunsæilega um vanda- mál alþýðunnar og hirða litt um afrísk menningarverðmæti, að sögn hans: meiri áherzla sé lögð á að segja fréttir frá London og París en það sem varðar heimamenn og þeirra menningu, skáldin einangrist gangi þau ekki á mála hjá þessum klíkum. Hann sagði að rithöf- undunum væri meinað að nota sér fjöl- miðlana ef þeir reyndu að vinna að efl- ingu afrískrar menningar og sjálfstæðra viðhorfa. Og þeim er ekki komið á fram- fæ:i sem skáldum þar, heldur sé helzta von þeirra sú að þeir hljóti athygli og frama fyrir tilstuðlan evrópskra og am- erískra fjölmiðla og áhrifaafla. Bhely-Quenum sagði að jafnvel hefðu fæst dagblöð i þessum löndum fjallað að neinu ráði um stórmerka ráðstefnu helg- aða blökkumenningu (négritude) sem var haldin í Dakar í byrjun þess árs og þó var þetta að minnsta kosti á menningarsvið- inu markverður samafrískur viðburður, í Afríkueiningarátt. Annað dæmi nefndi hann í þessari andrá sem væri að á tíma- bilinu 1. janúar til 1. júní 1971 hefðu blaðamenn Evrópu fjallað miklu meira og skilmerkilegar um bókmenntir og menningu Afríku heldur en afrísk dag- blöð og tíma'rit. Ein af ástæðunum er sú, að erlent fjármagn hefur bein eða óbein áhrif á alla þessa fjölmiðla. Mennta- mennirnir í Afríku, vökumenn af því tagi sem hér á landi kallast skammaryrðinu menningarvitar (einsog ritstjóri Sam- vinnunnar), — þá er reynt að einangra með öllu móti svo að þeir trufli ekki svikamylluna, samsæri litillar nýríkrar stéttar og erlendra fjármálastórvelda. Og hvað lesa þeir svo sjálfir menntamenn- irnir? Ekki dagblöð síns lands heldur miklu fremur Le Monde, Newsweek, Nou- vel Observateur, L’Humanité, Figaro og Observer og svo einstök samafrísk timarit einsog Afrique Nouvelle. Margt sagði þessi rithöfundur fleira af aðstæðum í Afríku- löndunum í framhaldi af því sem hér var greint sem hann sagði að gilti um alla hina svörtu Afríku, einsog hann orðaði það, en undanskildi þó að einhverju leyti Nígeríu og Ghana, þar sem væru til ó- háðari og fleiri blöð. Þannig vék umræð- an snöggvast frá þrasvengi austurs og vesturs í evrópskum skilningi og var þörf hugvekja, hefðu mátt vera fleiri Afríku- höfundar, menn einsog Wole Soyinho, sköpunarmáttinn í lesandanum sjálfum. Hann áleit að lesandinn ætti skilið að fá að finna ríkulega til sjálfs sín, skynja sinn mátt í samspili við höfundinn. Hann vildi að bækur leiddu lesandann æ lengra í þá átt að skynja og skilja hvernig text- inn verður tii. Það mátti skilja á orðum hans að höfundurinn ætti að ala upp sjálfur og móta sína lesendur, og tók Claude Simon til dæmis um höfunda sem beinlínis framleiði lesendur sem séu færir um að lesa þá. Það er á meðan maður les að maður iærir að lesa, sagði Ricardou. Annars kepptust þessir tveir Frakkar við að hæla hvor öðrum. Claude Simon hefur verið talinn í sömu andránni og Robbe- Giillet og Michel Butor sem athyglisverð- ustu höfundar meðal þeirra sem hafa verið færðir undir fyrirsögnina: roman nouveau. Þó eru þetta afskaplega ólíkir höfundar en það er ekkert nýtt í listasög- unni að ólikum mönnum sé skipað saman og afgreiddir með samheiti sem gefi í James Baldwin Paavo Haavikko Paavo Rintala Katcheb Yacine, Draiss Charibi, Mongo Beti, Amos Tutola, Peter Abrahms, Aime Césaire, Leopold Senghor, svo einhverjir séu nefndir. 6. En nú komu Frakkar tveir sem settu mikinn svip á umræðurnar og beindu þeim mjög í aðra átt en verið hafði: Ricardou, aðalhugmyndafræðingur hóps- ins kringum róttæka tímaritið Tel Quel, og einn helztu höfunda frönsku nýskáld- sögunnar svonefndu sem er nú ekki alveg ný lengur: Claude Simon. Varla getur meiri andstæður í viðhorfum til skáld- skapar heldur en með þessum Frökkum annarsvegar og svo hið ofureinfalda sjón- armið sósíalrealismans sem átti sinn helzta talsmann í svipbreytingalausum Sovétmanni, sá talaði á sínu máli og kom með túlkinn með sér: Valentínu Moro- sovu sem margir íslendingar þekkja, vin- gjarnleg kona og skynsöm, og hefur þýtt eftir Laxness. Og hefur vonandi ekki þurft að standa í því að þýða óþarfann lika einsog eftir Gunnar Benediktsson, sérfræðing Tímarits Máls og Menningar um nútimabókmenntir. Mega bókmenntir vera erfiðar þannig að lesandinn þurfi eitthvað að hafa fyrir því að tileinka sér þær? Það vildu Frakk- arnir að væri leyft til ágóða fyrir lesand- ann og í virðingarskyni við hann. Ricar- dou var á því að bækur ættu að vekja skyn að þeir séu líkari en reynist við könnun verka þeirra. Claude Simon var mjög undir áhrifum frá William Faulkner í frásagnaraðferðum sínum og stíl en þó sterkur og sérkennilegur höfundur sem mér þótti vert að kynnast þótt það færi stundum í taugarnar á mér að sjá hann í Faulknersfötunum. f nýjustu bókinni sem ég hef séð eftir hann: Les Corps Conducteurs virðist hann laus við Faulk- nerskækina ef svo má kalla: margræð bók sem verður að lesa hægt og vandlega einsog Ricardou gaf til kynna. Claude Simon talaði um afstöðu sína til rittækninnar og átaldi síðan viðleitni til þess að þrælka bókmenntir, listir og lika vísindi i þágu hugmyndafræði, og minnti á það þegar Mitsúrín og Lýsenkó leiðst að stífla farveg erfðafræði-vísindanna í Sovétrikjunum í þrjátiu ár og reyndar i fleiri greinum vísinda. Þetta dæmi sýnir skelfilegar afleiðingar þess að þvinga vís- indin til þess að þjóna hugmyndafræð- inni. Er nauðsynlegt að minna á, sagði Si- mon: að þessi afstaða hefur leitt til fram- leiðslu á verkum sem eru hræðilega aka- demísk bæði i málaralist, byggingalist og rússneskum bókmenntum sem er þó arf- taki eins af auðugustu skeiðum í sögu skáldsögunnar, og eins af mestu rithöf- undum sem heimurinn hefur átt, Fjodors Dostojevskí? Og hann vitnaði í grein sem Dostojevskí skrifaði 1861 í dagblað og 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.